Steypum yfir miðbæinn!

Miðbær Reykjavíkur einstaklega skemmtilegur nú til dags. Í öllum veðrum er Laugavegurinn þéttsetinn og jafnvel hægt að týnast í fjöldanum. Minnir mann dálítið á erlendar stórborgir. Þó eru ekki allir sáttir við þetta fyrirkomulag. Sumir segja að fyrirhuguð hótelbygging í gamla Landsímahúsinu við Austurvöll sé menningarslys og sami hópur fer ekki beint fögrum orðum skipulagið á Íslandsbankareitnum við Lækjargötu.

Þetta fólk óttast að Reykjavík verði undirlögð af gráum steypuklumpum sem eru einungis ætluð að þjóna þörfum ferðamanna og selja lundadúkkur. Með þessu muni höfuðborgin breytast í dystópísk paradís kapítalista þar sem Katniss Everdeen úr Hungurleikunum getur sprangað um í fullu fjöri.

Þessi ótti er að ákveðnu leiti raunverulegur. Lítið á nýkláraða hótelbyggingu við austanverða Hverfisgötu sem lítur út eins og eitthvað sem fimm ára barna teiknaði með reglustiku. Sumir segja að lausnin við þessu séu strangari reglugerðir eins og þær sem eru í St. Augustine í Flórída. Sú borg er að vísu elsti þéttbýliskjarni Bandaríkjanna og næstum tvö hundruð árum eldri en Reykjavík sem er ekki elsti þéttbýliskjarni Íslands.

Það er samt sérstakt að ætla að skylda einkaaðilar til að þóknast fagurfræðilegu mati ákveðinni einstaklinga. Þetta minnir mig á frasa sem fararstjóri í Berlín sagði: „Good or bad, all architecture is a part of our history.” Svona er þetta einnig í Reykjavík og nægir að benda á Mál & menningu sem er kassalaga steypuklumpur en jafnframt órjúfanlegur þáttur í bæjarmynd borgarinnar. Ekki samt halda að ég vilji byggja þessa steingráu Reykjavík sem suma verktaka og Katniss dreymir um.

Ég var nýlega í Berlín og í fyrra gekk ég um götur Washington D. C. Auðvitað eru þetta höfuðborgir ríkustu stórvelda heimsins og kannski ósanngjarnt að bera þær saman við hundraðogeinn. Samt sló mig nokkuð þar, öll fallegustu húsin voru ekki hótelbyggingar eða verslunarkeðjur heldur bæjarskrifstofur, ráðhús eða söfn, s.s. opinberar byggingar.

Það er því forvitnilegt að velt fyrir sér af hverju Reykjavíkurborg leigir allt skrifstofuhúsnæði sitt í stað þess að byggja eitthvað miðsvæðis. Alþing vildi ekki nýta Landsímareitnum þó hann sé við Austurvöll eins og núverandi skrifstofur þeirra. Náttúrusafnið Íslands er einnig heimilislaust og myndi sóma sér vel í miðborginni. Margt annað má eflaust hafa á þessu svæði og byggja undir það glæsilegar byggingar. Gallinn er bara að viljinn er enginn.

Oft þegar það rætt er um að byggja eitthvað í miðsvæðis rís ákveðinn hópur landsmanna upp á afturfæturna. Kvartað er yfir því að þarna séu engin bílastæði, byggingarlóðirnar eru allt of dýrar og að umferðin úr úthverfunum sé of mikil á morgnanna. Betra væri því að byggja einhvers staðar í afdala sveitum höfuðborgarsvæðisins þar sem enginn gengur um göturnar ótilneyddur.

Þó eru til glæsilegar nýbyggingar í Reykjavík og má tildæmis benda á Vatnsmýrina. Harpan er í miðbænum en mörgum var ansi illa við tónlistarhúsið þegar það var byggt. En þetta er akkúrat vandamálið Reykvíkingar (eða allir Íslendingar) tíma ekki að byggja nokkuð fallegt á þessu svæði. Aftur á móti þá finnst þeim sjálfsagt að aðrir geri það og beri allan kostnað. Sem sagt, ekki gera eins og ég geri, gerðu bara eins og ég segi.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.