Frjálslegt snið

sdfdÍ helgarnesti dagsins er fjallað um þingsályktunartillögu Frjálslyndara þess efnis að slakað verði á reglum um klæðaburð þingmanna og að á Alþingi verði héðan í frá Öskudagur alla daga vikunnar.

Ölráða

Flestir hafa eflaust heyrt af því að beiðni Bobbys Fishers um íslenskan ríkisborgararétt er nú til meðferðar hjá Allsherjarnefnd Alþingis. En það er annað mál sem nefndin skeggræðir um þessar mundir sem sá sem þetta skrifar fylgist með af mun meiri áhuga. Þetta er auðvitað frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttu og fleiri þingmanna lækkun áfengiskaupaaldurs á niður í 18 ár.

Stjórnmál sem barátta rándýrs og hjarðar

Í umræðu í þjóðfélaginu að undanförnu hefur komið fram að þróun stjórnmála á Íslandi sé á þann veg að rödd einstakra þingmanna fái ekki að hljóma. Þvi hefur verið haldið fram að stjórnmálaflokkar láti stjórnast af leiðtogaræði og ráðherrar og formenn stjórnmálaflokka ráði lögum og ráðum. Flokksmenn verði að hlýða sér hærra settum ætli þeir að ná brautargengi innan flokks síns.

Breyttir bíla-tímar

Allir sem hafa sest upp í bíl frá Toyota vita að þar er hágæða bifreið á ferð. En hvað með fyrirtækið bakvið bílinn?

Valið er augljóst

Í dag og á morgun fara fram kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Kosningarnar snúast um hvort Vaka fái að halda áfram á réttri braut í hagsmunabaráttu fyrir stúdenta eða hvort gamlar og úreltar baráttuaðferðir verði teknar upp á nýjan leik.

Þegar Lúxemburg gleymdist

Það er vandasamt verk að búa til kosningakerfi. Því miður er það allt of algengt að það sé gert af nefndum stjórnmálamanna og lögfræðinga og án samráðs við stærðfræðimenntaða sérfræðinga. Í besta falli koma þeir að ferlinu seint og þá sem álitsgjafar. Þetta er álíka viturlegt og ef menn hefðu látið þingforseta teikna viðbyggingu við Alþingi og síðan leyft verkfræðingum og arkítektum að senda inn athugasemdir.

Val á nýjum rektor

Rektor Háskóla Íslands, Páll Skúlason, hefur tilkynnt að hann hyggi ekki á að bjóða sig fram til áframhaldandi setu í embættinu. Háskólinn hefur markað sér metnaðarfulla stefnu um að taka sér stöðu sem rannsóknarháskóli á alþjóðlegan mælikvarða — hvernig ætti slík stefnumótun að hafa áhrif á það ferli sem felst í því að velja nýjan rektor?

Auglýsingar

Áreiti vegna auglýsinga hérna í Bandaríkjunum er alveg ótrúlegt. Það er endalaust verið að reyna að selja manni allt milli himins og jarðar og það er erfiðara en að komast ósnertur niður laugarveginn á Þorláksmessu að komast undan árásunum. Hvort sem er í útvarpi, sjónvarpi, á skiltum, í pósti, bæklingum, blöðum, í gegnum síma eða annars staðar. Maður er hvergi óhultur.

Burt með þig!

Það er alltaf jafnóþolandi þegar stjórnmálamenn þora ekki að taka á vandanum heldur reyna að bræða saman málamyndatillögur til að reyna að sætta ólík sjónarmið. Í síðustu viku setti Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri fram eina slíka. Reykjavíkurflugvöllur skal víkja að hluta til en vera áfram að hluta til.

Borgaraflokkarnir í samstarf við róttæka vinstrimenn?

Flest bendir til þess að ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen haldi velli í þingkosningunum í Danmörku sem fara fram á þriðjudag. Nýjustu kannanir sýna sterka stöðu Danska þjóðarflokksins og ljóst er að hann vill hafa meiri áhrif á stefnu stjórnarinnar á næsta kjörtímabili.

Þulalaus enskur bolti

Útvarpsréttarnefnd komst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi að útsendingar Skjás Eins á knattspyrnuleikjum í ensku úrvalsdeildinni með lýsingu á ensku samræmdust ekki ákvæðum útvarpslaga. Afleiðing þessa úrskurðar var sú að í gær sýndi Skjár Einn leik Crystal Palace og Bolton eingöngu með umhverfishljóðum af vellinum.

Hvert stefnir Bush?

Síðastliðinn miðvikudag lagði George Bush línurnar í fyrstu stefnuræðu sinni sem endurkjörinn forseti Bandaríkjanna og því ekki úr vegi að athuga hvað hann ætlar þjóð sinni næsta árið eða svo.

Réttarstaða ölvaðra á almannafæri

Á föstudögum hamra flestir landsmenn í sig 12-14 bjórum. Því er nauðsynlegt fyrir hvern íslending sem vettling getur valdið og á bjórglasi haldið að þekkja reglurnar um ölvun á almannafæri.

HRæðsla við HR

Nýverið var ákveðið að sameina Háskólann í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands. Til stendur að kennara- og verkfræðinám hefjist þar strax næsta haust. Ótrúlegt en satt þá eru ekki allir sem „fagna samkeppninni“ líkt og vinsælt er orðið segja.

Er dómsvaldið nægilega tryggt í stjórnarskránni?

Í stjórnarskránni eru hlutverk hinna þriggja greina ríkisvaldsins skilgreind. Í 28 greinum er fjallað um hlutverk löggjafarvaldsins og í sama fjölda greina er fjallað um framkvæmdarvaldið (forsetann). Dómsvaldið er hins vegar algjör eftirbátur með þrjár stuttar greinar til umráða.

Viltu vita helming af leyndarmáli?

Ímyndaðu þér að yfirlýsingu forsætisráðherra um Íraksmálið hefðu fylgt fyrri útgáfur skjalsins með nafngreindum athugasemdum og breytingum. Velkominn í undraveröld Microsoft Word.

Nýbyggingadarraðadans

sdfdSé einhver að velta því fyrir sér af hvort svo veruleg gúrkutíð sé í fréttum þessa dagana, eða að kreppa ríki í byggingariðnaði, skjátlast viðkomandi því hér er í raun um að ræða frétt vikunnar, allavega hvað varðar lúxuseinbýlishús í nýfúnkísstíl.

Að gera hallarbyltingu með tveimur saumaklúbbum

Það virðist loga stafna á milli í Framsóknarflokknum. Hver höndin upp á móti annarri og allir að skara eld að sinni köku. Í Reykjavík er sagt að Hvítasunnumenn séu í krossferð gegn Don Alfreð og í Kópavogi tókst tveimur konum að gera hallarbyltingu í kvenfélaginu Freyju með saumaklúbbunum sínum. Er von að spurt sé: Hvað er að gerast hjá Frömurum?

Uppsögn EES?

Hagfræðingurinn Ragnar Árnason hélt því nýlega fram í viðtali við Viðskiptiptablaðið að Íslendingar ættu að íhuga það sterklega að segja upp EES-samningnum. Rök hans fyrir því voru að við gætum hugsanlega plummað okkur án hans.

Skandinavíska velferðin í fyrirrúmi

Hver sá sem á leið um Kaupmannahöfn þessa dagana kemst ekki hjá því að sjá að kosningar eru í landinu þann 8. febrúar nk. Hvert sem litið er blasa við auglýsingaskilti stjórnmálaflokkanna. Það er áhugavert að fylgjast með þeim áherslum sem flokkarnir hafa og þau gildi sem í þeim felast, enda eru þau að mörgu leyti ólík þeim sem við eigum að þekkja.