Á síðustu misserum hefur færst í vöxt að fólk mótmæli aðgerðum (og stundum aðgerðaleysi) stjórnvalda. Taka þessi mótmæli á sig ýmsa mynd en þó hefur vakið athygli að hópar mótmælenda hafa í auknum mæli gripið til þess ráðs að fjölmenna á Austurvelli til að leggja banana á stéttina fyrir framan Alþingishúsið.
Fyrir rétt rúmri viku setti Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fram þá skoðun að nota ætti hluta af söluvirði Landssímans til að byggja nýtt sjúkrahús. Vakti yfirlýsing þessi eðlilega mikla athygli og eru umræðurnar um hvar og hvernig eigi að reisa ýtt hátæknisjúkrahús þegar hafnar.
Í byrjun þessa mánaðar voru nýkjörnir þingmenn í Bandaríkjunum teknir inn í embætti sín. Meðal þeirra var Barack Obama öldungardeildarþingmaður fyrir Illinois. Hann vann sæti sitt í öldungardeildinni með um 70% atkvæða og er eini svarti fulltrúinn í deildinni.
Bloggið hefur náð gríðarlegum vinsældum hér á landi og líklega eiga Íslendingar heimsmet í því miðað við höfðatölu eins og svo mörgu öðru. Stjórnmálamenn hafa í aukum mæli notað þessa aðferð til að nálgast fjölmiðla og kjósendur. Þó má spyrja sig hvort þetta sé gagn eða böl, þar sem þessi skrif hafa oft verið notuð gegn mönnum.
Sá sem hér heldur á penna ýtir hér með knerri sínum úr vör og heldur í jómfrúarferð sína á þessu vefriti. Höfundur hefur reyndar lengi beðið færis á að koma helstu skoðunum sínum á framfæri-en vettvanginn hefur hingað til skort og áhlýðendur hafa vart fyrirfundist. Jómfrúin er því fallin-og Örninn lentur.
R-listinn hefur nú ákveðið að hætta við að hækka skatta! Í kjölfar þess að Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi kenndu R-listanum stærðfræði hefur borgarstjóri R-listans dregið boðaða hækkun á fasteignagjöldum til baka. Ber þá hugsanlega að túlka þetta sem skattalækkun hjá R-listanum? Hækka skatta….hætta við að hækka skatta…=…lækka skatta???
Höllin í Vestmannaeyjum er samkomuhús sem byggt var í Eyjum fyrir nokkrum árum. Það er glæsilega staðsett með frábært útsýni yfir Heimaklett og stutt frá flugvellinum og niður í bæ. Öll aðstaða til skemmtana og ráðstefnuhalds er til fyrirmyndar og eftirbreytni. Síðan Höllin var opnuð hafa verið haldnar þar ráðstefnur og fundir, Idol áheyrnarpróf, diskótek og stórdansleikir.
Allir þekkja fyrirtækið Apple og þær glæsilegu vörur sem það framleiðir. Um tíma virtist Apple fara út tísku en er nú á óstöðvandi siglingu.
Í síðustu viku var hér á Deiglunni fjallað um helstu afrekin á sviði vísindanna á síðasta ári. Eins er áhugavert að velta fyrir sér helstu afrekum á sviði tækninnar. Ekki verður annað sagt en að eitt tækniafrek hafi yfirskyggt öll önnur á liðnu ári, nefnilega flug fyrstu einkareknu geimferjunnar.
Þeir sem ná árangri eru þeir sem hafa hæfileika í að greina aðalatriði og eyða kröftum sínum í þau en að sama skapi geta árangursríkir sneitt hjá aukaatriðum og leitt framhjá sér. Stjórnarandstaðan hefur sýnt það á fyrstu dögum ársins að hún er sérlega góð í að einblína á aukaatriðin.
Í dag eru þrjú ár liðin frá því að stjórnvöld í Bandaríkjunum settu upp fangabúðir í herstöð sinni í Guantanamo á Kúbu til að hýsa meinta hryðjuverkamenn. Fangabúðirnar eru svartur blettur á vestrænu lýðræði og framganga Bandaríkjamanna þar óverjanleg með öllu.
Þá eru jólin búin og við tekur blákaldur hversdagsleiki með sinni alvöru og skuldum. Eftir að hafa kveikt í síðustu seðlunum á þrettándanum fara Íslendingar að taka niður jólaskrautið og kvíða visareikningnum – og það þýðir lítið að kveikja í honum og skreytingargildi hans er lítilfjörlegt.
Ein af fjölmörgum hefðum Íslendinga um áramót er að setjast fyrir framan imbann og horfa á Áramótaskaupið rétt áður en farið er út að puðra upp peningum. Og allir hafa skoðun á skaupinu: „Hvernig fannst þér skaupið?“ er sennilega mest notaða setning nýársdagsboðanna. Stundum finnst mér þau léleg, stundum góð og í ár þótti mér það bara nokkuð gott. En eitt var mér þó bent á, sem á svo sem við skaup síðustu ára, að mjög mikið grín var gert að Ólafi Ragnari Grímssyni.
Brýnasta verkefni íslenskra stjórnmála um þessar mundir er að koma stjórn Reykjavíkurborgar úr höndum R-listans. Á hverjum einasta degi bíða Reykvíkingar fjárhagslegt tjón af veru R-listans í borgarstjórn. Því fyrr sem hann fer frá völdum, því betra fyrir Reykvíkinga.
Endurskoðun stjórnarskrárinnar stendur nú fyrir dyrum. Þingflokkarnir hafa skipað sína fulltrúa í stjórnarskrárnefnd og þeim til aðstoðar er hópur sérfræðinga. Ætlunin er að væntanlegar breytingar á stjórnarskránni taki gildi að loknum þingkosningum 2007, verði þær samþykktar á því þingi sem tekur við eftir þær kosningar.
Undanfarið hafa Íslendingar fylgst með einum vinsælasta raunveruleika sjónvarpsþætti seinni tíma eða Lærlingurinn, þar sem okkur er boðið að fylgjast með Donald Trump láta einstaklinga leysa ákveðnar þrautir. En afhverju er Trump að þessu, eru ekki til nógu góðar ráðningastofur?
Í bókabúðum er að finna ógrynni sjálfshjálparbóka sem fjalla um töfralausnir á vandamálum manna. Fáar standa við gefin loforð en inni á milli má finna gullmola.
Í upphafi árs er ekki fjarri lagi að taka saman það sem hæst hefur borið í heimi lífvísindanna. Af mörgu er að taka og verður hér tæpt á helstu afrekum á sviði líf- og læknavísinda. Bar þar á þessu ári líklega mest á fuglaflensunni í Asíu, stofnfrumurannsóknum, og stigvaxandi útbreiðslu AIDS.
Nýjustu tölur herma að meira en 150.000 menn hafi farist í hörmungunum í Asíu nú um jólin. Efnahagslegur skaði í þeim ríkjum sem urðu fyrir barðinu á risaflóðbylgjunni er talinn vera af stærðargráðunni 1.000 milljarðar. Þetta eru voveiflegar tölur og því ríður á Vesturlandabúar bretti upp ermar og veiti nauðsynlega aðstoð til að hægt sé að koma í veg fyrir að þessar náttúruhamfarir verði fleirum að aldurtila.
Ég veit að þú telur þig skilja það sem þú last, en ég er ekki viss um að þú áttir þig á að það sem þú heldur að þú hafir lesið var ekki það sem ég meinti.