Það sem ekki er

Á Íslandi er það helst í fréttum sem ekki gerist. Daglega halda almannavarnayfirvöld blaðamannafundi til að greina frá faraldri sem ekki geisar hér á landi. Það er helst að fréttir af eldgosi sem ekki er byrjað og enginn getur sagt um hvort eða hvenær það hefst dragi athyglina frá því sem ekki er að gerast í útbreiðslu og veikindum vegna kórónuveirunnar.

Á Íslandi er það helst í fréttum sem ekki gerist. Daglega halda almannavarnayfirvöld blaðamannafundi til að greina frá faraldri sem ekki geisar hér á landi. Það er helst að fréttir af eldgosi sem ekki er byrjað og enginn getur sagt um hvort eða hvenær það hefst dragi athyglina frá því sem ekki er að gerast í útbreiðslu og veikindum vegna kórónuveirunnar.

Hamfarablæti Íslendinga hefur líklega aldrei náð öðrum eins og hápunkti eins og fyrir helgina þegar frá því var greint að sóttvarnaryfirvöld vildu ekki íhuga frekari tilslakanir á sóttvarnarreglum á meðan jarðhræðingar á Reykjanesi stæðu sem hæst. Sama dag greindu okkar færustu jarðvísindamenn frá því að líkur væru á því að þessar jarðhræringar gætu varað árum eða jafnvel áratugum saman.

Margt hefur tekist með miklum ágætum hér á landi af hálfu sóttvarnaryfirvalda, sérstaklega á fyrstu mánuðum síðasta árs þegar mikil óvissa ríkti um eðli kórónuveirunnar. Markviss, skiljanleg, hófstill og árangursrík viðbrögð komu í veg fyrir að faraldurinn breiddist út hér á landi með álíka hætti og sums staðar annars staðar, þar sem sóttvarnaraðgerðir voru að í flestum tilvikum mun drastískari.

Þessi árangur er ekki síst byggður á tiltrú almennings. Og hún er enn sterk, almennt séð. Ef yfirvöld ætla hins vegar að bjóða upp á rökstuðning líkan þeim sem að framan greinir til að halda áfram grímuskyldu og samkomutakmörkunum, þá er hætt við því að hratt molni undan tiltrúnni.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.