Loksins, loksins, sjálfstæði Seðlabanka Íslands

Gærdagurinn, 27. mars 2001, var merkisdagur í efnahagssögu þjóðarinnar. Seðlabanka Íslands var veitt sjálfstæði, gengi krónunnar var látið fljóta og tekið var upp verðbólgumarkmið.

Sjálfstæðisflokkurinn og evrópskir hægriflokkar

Þann 30. apríl næstkomandi verða liðin 10 ár frá því að formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, og formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, skrifuðu undir stefnuyfirlýsingu fyrstu ríkisstjórnar þess fyrrnefnda, hinnar s.k. Viðeyjarstjórnar. Þar með urðu straumhvörf í íslenskri pólitík, sem áratugina á undan hafði einkennst af grundroða og hentistefnu.

Nýjar áherslur hjá Rumsfeld

Donald Rumsfeld, nýskipaður varnamálaráðherra Bandaríkjanna, hyggst hrinda í framkvæmd mjög viðamiklum breytingum á uppbyggingu bandaríska hersins. Þær breytingar eru í samræmi við boðskap Georges W. Bush í kosningabaráttunni um hvaða hlutverki Bandaríkjamenn hefðu að gegna í alþjóðamálum.

Hagræðing í þágu hverra?

Undanfarin misseri hafa mikilvæg skref verið stigin í átt að rafrænni stjórnsýslu á Íslandi. Sérstök nefnd á vegum forsætisráðherra hefur unnið afar gott starf og tillögur hennar eru í senn gagnlegar og tímabærar.

Sósíalistar ná París

Franskir sósíalistar eru komnir til valda í París undir forystu hins geðþekka Bertrands Delanoe. Hægri flokkur Jacques Chiracs, núverandi Frakklandsforseta og fyrrverandi borgarstjóra Parísar, hefur haldið borginni undanfarinn aldarfjórðung og því er um vatnaskil í franskri pólitík að ræða.

Forgangsröðun mannréttinda

Þegar hinn vestræni heimur losnaði undan áþján einveldisins og ofríkis sem því fylgdi, komu borgararnir sér saman um grundvallarreglur sem skyldu verja hendur þeirra gagnvart ríkisvaldinu.

Hvert atkvæði á 1.500 kr.

Í gær fór fram atkvæðagreiðsla í Reykjavík sem bróðurparturinn af borgarbúum sá ekki ástæðu til að taka þátt í, þótt verið væri að kjósa um eitt umtalaðasta málefni borgarinnar hin síðari ár.

Að sem fæstir kjósi

Eftir eina viku munu stúdentar við Háskóla Íslands ganga til atkvæða og velja sér forystumenn. Röskva, sem samanstendur af félagshyggjufólki við HÍ, hefur setið við völd síðan Rocky-myndirnar voru nýjasta æðið.

Markið sett hátt

Framsóknarmaðurinn Hjálmar Árnason er klókur stjórnmálamaður. Fyrir helgina lék hann þann pólítíska stórleik, að lýsa yfir framboði sínu til ritara Framsóknarflokksins. Engum hefur áður dottið í hug, að sækjast sérstaklega eftir ritaraembætti í stjórnmálaflokki, nema náttúrlega í kommúnístaflokkunum sálugu.

deCode á uppleið

Gengi deCode Genetics Inc., móðurfyrirtækis Íslenskrar erfðagreiningar, hefur verið á uppleið síðustu daga eftir að samstarfsaðili ÍE, Hofmann-LaRoche, hóf þróun nýrra greiningar- og meðferðarúrræða, sem byggð er á uppgötvunum ÍE í erfðafræði geðklofa og útæðasjúkdóms.

R-listinn fastsetti flugvöllinn til 2016

Meirihluti R-listans hefur nú – mánuði fyrir viðhorfskönnun meðal Reykvíkinga um framtíð Reykjavíkurflugvallar – ákveðið að hvaða kosti borgarbúa fá að velja um í könnuninni. Við fyrstu sýn virðast valkostirnir ákaflega skýrir.

Stóð IBM við bakið á nasistum?

Í Sunday Times í gær er greint frá því að helför nasista á hendur gyðingum í seinni heimstyrjöldinni hafi grundvallast á bandarískri tölvutækni, áratugum áður en tölvur komu fyrst til sögunnar.

Hreinræktaður

Í gær lýsti Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, yfir framboði sínu í kjöri varaformanns Framsóknarflokksins. Telja verður Guðna afar sigurstranglegan.

Útboð eða skömmtun

Í leiðara Viðskiptablaðsins í þessari viku segir um úthlutun á rekstrarleyfum vegna þriðju kynslóðar farsíma: „Engin haldbær rök hafa verið sett fram fyrir þeim hugmyndum sem haldið hefur verið á lofti um verulega gjaldtöku í tengslum við úthlutun rekstrarleyfanna.” Þetta er vitaskuld ekki rétt. En fyrst rökin hafa farið fram hjá leiðarahöfundi Viðskiptablaðsins er kannski ekki úr vegi að renna yfir nokkur þeirra enn eina ferðina.

250 manns á biðlista

Timothy McVeigh verður tekinn af lífi í Indiana-ríki í Bandaríkjunum 16. maí næstkomandi. Hann var dæmdur til dauða fyrir morð á 168 manneskjum í mannskæðasta hryðjuverki á bandarískri grundu fyrr og síðar sem framið var í höfuðborg Oklahoma-ríkis fyrir tæpum sex árum.

Endalok friðarferlisins?

Allt virðist nú stefna í að Ariel Sharon verði næsti forsætisráðherra Ísraelsmanna sem ganga að kjörborði í dag.

Bláskjár er mýta

Til þess að þjóðfélagsumræða þjóni tilgangi sínum í lýðræðislegu samfélagi verða þátttakendur að temja sér ákveðna virðingu fyrir staðreyndum.

Clinton ekki sloppinn

Svo gæti farið að Bill Clinton, sem lét af embætti forseta Bandaríkjanna fyrir 13 dögum, verði kallaður fyrir rétt enn einu sinni, nú til þess að svara til saka fyrir mjög umdeilda náðun hans yfir svikahrappnum Marc Rich.

Dubaya byrjar vel

George W. Bush hefur nú gegnt embætti Bandaríkjaforseta í tólf daga. Stjórnmálaskýrendur eru flestir á einu máli um að byrjunin lofi góðu fyrir Bush. Á þessum tólf dögum hefur hann sýnt hæfileika sem föður hans voru lítt gefnir, þ.e. að geta höfðað jafnt til íhaldssamra og frjálslyndra, í sínum eigin flokki og utan hans.

Mengjavandræðin til vinstri

Skoðanakönnun DV í gær vakti nokkra athygli. Fréttir af andláti Framsóknar virðast hafa verið ótímabærar og virðist gamli græni loks vera að rétta eilítið úr kútnum. Samfylkingin hrapar hins vegar niður í fylgi á meðan VG bætir verulega við sig.