„Sigur fyrir hryðjuverkamenn. Spánverjar létu hræða sig,“ eru ummæli sem heyra mátti oft á undanförnum dögum. Af ummælum sumra sem nú tjá sig mætti halda að á Spáni hafi boðið fram sérstakur hryðjuverkalisti, sem fellt hafi ríkisstjórn landsins og taki nú við völdum.
Category: Deiglupistlar
Það eru ekki allir á eitt sáttir við nýgerða kjarasamninga eins og kemur bersýnilega fram í stuttri en forvitnilegri grein atvinnurekandans, Þóris N. Kjartanssonar, sem birtist í Morgunblaðinu í gær.
Nú þegar hyllir undir sölu Símans er vert að huga að því hvernig skynsamlegast sé að verja þeim fjármunum sem ríkissjóður mun þá losa um.
Efling sérsveita íslensku lögreglunnar er í sjálfu sér góðra gjalda verð fyrir þá sem eiga erfitt með svefn af ótta við hryðjuverkaárásir á Íslandi. Aðgerðirnar veita þó falskt öryggi og ætti að vera mun neðar á forgangslista yfir þætti til að bjarga lífum og limum landans.
Bandaríkin hafa lengi verið nefnd land tækifæranna. Evrópskir vísindamenn eru greinilega á þeirri skoðun því þeir flykkjast vestur yfir haf sem aldrei fyrr. Hver er ástæðan og hvað geta lönd Evrópu gert í því?
Ríkisútvarpið – útvarp allra landsmanna hefur ákveðnum skyldum að gegna. Sumar þeirra uppfyllir það ágætlega, en ég hef í gegnum árin tekið eftir því að þeir eru ekki mikið að leggja land undir fót, sérstaklega ekki íþróttadeildin.
Stúdentar fjölmenntu á mótmælafund á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær til að hvetja fundarmenn háskólafundar til að taka afstöðu gegn skólagjöldum. Stúdentar sýndu frábæra samstöðu í málinu enda á ferðinni mál sem snertir alla stúdenta.
Í síðustu viku bárust þær voðalegu fregnir að menn væru á ný farnir að drepa hver annan í Kósóvó héraði á Balkanskaga. Þótt ekki sé það í raun hörmulegra að menn drepi hver annan þar eða annars staðar voru tíðindin sérlega uggvænleg sökum þess að flestir gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bera í þeim hluta Evrópu.
Um helgina stóð Skáksamband Íslands fyrir stórskemmtilegu skákmóti sem hét Reykjavík Rapid 2004. Margir af fremstu skákmönnum heims tóku þátt í mótinu sem lauk með sigri Garrí Kasparovs sterkasta skákmanns heims.
Það er auðvelt að vera vitur eftirá. Vandinn meiri er að draga lærdóm af reynslunni. Hvaða lærdóm má draga af aðdraganda Íraksstríðsins?
Margir virðast á þeirri skoðun að yfirtökur og endurskipulagning fyrirtækja sé ekkert annað en skaðlegt gróðabrask. En hættan á yfirtöku veitir fyrirtækjum aðhald sem er mikilvægur liður í því að tryggja að framleiðslutæki í landinu séu nýtt á hagkvæman hátt.
Það stefnir í að 2004 verði ár breytinga, ár umróts í íslensku samfélagi. Davíð Oddsson, Ari Teitsson og Menntaskólinn í Reykjavík eru tákngervingar þesa umróts.
Ólíkt því sem almennt gerist hjá nágrannaþjóðum okkar hefur íslenskur leigumarkaður ekki verið upp á marga fiska. Landinn hefur viljað eiga sitt húsnæði sjálfur. Stemmingin hefur verið sú að einungis þeir leigi sem ekki hafa efni á að kaupa sér íbúðir eða búa í tímabundnu húsnæði.
Þetta gæti þó verið að breytast og fólk átta sig á því að ekki er alltaf hagstæðara að kaupa og í sumum tilfellum er ekki mikill munur á því að kaupa og leigja.
Síðan lög um staðfesta samvist tóku gildi hér á landi árið 1996 hefur umræðan um hjónabönd og staðfesta samvist samkynhneigðra fyrst og fremst beinst að kirkjunni, sem hefur verið sökuð um að draga lappirnar í þessum málum. Á meðan hér er við lýði stjórnarskrárvernduð þjóðkirkja vaknar hins vegar sú spurning hvort það sé raunverulega á valdi hennar að jafna stöðu eða koma í veg fyrir jafna stöðu samkynhneigðra í þessu sambandi.
Á þessum síðustu og verstu tímum er fátt mikilvægara en að finna sjálfan sig. Sumir gera betur en aðrir í þeim efnum og finna sjálfa sig allt að því 54 sinnum í röð.
Fyrir skömmu varð hörmulegt slys við Kárahnjúka þar sem ungur maður beið bana. Þótt það geti virst kaldranalegt að velta vöngum yfir því á þessari stundu, hvarflar hugurinn til fyrri umfjöllunar um öryggismál og áætlanagerð í tengslum við virkjunina, sem voru til umræðu á síðasta ári.
Niðurstöður sem þessar ætti fólk ekki að láta fram hjá sér fara enda eru hjartasjúkdómar algengasta dánarorsökin í hinum vestræna heimi.
Skelfileg hryðjuverk í Madríd í síðustu viku virðast hafa haft úrslitaáhrif á spænsku þingkosningarnar. Búið er að senda hryðjuverkamönnum heimsins skilaboð: Hryðjuverk geta skilað „árangri“. Ef svo hræðilega má að orði komast.
Árni Magnússon virðist telja að stjórnmálamenn ráði ekki nógu miklu og þurfi hugsanlega að endurskoða það frelsi sem þeir hafa „veitt” á undanförnum árum. Miðað við þetta getum við eflaust þakkað fyrir að hann komst ekki fyrr í ríkisstjórn – ella hefði hann kannski náð að skemma þann mikla árangur sem náðst hefur á síðustu áratugum. Og hver veit? Kannski væri Sambandið þá enn á lífi.
Sigmund Freud er í dag líklega sá kennismiður í sálfræði sem almenningur kannast mest við. Þegar fólk hugsar um sálfræðinga og geðlækna sjá líklega flestir fyrir sér sófann góða sem fólk leggst á áður en það greinir frá vandamálum sínum. En hverjar voru kenningar Freuds og var eitthvað vit í þeim?
