Lagalegur fyrirvari

Útgefandi Deiglunnar er Deiglan, stjórnmálafélag sem stofnað var 30. apríl 2014. Deiglan er almennt félag með aðsetur í Reykjavík.

Allt efni sem birtist á Deiglunni er byggt á heimildum sem útgefandi, ritstjórar eða eftir atvikum nafngreindir höfundar telja áreiðanlegar. Deiglan sem útgefandi vefritsins getur ekki ábyrgst að upplýsingar sem fram koma séu allar réttar. Deiglan ber enga ábyrgð á afleiðingum sem kunna að hljótast af því að stuðst hafi verið við efni sem birtist á Deiglunni. Deiglan áskilur sér rétt til þess að breyta innihaldi þessa vefjar á hvaða hátt sem er, og hvenær sem er, í hvaða tilgangi sem er, án sérstakrar tilkynningar fyrirfram þar að lútandi og tekur ekki ábyrgð á hugsanlegum afleiðingum slíkra breytinga fyrir lesendur.

Ábyrgð

Nafngreindir höfundar efnis á Deiglunni bera refsi- og skaðabótaábyrgð á skrifum sínum en ritstjórar og útgefandi bera sameiginlega ábyrgð á því efni sem ekki sérstaklega merkt tilteknum höfundi eða höfundum í samræmi við ákvæði laga um prentrétt nr. 57/1956. Skoðanir einstakra höfunda efnis á Deiglunni þurfa ekki endilega að endurspegla skoðanir annarra höfunda, ritstjóra eða útgefanda vefritsins.

Höfundarréttur

Útgefandi og eftir atvikum nafngreindir höfundar eiga höfundarrétt á öllu því efni sem fram kemur á Deiglunni, nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða má af eðli máls. Skriflegt, eða á annan hátt sannanlegt, samþykki útgefanda eða höfundar þarf til að endurbirta efni sem fram kemur á Deiglunni, dreifa því eða afrita. Hvorki skiptir máli hvers eðlis slíkt efni er né í hvaða tilgangi ætlunin er að endurbirta það, afrita það eða dreifa því. Lesendum Deiglunnar er þó hemilt að vista og prenta efni af Deiglunni til einkanota. Öllum er heimilt að vísa í efni á Deiglunni af öðrum vefsíðum að því gefnu að fram komi með skýrum hætti hver uppruni þess er og slíkri tilvísun fylgi hlekkur inn á viðkomandi efni á Deiglunni.

Vefmælingar

Þessi vefsíða notar Google Analytics eða önnur sambærileg tól til mælinga á umferð á vefsíðum sem heyra undir Deiglan.com. Til þessa eru notaðar svo kallaðar vefkökur sem er komið fyrir í vafra notandans. Notendur geta í gegnum stjórnborð vafranna haft fulla stjórn yfir því hvort þeir samþykkja þessar vefkökur eður ei.

Þeim upplýsingum sem safnað er eru á engan hátt persónugreinanlegar. Sjá nánari upplýsingar um Google Analytics.