Okkur vantar fleiri sölumenn

Þriðjungur af hinum 100 þúsund starfsmönnum Google vinnur við tækniþróun. Þriðjungur vinnur við sölu. Þriðjungur við eitthvað annað. Og það er síðan ekki einu sinni þannig að allir þeir sem vinna við tækniþróun séu stöðugt tækniþróa. Þar inn eru líka væntanlega hvers kyns stjórnendur, mannauðsstjórar og hvað eina.

Þriðjungur af hinum 100 þúsund starfsmönnum Google vinnur við tækniþróun. Þriðjungur vinnur við sölu. Þriðjungur við eitthvað annað. Og það er síðan ekki einu sinni þannig að allir þeir sem vinna við tækniþróun séu stöðugt tækniþróa. Þar inn eru líka væntanlega hvers kyns stjórnendur, mannauðsstjórar og hvað eina.

Það eru fjölmörg tæknifyrirtæki þar sem hlutfall sölu á móti tækniþróun er enn hærr. Og vægi forritunar mun ekki aukast. Í framtíðinni mun þurfa færri forritara til að gera jafnmikið. Þriðjungurinn mun minnka en frekar. Engu að síður er mikil áhersla lögð á að mennta fólk undir þennan fyrsta þriðjung. “Fjórða iðnbyltingin er að koma krakkar! Allir munu þurfa að kunna að kóða.”

Ég geri ekki lítið úr því að það þurfi að kunna að kenna fólki tækni. En hinn hlutinn skiptir bara mjög miklu máli líka. Það er ekki endilega borin djúp og mikil virðing borin fyrir sölumönnum í íslensku samfélagi. Eða hvers kyns markaðsfólki. En við þurfum samt að gera það, þjálfa og mennta kynslóðir sölumanna ef við ætlum að halda sjó í þessari fjórðu iðnbyltingu sem allar ræður stjórnmálamanna boða.

Í fyrri byltingum voru það ekki þeir sem lærðu á saumavél eða tóku bílpróf fyrst sem stóðu uppi með pálmann í höndunum þegar á hólminn var komið.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.