Gleðilegt nýtt ár

Árið 46 fyrir Krist er talið eitt það lengsta í sögunni. Það var árið áður en Júlíus Cesar tók til í dagatalinu. Þá þurfti að stemma af nokkra mánuði til að láta allt passa að nýju og árið endaði að vera 445 daga langt.

Það var svo sem engin nýlunda. Á þessum tíma voru dagatöl meira eins og áætlanir. Reynt var að láta þau fylgja jafnt tunglfösum sem hringrás sólar og en þetta gaf ráðamönnum stundum lausan tauminn. Sem gat verið gagnlegt ef framlengja þurfti valdatíma sumra leiðtoga og stytta valdatíma annarra. Árið hófst 1. mars og svo tóku við 10 mánuðir, og desember var þeirra síðastur. Svo tók við einhver tímaleysa áður en nýja árið hófst.

Við höfum upplifað okkar eigin Róm að undanförnu. Árinu 2020 lauk aldrei. Við höfum verið í tímaleysu, spilandi EM frá seinasta ári. En nú er búið að tilkynna að árinu 2020 sé loksins lokið.

Það var góð ákvörðun að aflétta öllum hömlum innanlands. Fögnum henni. Gleðilegt nýtt ár!

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.