Af lágvöxnum karlmönnum og Silvíu Nótt

Fólk kemur í mismunandi gerðum og stærðum: sumir eru stórir aðrir litlir aðrir feitir og líka mjóir. Án þess að Helgarnestið ætli sér að fara út í antrópóligískar eða bíológískar hugleiðingar af nokkurri alvöru, eða hafi í hyggju að semja lag og ljóð um fjölmenningarlegt samfélag fólks af öllum gerðum og stærðum og kynþáttum, þá er samt sem áður tilgangur með opnun þessa pistils á línu sem best gæti verið ættuð frá tímum hippa og blómskrauts í hári.

Fólk kemur í mismunandi gerðum og stærðum: sumir eru stórir aðrir litlir aðrir feitir og líka mjóir. Án þess að Helgarnestið ætli sér að fara út í antrópóligískar eða bíológískar hugleiðingar af nokkurri alvöru, eða hafi í hyggju að semja lag og ljóð um fjölmenningarlegt samfélag fólks af öllum gerðum og stærðum og kynþáttum, þá er samt sem áður tilgangur með opnun þessa pistils á línu sem best gæti verið ættuð frá tímum hippa og blómskrauts í hári.

Tilgangurinn er hins vegar ekki sá að dásama lífið og fjölbreytileika þess, heldur öllu heldur til þess að benda á staðreynd, er treður ofangreindri mýtu í svaðið, sem nýverið hefur verið haldið á lofti.

Lengi hefur nefnilega verið talið að það eina sem litla karlmenn plagaði væri vandamál sem tengdust beint hæð þeirra svo sem að eiga erfitt með að lyfta stórum hlutum, teygja sig í efri hillur í skápum og að klífa upp í stórar jeppabifreiðar.

Rangt! Kolrangt!

Komið hefur nefnilega í ljós-í Svíþjóð allavega-að svo virðist vera að lágvaxnir karlar séu almennt minna menntaðir heldur en hávaxnir menn í alsænskri rannsókn sem tók til tæprar milljónar sænskra karlmanna. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þessar; Að jafnaði hafa karlmenn sem eru hærri en 1.94 cm lært þrisvar sinnum meira heldur en karlmenn sem eru undir 1.64 cm.

Í niðurstöðu vísindamannanna kom í ljós að afar sterk tengsl voru á milli hæðar og menntunar. Reyndu vísindamennirnir að finna orsakir þessa, allt frá því að karlmenn af aðalsættum hefðu verið almennt hærri en karlmenn sem komir voru af verkalýð til þess að kennarar hefðu fordóma gagnvart greind þeirra sem væru lágvaxnir og teldu þá almennt lítt gefna.

Gera verður þó þann fyrirvara á ofangreindri rannsókn að hún stafar frá Svíþjóð. Svíar hafa löngum þótt skrýtnir þegar kemur að mannfræðilegum rannsóknum.

Rannsóknarniðurstöðurnar má nálgast í næstu myndbandaleigu og er yfirskrift rannsóknarmyndar sem tekin var Twins og var gefin út fyrir 1990.

Ef satt reynist er þetta áfall fyrir okkur-eins og þann sem fer hér með Helgarnestið- því þetta virðist benda til þess að ekki aðeins þurfum við að lúffa fyrir líkamlegum yfirburðum þeirra sem eru okkur hærri og meiri að burðum. Nei þeir eru almennt séð meira menntaðir en við og líklegra mun greindari og gáfaðri.

Að öðrum málum og skemmtilegri: Í hinu persónulega hámenningarblaði DV er sagt frá því í dag að 17 keppendur í forvalskeppni fyrir Evróvisíón hafi skorað á Pál Magnússon útvarpsstjóra að reka Silvíu Nótt úr keppni þar sem lag hennar hafi lekið út á netinu fyrir keppnina.

Ef satt er þá er greinilega kominn skjálfti í keppendur og hræðsla við fyrirbærið Silvíu Nótt.

Sem er bráðfyndið þar sem hún er í raun og veru ekki til sem persóna.

Við sem þreytumst púffkjóla, dansara, smellin lög, hallærislega búininga og fyrirbærið Evróvísión, eigum að styðja Silvíu Nótt sem sameinar allt ofangreint með frábærum hætti og kjósa hana alla leið til Aþenu.

Góða Helgi!

Latest posts by Ari Karlsson (see all)

Ari Karlsson skrifar

Ari hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2005.