Berrassað laumuíhald

Sagan um nýju fötin keisarans er sígild og hefur kannski verið tíðar á vörum manna síðustu vikur en oft áður. Fólk á til að blindast af eigin hégóma og framagirni. Að sjálfsögðu verður þó ekki fjallað um slíkt fólk í þessum pistli.

Pólitískur forseti?

Þegar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tilkynnti að hann hefði ákveðið að sækjast eftir endurkjöri, boðaði hann aukna þátttöku embættisins í almennri umræðu.

Kjarnorkuklúbburinn ESB

Um leið og 10 ríki til viðbótar fengu aðild að Evrópusambandinu þann 1. maí síðastliðinn, fengu ríkin glaðbeittu inngöngu í stærsta kjarnorkuklúbb veraldar.

Afdrifarík þingstörf framundan

Á morgun mun forsætisráðherra mæla fyrir hinu umdeilda fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og eftir það er það í valdi og á ábyrgð þeirra sem kjörnir hafa verið til löggjafarstarfa að taka ákvarðanir um framtíð íslenskrar fjölmiðlunar. Óhætt er að fullyrða að framundan séu afdrifaríkir dagar á Alþingi.

Ferðir fellihýsanna

Þessa dagana eru margir að fara af stað og leita sér að fellihýsi eða skuldahala eins og gárungarnir kalla þau. Húsin eru vel útbúin en kosta eftir því. Hvenær skyldi borga sig að kaupa slík hús, frekar en að leigja þau?

Velkomin heim

Í dag ganga tíu ný ríki inn í Evrópusambandið. Inngangan er seinasta skref á langri leið sem hófst við hrun kommúnismans fyrir um 15 árum. Í raun má segja að glundroðinn og óréttlætið sem hófst með heimsstyrjöldunum tveimur í Evrópu, sé loksins á enda.

Tímamót Google

Upphafið að Google var að tveir ungir tölvunarfræðingar sem lögðu stund á nám við Sanford. Þeir ræddu hvernig væri hægt var að bæta leit á netinu og varð það upphafið að verkefni sem varð síðar að leitarvélinni Google. Í dag eru fyrirspurnir á leitarvélina líklega hátt í 300 milljónum á dag.

Þjóðarblómið gleym-mér-ei

sdfdÍ helgarnestinu er leitað svara við þeirri spurningu hvort að þjóðarblómið sé tekið að visna.

Við vissum ekki betur, Pétur!

Á þessum síðustu og verstu (eða bestu) tímum þegar fyrir liggur að sett verði lög um eignarhald á fjölmiðlum er rétt að fara yfir nokkur vel valin stjórnarskrárákvæði með lesendum. Rétt er að rifja þessi ákvæði upp og hugleiða þau í samhengi við það frumvarp sem nú liggur fyrir.

Hriktir í stoðunum

Furðuleg eru þau orð sem stjórn Heimdallar telur nauðsynlegt að falli í framhaldi af fundi um jafnréttismál sem haldinn var á dögunum en ályktun Heimdallar má finna á vef félagsins. Það er líklega einsdæmi í sögu Heimdallar að stjórnin sjái ástæðu til að senda frá sér athugasemd um að tilteknir félagsmenn hafi ekki verið nógu duglegir að mæta á fundi.

Kaldbakur og SPRON

Stutt greining á tveimur fjármálafyrirtækjum

Í viðskiptapistli dagins verður kastljósinu beint að tveimur fyrirtækjum á fjármálamarkaði, SPRON og Kaldbaki.

Ógöngur

Fyrir nokkrum dögum var í ónefndum útvarpsþætti viðtal við einn af forvígismönnum félagsskapar sem kallast Ægisdyr. Ægisdyr eru áhugafélag um langlengstu bifreiðagöng neðarsjávar í víðri veröld, það er að segja, göng milli lands og Eyja.

Ekki fleiri þjóðarátök takk

Á ári hverju er umtalsverðum fjármunum varið af hálfu ríkisins til forvarna. Engin heildarstefna liggur hins vegar fyrir af hálfu ríkisins í þessum málaflokki og markmið eru því ekki skýr.

Lög um stjórnmálamenn?

Ef hið umdeilda fjölmiðlafrumvarp verður að lögum nú á næstunni hefur það gerst tvisvar sinnum á þessu þingi að stjórnmálamenn hafa sett lög sem er sérstaklega beint gegn ákveðnum aðilum eða gjörningi. Fyrra dæmið er að sjálfsögðu hið meingallaða sparisjóðafrumvarp sem varð að lögum í febrúar.

Innganga í skugga neitunar

Kýpur-Grikkir eru ein tíu nýrra aðildarþjóða Evrópusambandsins. Tyrkneski hluti eyjarinnar fylgir ekki með inn í sambandið þar sem sameiningu þjóðarbrotanna var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu um síðustu helgi.

Þá var öldin önnur

Flestir kannast væntanlega við að hafa heyrt einhvern af eldri kynslóðinni rifja upp hvernig hlutirnir voru í gamla daga. „Ekki gátum við nú sofið út um helgar“, „Það þótti nú fullgott að eiga eitt par af spariskóm“ og svo framvegis. Það er sennilega ellimerki þegar maður er farinn að standa sig að því að því að nota svona orðalag sjálfur …

Stílbrot og afturför

Yfirvofandi lagasetning um eignarhald á fjölmiðlum er í hróplegu ósamræmi við þá þróun í átt til aukins frjálsræðis sem einkennt hefur íslenskt samfélag síðasta áratug og í raun afturhvarf til þess tíma er stjórnmálamenn höfðu bein afskipti af atvinnulífinu.

Hönnunarmynstur

Hönnunarmynstur hjálpa hönnuðum að endurnýta aðferðir sem áður hafa reynst vel við lausn samskonar verkefna og endurnýta þannig þekkingu sem áður hefur myndast. En hvað eru hönnunarmynstur og til hvers eru þau höfð?

Heilagar kýr

Samkvæmt yfirlýsingum landbúnaðarráðuneytisins stefnir í að verðlagnin á heildsölu mjólkurafurða verði áfram í höndum opinberrar verðlagsnefndar þrátt fyrir tilmæli samkeppnisstofnunar um að gefa verð frjálst eins fljótt og auðið er.

Hressu, léttu lestirnar

Að undanförnu hefur sitthvað verið rætt um léttlestakerfi í Reykjavík. Tökum eftir hvernig áherslu menn leggja á orðið „létt“ í þessu samhengi. Kannski litist engum á að fá þunglamanlega hægfara lestir til Reykjavíkur og sporvagnar eru og skítugir að innan og það skröltir í þeim. En svona „léttar og hressar“ lestir. Já, það er annað mál!