Á sjónvarpstöðinni VH1 er á dagskrá þátturinn “Best week ever”. Þar er fjallað um hvaða einstaklingur eða hópur hefur átt sína lífsins bestu viku í undanfarinni viku. Þar sem lögsaga VH1 nær ekki yfir Ísland þá hef ég tekið að mér það verkefni að fara yfir vikuna og tilnefna nokkra kandídata. Til að bregða út af vananum ætla ég þó að nálgast þetta bæði út frá verstu og bestu viku viðkomandi aðila.
Orð eru ofmetin. Orð eru bara hljóð sem við gefum frá okkur til að tákna ákveðin hugtök. Ég hef með tímanum æ minni þolinmæði fyrir mönnum sem halda því fram að þeir viti hvernig virðing hugtaka stýrist af kyni viðkomandi nafnorðs eða segja að skortur á íslenskri þýðingu á orðinu „identity“ skýrist af því að við erum svo fá að aldrei þarf að velta vöngum yfir hver viðkomandi sé.
Það gerist ekki oft á Íslandi að menn láta sjálfviljugir af störfum vegna mistaka sem þeir hafa gert. Einna helst á þetta við um þjálfara íþróttaliða sem stundum láta af störfum „að eigin ósk“, eins og gjarnan er sagt.
Það er ótrúlegt til þess að hugsa að eitt best þekkta og vinsælasta fyrirtæki heimsins skuli lenda í þeirri kreppu sem Coka-Cola fyrirtækið er nú komið í. Verulega hefur dregið úr sölu gosdrykkja á undanförnum árum og ofan á það hefur fyrirtækið misst niður markaðshlutdeild þannig að í óefni horfir.
Ætli raunin sé sú að alþjóðavæðingin, sem átti að vera lykillinn að friði milli landa, sé að hleypa lífi í nýjar óeirðir, milli borgaranna sjálfra? Ætli versnandi viðhorf og auknir fólksflutningar hingað til lands sé í raun timbur og steinn sem nuddast saman, og það þurfi aðeins einn neista til að hleypa óeirðunum af stað?
Þann 13. janúar síðastliðinn lenti geimfarið Huygens á stærsta tungli Satúrnusar, Títan. Erfitt er fyrir leikmanninn að átta sig á hversu merkilegar hinar og þessar geimferðir eru, enda af mörgu að taka. Það er þó óhætt að fullyrða að lendingin á Títan verður skráð á spjöld sögunnar sem einn af stærri viðburðunum í sögu geimferða.
Uppgangur Kína sem efnahags- og hernaðarveldis og samskipti þess við Bandaríkin mun verða eitt mikilvægasta málefni Asíu og bandarískrar utanríkisstefnu á næstum árum og áratugum – ef ekki það mikilvægasta. Þótt erfitt sé að segja nákvæmlega til um hver þróunin muni verða, getur verið fróðlegt að velta því fyrir sér.
Það kemur fáum á óvart að formlegur slagur um formannsembættið í Samfylkingunni hefjist með skítkasti, níðshætti og dylgjum á opinberum vettvangi. Hinn nútímalegi og frjálslyndi jafnaðarmannaflokkur Íslands er kannski hvorki nútímalegur né frjálslyndur þegar öllu er á botninn hvolft, heldur lítið meira en samsuða gömlu kreðsanna úr A-flokkunum – gamalt vín á nýjum belgjum.
David Atkinsson eyddi 18 árum í að hanna tæki fyrir geimskutluna sem nýverið var send til Satúrnusar. Einhverjum láðist hins vegar að kveikja á græjunni fyrir lofttak. Vonbrigði segir vísindamaðurinn.
Stuðningur Íslands við innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak er á ný kominn í hámæli hér á landi á sama tíma og forsprakki innrásarinnar biðlar til gamalla samherja um samvinnu við seinni embættistöku sína sem forseti Bandaríkjanna. Var það rangt af íslenskum stjórnvöldum að styðja innrásina í Írak eða var einungis ranglega að því staðið? Enn á ný snúast umræðustjórnmálin á Íslandi um aukaatriði en ekki aðalatriði.
Í kvöld fara fram undanúrslit í ameríka fótboltanum. Í þetta skipti eru það New England Patriots og Pittsburg Steelers sem keppa um AFC meistaratitilinn en Philadelphia Eagles og Atlanta Falcons keppa um NFC meistartilitinn. Sigurvegararnir í þessum tveimur leikjum keppa síðan í Superbowl eftir tvær vikur.
Lengi hefur verið vitað að stelpur eru verri í stærðfræði en strákar? En hver er ástæðan? Og hvað er til ráða? Þurfa stærðfræðidæmi að tengjast hlutum úr reynsluheimi kvenna, eins og matargerð og hattainnkaupum?
Nú er landssöfnuninni Neyðarhjálp úr norðri nýlokið og megum við Íslendingar vel klappa okkur á bakið fyrir framlag okkar til fórnarlamba flóðanna í Asíu. En á þessum tímapunkti er líka rétt að velta fyrir sér góðverkum í víðara samhengi og til lengri tíma.
Sigursælasti skóli í sögu Gettu betur, Menntaskólinn í Reykjavík, féll í gær úr leik í seinni útvarpsumferð keppninnar. Í Idol-keppninni síðastliðinn föstudag fékk Nanna Kristín Jóhannsdóttir fæst atkvæði áhorfenda og varð því frá að hverfa. Var þetta verðskuldað, eða má kenna bjánalegu skipulagi um ófarir þessara aðila?
Á Íslandi er samkvæmt VII. kafla laga um mannanöfn númer 45/1996 er starfrækt hið merkilega fyrirbæri mannanafnanefnd. Hlutverk hennar er að leggja blessun ríkisins yfir nafnaval borgara á börnum sínum. Mannanafnanefnd er klárlega lágmarksþjónusta. Eða í hvernig samfélagi vilt þú eiginlega búa?
Skipulagsmál hafa komist í umræðuna undanfarið með meðal annars sérstökum þætti hjá Ríkissjónvarpinu, viðtal Jóns Ársæls við Trausta Valsson skipulagsfræðing í Sjálfstæðu Fólki og sýningu Þórðar Ben Sveinssonar í Listasafni Reykjavíkur. Þórður bendir á, í sýningu sinni, þau áhrif sem borgir hafa á samfélagið og er í því samhengi athyglisvert hversu lítið samfélagið hefur í raun og veru haft á það hvernig borgin (Reykjavík) hefur verið mótuð. Skipulag hefur legið hjá fáum aðilum og lítil umræða verið um það hvernig borg borgarbúar vilja búa í.
Þar sem ekkert er óviðkomandi dyggum lesendahópi tækni- og vísindapistla Deiglunnar er pistill dagsins tileinkaður mjög sérstökum framförum í skurðlæknisfræði. Er hér um að ræða meðferðarúrræði til handa tiltölulega litlum hópi manna, þ.e. þeirra sem flokkast undir að hafa micro-lim (micro-penis). Eða er þetta kannski ekki svo lítill hópur?
Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna Íslendingar séu svona einstaklega leiðinlegir þegar það kemur að því að eiga samskipti við afgreiðslu- eða þjónustufólk. Almennt þorir fólk ekki að viðurkenna það að hafi misst sig við afgreiðslumanneskjuna á kassanum í Hagkaup en í raun hafa eflaust flestir komið illa fram við þjónustustarfsmann. Hver er yfirleitt ástæða þess að fólk missir stjórn á skapi sínu? Það eru líklega margar ástæður fyrir því en yfirleitt kemur það afgreiðslumanneskjunni bara ekki neitt við.
Í gildandi lögreglusamþykktum víða um land má finna ýmis skondin og undarleg ákvæði. Einkum á þetta við um eldri samþykktir sem settar voru á síðustu öld. Í nýlegri lögreglusamþykktum eru ákvæðin ekki jafnskondin og áður. Er vafalaust ýmislegt sem veldur því.
Á forsíðu Morgunblaðsins í gær var að finna sláandi frétt um afdrif kæra vegna kynferðisbrota á Íslandi. Þar var sagt frá því að einungis 16 ákærur af þeim 125 kynferðisbrotamálum sem bárust ríkissaksóknara árið 2003 hafi leitt til sakfellingar. Aðalástæða þessa virðist vera skortur á sönnunum. Pistlahöfundur fjallar hér stuttlega um sönnunarbyrði ákæruvaldsins í sakamálum.