Röng mælistika á árangur réttarkerfisins

Kollektíf refsistefna virkar mjög vel, því hún eykur líkurnar á því að þeim sé refsað sem gerst hafa sekir um glæp. Eini gallinn er hins vegar að slík refsistefna hlífir heldur ekki þeim sem eru saklausir. Slík refsistefna á ekki heima í siðuðu og upplýstu samfélagi.

Reglulega kemur til tals hér landi hversu ómögulegt réttarkerfið er. Þær staðhæfingar byggja að jafnaði ekki á því að almenningur hafi takmarkað aðgengi að dómstólum, að málarekstur sé óheyrilega dýr og jafnvel þótt mál vinnist þá dugi dæmdur málskostnaður sjaldnast fyrir kostnaði, eða að mál taki óheyrilegan langan tíma.

Sú umræða sem algengust er í sambandi við þetta vonlausa réttarkerfið gengur út að réttarkerfið nái engum árangri. Og þegar fjölmiðlar og flestir álitsgjafar tala um árangur, þá eiga þeir við sakfellingar. Nýjustu dæmin um kategoríska notkun þessarar mælistiku tengjast hinum svokölluðu hrunmálum en lengst hefur stikan verið notuð í kynferðisbrotamálum.

Til þess að sýna fram á hversu vonlaust réttarkerfið er, þá draga talsmenn og -konur fram margvíslegar tölur. Staðhæft er að ákveðinn fjöldi kvenna hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Af þeim mun svo vera lítill hluti sem kærir. Enn færri mál leiða til ákæru og svo er eitthvað um það að jafnvel þótt búið sé að ákæra þá séu menn sýknaðir. Þetta er mati þessara aðila meingallað réttarkerfi.

Má kannski minna á þessu sambandi að flestar þær reglur um réttláta málsmeðferð sem okkur þykja sjálfsagðar í dag, og stundum eru nefndar mannréttindi, eru til komnar til að forða því að menn verði ranglega dæmdir og þeim refsað fyrir glæp sem þeir ekki hafa framið. Kollektíf refsistefna virkar mjög vel, því hún eykur líkurnar á því að þeim sé refsað sem gerst hafa sekir um glæp. Eini gallinn er hins vegar að slík refsistefna hlífir heldur ekki þeim sem eru saklausir. Slík refsistefna á ekki heima í siðuðu og upplýstu samfélagi.

Þegar sakfellingar eru mælikvarðinn á það hvort réttarkerfið sé árangursríkt, þá erum við að búa til andrúmsloft kollektífrar refsistefnu. Fjölmiðlar stíga þennan dans með hinum vanstilltu. Afleiðingin er aukinn þrýstingur á ákæruvald og dómsvald um að „ná árangri“, vegna þess að þegar kæra leiðir ekki til ákæru og ákæra ekki til sakfellingar, hefur víst eitthvað farið mjög úrskeiðis.

Hvenær gleymdum við því, sem upplýst og siðað samfélag, að réttarkerfið nær aldrei meiri eða betri árangri en þegar saklausum manni er forðað frá sakfellingu og refsingu. Það er alltaf betra að tíu sekir menn sleppi en að einn saklaus sé dæmdur. Gleymum því ekki.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.