Covid og skynsemi þess að skólar byrji snemma

Í nýlegri rannsókn á líðan bandarískra unglinga í Covid sem fjallað var um í tímaritinu Atlantic kemur fram að líðan unglinga hefur, þrátt fyrir það sem búast mátti við, ekki hríðversnað í ástandinu.

Hlutfall unglinga sem upplifðu sig einmana eða þunglynd var þannig ekki hærra árið 2020 heldur en árið 2018. Það var lægra.

Höfundur setur fram þá tilgátu að einhverjar skýringar megi finna í nægum svefni. Við þekkjum það örugglega mörg að töluverður munur er að mæta á fund kl. 9 eða fjarfund kl. 9. Á fundinn þarf að mætur klæddur, keyrður og tannburstaður svo varla er hægt að vakna seinna en 7:45. Fyrir fjarfund er nóg að vakna skömmu fyrir 9, skella sér í skyrtu og borða morgunmat meðan aðrir tala. Ungt fólk fær þannig klukkutíma svefn í viðbót frá því sem áður var.

Kannski má draga af því þann lærdóm að sú tilhneyging að láta skóla byrja eldsnemma og vara lengi hafi ekki endilega verið drifin áfram með velferð unga fólksins í huga. Ef það kemur á daginn að það að vera vakandi frá 7:30 og á örráðstefnu milli 8:30 og 15:00 fimmtán daga vikunna henti unglingum ekkert sérstaklega vel, þá má alveg draga af því lærdóm, óháð þessum faraldri.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.