Velkomin í martröð úthverfanna

Það er mitt þverfaglega mat að allir sem nú telja sig til þessa blessuðu almannavarna séu intróvertar. Þeir eru að hefna sín eftir að hafa skorað nálagt 0% í úthverfu á persónuleikaprófi Kára Stefánssonar í síðasta mánuði og það hafi verið opinberað að þeirra félagslega hæfni væri eins og þurrt margsprittað hrökkbrauð. Þeir eru, hver í sínu horni auvitað, búnir að plotta þetta í rúman mánuð eru nú loks að ná sér niður á okkur úthverfunum.

Það er mitt þverfaglega mat að allir sem nú telja sig til þessa blessuðu almannavarna séu intróvertar. Þeir eru að hefna sín eftir að hafa skorað nálagt 0% í úthverfu á persónuleikaprófi Kára Stefánssonar í síðasta mánuði og það hafi verið opinberað að þeirra félagslega hæfni væri eins og þurrt margsprittað hrökkbrauð. Þeir eru, hver í sínu horni auvitað, búnir að plotta þetta í rúman mánuð eru nú loks að ná sér niður á okkur úthverfunum. 

Það hlakkar í þeim. Þeir sitja heima og stara í augun á úthverfu ástvinum sínum sem missa lífsviljann hægt og örugglega því þeir komast ekki í sitt súrefni. 

Extróvertar eða úthverfur nærast á því að tala við annað fólk. Þeir elska að skipuleggja viðburði, tala við allskonar fólk, á allskonar stöðum, út um allt. 

Ég er með mjög slæmt tilfelli af úthverfu. Raunar svo slæmt að mér finnst að landlæknir, sóttvarnarlæknir og ríkislögreglustjóri ættu að koma heim til mín og ræða persónulega við mig um möguleg úrræði. Ég myndi að sjálfsögðu kjafta þau í kaf og gera vandræðalega tilraun til að faðma þau. Mér þætti í raun ekkert sjálfsagðar en að næsta beina útsending þeirra væri úr stofunni minni til þess að fara yfir það hvernig mér líður persónulega. 

Ekki svo að skilja að ég sé veik líkamlega, síður en svo. Ég er stálslegin. Gæti líklega tekið þessa kórónaveiru á kassann, haldið henni á lofti eins og klósettpappírsrúllu og slegið hana lang út á hafsjó með aumu níu járni.

Ég er því kannski ekki beint að biðja um vorkun frá glaðhlakkalegu introvertunum, ég er bara að biðja um skilning. Ef þið þekkið úthverfu (sem þið öll gerið), leyfið þeim að tala, við þurfum á því að halda nú meira en nokkru sinni. Nú er tími til þess að standa saman, þvo hendur, spritta vel, fylgja fyrirmælum sóttvarnarlæknis og leyfa okkur úthverfunum að tala! 

Latest posts by Kristín Hrefna Halldórsdóttir (see all)