Er lækkun matarskatts skynsamleg þegar velmegun hefur aukist svo að hlutur matar í útgjöldum heimilanna hefur minnkað úr 50% í 15% og stór hluti þjóðarinnar á við offituvanda að stríða? Þurfum við ekki að endurhugsa rökin með og á móti lækkun matarskatts?
Í nýlegu viðtali á Stöð 2 var samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, spurður um ummæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgarstjóra um að ekki væri spurning hvort heldur hvenær Reykjavíkurflugvöllur færi úr Vatnsmýrinni.
Á vef Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar birtust nýlega nokkrar athugasemdir við tillögur SVÞ um einkavæðingu fríhafnarinnar. FLE bendir meðal annars að hugsanlegt er að fríhafnarverslunin kæmist hugsanlega í hendur útlendinga ef hún yrði boðin út. Það er ólíðandi að opinberir starfsmenn skuli beita tortryggni í garð erlendra aðila sem vopni í baráttu fyrir þröngum hagsmunum sínum.
Nú er jólahátíðin að mestu yfirstaðin og nýju ári er nú fagnað með pompi og prakt. Fjöldi fólks hefur lagt á sig langt ferðalag til þess að vera hjá sínum nánustu yfir jólin, sem voru í styttra lagi í þetta skiptið ef litið er til frídaganna sem þeim fylgdu. Það er sífellt algengara að Íslendingar dveljist erlendis um jól í fjarlægð frá ys og þys sem ávallt virðast vera ríkjandi á Íslandi á þessum tíma árs. Kanarí er algengur áfangastaður Íslendinga og í sumum tilfellum eru heilu og hálfu bæjarfélögin saman komin á Kanarí um jól. Á mínu heimili er það siður að vera heima um jól, þrátt fyrir að stór hluti bæjarbúa sé á Kanarí, enda hvergi betra að vera en í faðmi fjölskyldunnar í sveitasælunni.
Það er komið kvöld. Kertin eru að klárast, virðist okkur – ritstjórn Flugufótarins sem hefur haldið á vit ævintýranna í dimmu húsasundi einhvers staðar í miðbæ Reykjavíkur. Við eigum stefnumót við Völvu Koskinkorvu, ungan og efnilegan spámiðil. Við berjum að dyrum og eftir dálitla stund kemur til dyranna kona, klædd litríkum kjól með tóbaksklút á höfðinu.
Í pistlinum er fjallað um stjórnhætti fyrirtækja, íslensku leiðbeiningareglurnar og hvort æskilegt sé að starfrækja undirnefndir stjórnar.
Þá er enn eitt árið á enda. Annað kvöld kveðjum við árið 2004 og tökum á móti árinu 2005 með pompi og prakt. Gamlárskvöld er sér stúdía út af fyrir sig og hjá mörgum skal það vera kvöld kvöldanna.
Fjölmargir aðdáendur sjónvarpsþáttanna The Office bíða í ofvæni eftir að íslenskar sjónvarpsstöðvar taki til sýninga gamanþættina Little Britain, sem að sögn Ricky Gervais slá út allt það grínefni sem hann hefir samið.
Nú um jólin gefur fólk sér tíma til þess að hugsa um þá sem minna mega sín og hvernig við getum hjálpað þeim. Í nýlegri grein hér á deiglunni benti Katrín Helga Hallgrímsdóttir á ýmsar leiðir sem fólk getur notað til þess að láta gott af sér leiða. Hér er bent á eitt sem fólk gerir í góðri trú en hefur þveröfugar afleiðingar.
Þrátt fyrir að framleiðslu hafi verið hætt á Seinfeld-þáttaröðinni lifa siðir og venjur þáttanna góðu lífi og kunnugir segja að meiri líkur en minni séu á að hefðir sprottnar upp úr þáttaröðinni hafi náð varanlegri fótfestu á Íslandi.
Afmyndað andlit Viktors Júsenkós, sigurvegara forsetakosninganna í Úkraínu, er orðið andlit vonar og frelsis. Ör hins verðandi forseta eru vitnisburður um fjörbrot fráfarandi harðstjórnar og sigur hans verður öllum þeim sem berjast gegn oki og kúgun mikil hvatning. Morðtilræði og kosningasvik af hálfu skjólstæðinga Vladimírs Pútíns hljóta að opna augu stuðningsmanna hans hér á landi og annars staðar fyrir því sem er að gerast í Rússlandi.
Á Þorláksmessudag birtist leiðari í Morgunblaðinu um mál rússneska auðjöfursins Míkhaíl Khodorkovskí. Morgunblaðið undrast þá gagnrýni sem Pútín hefur fengið vegna málsins og telur að handtaka hans hafi verið þáttur í því að „koma á lögum og reglum í Rússlandi.“
Íslensk fyrirtæki hafa á árinu sem er að líða boðið út nýtt hlutafé fyrir gríðarlega fjármuni. Það er oft merki þess að hlutabréfaverð sé orðið of hátt þegar stjórnendur rótgróinna fyrirtækja ákveða að gefa út hlutabréf í auknum mæli.
Jólin vekja oft á tíðum blendnar tilfinningar í brjóstum okkar, eins og bent var á í jólahugvekjunni hér á Deiglunni í gær. Við erum stressuð og snortin, sorgmædd og sæl allt í senn eða til skiptis.
Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson prestur á Landspitala – háskólasjúkrahúsi fjallar um þverstæðurnar í jólahaldinu og kraftaverkið sem rætist í hvert sinn sem nýtt barn fæðist í heiminn. Hann segir söguna af fæðingu Krists og atburðunum þar í kring ekki vera sagnfræði heldur tjáningu á hinu guðlega og himneska.

Deiglan óskar lesendum sínum gleðilegra jóla
Í snemmbúnu Þorláksmessuhelgarnesti dagsins verða jólaglögg, kaupæði og mannfagnaðir gerðir að umtalsefni.
Þorláksmessa er runnin upp og í hönd er að fara sá tími ársins þar sem flestir keppast um að gleðja ástvini sína og eiga með þeim góðar stundir. Á öldum ljósvakans hefur á aðventunni hefur verið mikið talað um rómantík í tengslum við jólaundirbúninginn. Væntanlega hefur sú umræða að einhverju leyti farið fram í því skyni að telja pörum trú um að hægt sé að kaupa rómantíkina í sambandið svona rétt fyrir jólin. Aðrir hafa ef til vill sannarlega séð köllun sína í að hvetja annað fólk til rómantíkur. Hvort heldur sem er finnst mér rómantíkin tilvalið umfjöllunarefni á þorláksmessu.
Nú um áramótin verða miklar breytingar þegar fyrirtækjum í raforkugeiranum verður gert skylt að greina á milli á framleiðslu, flutnings, dreifingar og svo sölu í bókhaldi. Auk þess munu fyrirtæki sem nota 100 kW eða meira geta valið sér raforkusala. Áramótin þar á eftir munu allir geta valið sér söluaðila og þar með er kominn grundvöllur fyrir alvöru samkeppni í raforkusölu til einstaklinga.
Ég er í svo miklu jólaskapi fyrir þessi jól að ég hef ákveðið að semja jólalag, eða að minnsta kosti jólatexta.