Hún fer bratt af stað kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Þegar enn eru tæpir átta mánuðir til kosninga hefur John F. Kerry lýst repúblikana hóp lævísra lygara og repúblikanar hafa svarað með því að kalla Kerry, Ted Kennedy í megrunarkúr.
Category: Deiglupistlar
Í dag var greint frá því í helstu fjölmiðlum landsins að líklegast mundi Enski boltinn færast yfir á SkjáEinn á næsta ári. Þetta hlýtur að vera mikið áfall „fjölmiðlarisann mikla“ sem á víst að vera allsráðandi á íslenskum fjölmiðlamarkaði.
Íbúar Spánar vöknuðu upp við skelfilegan draum í gærmorgun þegar í ljós kom að hryðjuverkamenn höfðu sprengt tíu sprengjur í lestum eða á brautarstöðvum í Madríd. Árásin hafði greinilega þann tilgang að valda sem mestum skaða því sprengingarnar urðu á annasamasta tíma dagsins. Árásin undirstrikar hlutverk löggæslu fremur en hernaðar í vörnum gegn hryðjuverkum.
Á allra síðustu árum hefur færst í vöxt hér á landi að einkaaðilar taki að sér að veita þjónustu sem ríki og sveitarfélög hafa fram til þessa annast. Ef vel tekst til eiga allir hlutaðeigandi að geta hagnast á einkaframkvæmd eða með öðrum aðferðum þar sem rekstarleg ábyrgð er færð frá hinu opinbera til einkaaðila.
Ef marka má yfirlýsingar formanns Framsóknarflokksins og verðandi forsætisráðherra mun flokkur hans hugsanlega standa gegn áformum um skattalækkanir á vorþingi. Sú afstaða er kvíðvænleg, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Síðustu vikur hefur forval forsetakosninga Bandaríkjunum vakið mikla athygli enda líkur á því að hart verði tekist á á milli frambjóðenda demókrata, John Kerry’s og núverandi forseta George W. Bush. Aðrar kosningar í öðru risaveldi hafa vakið minni athygli heimspressunnar þó nú séu aðeins 3 dagar þangað til að Rússum býðst að ganga að kjörborðinu.
Nýlega skapaðist umræða um beint lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur í kjölfar annarrar umræðu um völd og hlutverk forseta Íslands. Skoðanir eru skiptar, sumir telja málið mestu lýðræðisbót á meðan aðrir þjást af óskiljanlegum ótta við heimsku þjóðarinnar.
Í nýjasta hefti tímaritsins Lifandi vísindi eru tækni- og vísindaframfarir síðustu tveggja áratuga raktar. Í þessu greinargóða yfirliti eru það þó ekki aðeins áfangar í tækni og vísindum sem náðst hafa sem koma á óvart. Stigvaxandi hraði framþróunar á þessum sviðum er ekki síður athyglisverður.
Gagnrýni Morgunblaðsins á hömluleysi í málflutningi í opinberri umræðu er réttmætt. Mikilvægt er að fólk kunni fótum sínum forráð þegar það tjáir skoðanir sínar þótt vitaskuld verði hver að axla þá ábyrgð sem tjáningarfrelsinu fylgir.
Kjarasamningarnir sem undirritaðir voru aðfaranótt mánudags eru mikið fagnaðarefni. Ekki aðeins vegna þess að ekki kom til verkfalla heldur einnig vegna þess að samningurinn siglir milli skers og báru hvað launahækkanir varðar.
Á Alþingi eru hafnar umræður um frumvarp þriggja sjálfstæðismanna um breytingar á rekstrarformi Ríkisútvarpsins. Í meginatriðum gengur frumvarpið út á að auka skilvirka samkeppni á fjölmiðlamarkaði með því að breyta stofnunnni í hlutafélag og að efna til opins útboðs um gerð og dreifingu dagskrárefnis.
Það er ekki fögur framtíð sem bíður okkar jarðarbúa ef spár bandaríska varnarmálaráðuneytisins ganga eftir. Í leyniskýrslu Pentagon-manna, sem komst í fréttirnar fyrir nokkru, er talið að mannkyni stafi mesta ógnin af loftlagsbreytingum og öðrum umhverfisvandamálum í nánustu framtíð.
Hvað þarf til, svo að lönd verði að lýðræðisríkjum? Og það sem meira er, hvernig verða lönd að frjálslyndum lýðræðisríkjum? Þessu verður auðvitað ekkert svarað endanlega í einum pistli – en nokkrar orð skemma hins vegar ekki fyrir.
Flestir vilja búa í miðbænum eða Vesturbænum og er það eftirsóttast meðal ungs fólks. Skref hafa verið stigin til að fjölga íbúðum á þessum svæðum og búseta ungs fólks í miðbænum er veigamikill þáttur í uppbyggingu svæðisins. Á dagskrá er einnig að kljúfa í sundur miðbæinn frá Vatnsmýrinni og Háskólasvæðinu.
Hvað eiga Kristinn H. Gunnarsson, gormæltir, fitubollur, reykingamenn, fasistar, tóbaksvarnarráð, breska stjórnin, kontrapunktur, hræsnarar og þeldökkar samkynhneigðar grænmetisætur sammerkt? Jú, þau eru öll gestir helgarnestisins.
Í fjórum pistlum hér á Deiglunni í þessari viku hefur Andri Óttarsson farið á ítarlegan og greinargóðan hátt í gegnum málflutning þeirra sem telja að það sé sérstakt vandamál í samfélaginu að fólk úr öðrum menningarheimum kjósi að setjast hér að.
Í pistli mínum á mánudag kom fram að hræðsluáróður kynþáttahatara byggist upp á þremur lykiþáttum eða klisjum. Í dag er ætlunin að fjalla um síðustu klisjuna um heimfærslu neikvæðra frétta og tölfræði um útlendinga upp á Ísland.
Á hluthafafundi í Walt Disney fyrirtækinu í gær var einum þekktasta forstjóra Bandaríkjanna velt úr stóli stjórnarformanns. Ekki veitir af að arftaki hans hefur reynslu af að leiða saman stríðandi fylkingar.
Í pistli mínum á mánudaginn kom fram að hræðsluáróður kynþáttahatara byggist á þremur lykiþáttum eða klisjum. Í dag er ætlunin að fjalla um aðra klisjuna sem gengur út á að ýkja og afskræma tölfræði um málaflokkinn.
Í þessum pistli skoðum við þrjár aðferðir til þess að raða hlutum í röð. Aðferðirnar byggja á mismunandi hugmyndum sem gott er að þekkja. Afar ósennilegt er að lestur pistilsins hjálpi til við lausn vanda heilbrigðiskerfisins en það má hugsanlega hafa eitthvað gagn af honum næst þegar spilað er á spil.
