Í auga stormsins

Covid 19 faraldurinn sem breiðist út eins og skógareldur hefur læst greipum sínum um huga fólks um allan heim. Faraldur sem byrjaði í Kína er nú hvað skæðastur í Evrópu og þá sérstaklega Ítalíu þar sem hreint skelfingarástand ríkir.

Covid 19 faraldurinn sem breiðist út eins og skógareldur hefur læst greipum sínum um huga fólks um allan heim. Faraldur sem byrjaði í Kína er nú hvað skæðastur í Evrópu og þá sérstaklega Ítalíu þar sem hreint skelfingarástand ríkir.

Á slíkum tímum er mikilvægt að halda ró sinni og ganga fumlaust til verka og fylgja ráðum þeirra sem best eru að sér um málið. Íslendingar hafa sýnt í baráttu sinni við náttúruna að þeir hafa einmitt það lundarfar sem skiptir máli þegar í harðbakkann slær. Þjóð sem hefur verið hert í smiðjueldi snjóflóða, jarðskjálfta, eldgosa, skyndilegra storma í öllum árstíðum þróar með sér hugarfar sem „þetta reddast“ og fólk úr menningarheimum með fjórar árstíðir og fyrirsjáanlegar veðurspár furðar sig yfir.

Það er mikilvægt að hafa það í huga að hugmyndin um að hlutirnir „reddist“ er ekki hugsuð sem bæn heldur sem stóískt ákall um að halda ró sinni í válegum aðstæðum, rasa ekki um ráð fram, heldur fyrst tryggja öryggi og í kjölfarið sæta færis til þess að bæta stöðuna, þrátt fyrir aðstæður.

Þótt orð síðustu daga hafi án efa verið „fordæmalaus“ þá er engu að síður hægt að líta um öxl og skoða hversu langvarandi efnahagsleg áhrif farsóttir hafa verið í fortíðinni.

Í byrjun mars birtist grein í Harvard Business Review þar sem því er velt upp hversu lengi efnahagslegar lægðir sem koma eftir farsóttir standa. Niðurstaða greinarhöfunda er að í flestum tilfellum þá fer hagkerfið hratt aftur af stað og nær á skömmum tíma sama stigi og áður. Sem dæmi um þetta ferli nefna greinarhöfundar HABL faraldinn (c. SARS) og Spænsku veikina árið 1918.

Það er kannski lítil huggun í því fyrir fólk sem upplifir harða tíma núna og á komandi vikum að heyra að líklegast batni ástandið hratt. Þegar maður stendur í miðjum stormi er maður ekkert spenntur fyrir því að heyra veðurfræðing segja að það sé líklegt að veðrið fari fljótt batnandi.

Það er samt sem áður mikilvægt að muna að öll él birta um síðir, en verkefni næstu daga og vikna er að byggja efnahagslegt skjól fyrir komandi mánuði þess að tryggja það að þegar það byrjar aftur að birta til verðum til staðar fólk og fyrirtæki og getum þannig komið okkur sem fyrst upp úr öldudalnum.

Grein HBR

Latest posts by Óli Örn Eiríksson (see all)

Óli Örn Eiríksson skrifar

Óli Örn hóf að skrifa á Deigluna í september 2004.