Margir hafa sagt málskotsrétt forseta vera mikilvægan öryggisventil. Ekki skal neita því að þörf er á tækjum til sem vernda eiga þjóðir gegn ofríki þingmeirihluta. Núverandi fyrirkomulag er því miður ófrágengið og því ólíklegt að það mundi vernda okkur gegn ógnarstjórn, ef til þess kæmi.
Category: Deiglupistlar
Nú hefur hið umdeilda fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar verið samþykkt. Þjóðin bíður í ofvæni eftir ákvörðun forsetans, mun hann samþykkja frumvarpið eða mun hann synja því?

Kannski væri nærri lagi að Kauphöllin setti reglur um framsetningu ársreikninga þar sem farið væri fram á nánari sundurliðun kostnaðar og tekna til að endurspegla sem best mismunandi starfsemi bankanna?
Stefna framsóknarflokksins í menntamálum var nokkuð skýr fyrir síðustu kosningar og létu ungir frambjóðendur flokksins sitt ekki eftir liggja í að lofa hinu og þessu. Í ljós nýrra úthlutunarregla Lánasjóðs íslenskra námsmanna er vert að staldra við og skoða þessi loforð.
Þegar Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1991 töldu margir tíma lýðræðis, mannréttinda og alþjóðasamvinnu runninn upp í Rússlandi. En sú varð ekki raunin. En hvers vegna ekki?
Þegar kemur að bakteríusýkingum erum við næsta varnarlaus. Þær eru alls staðar, alltaf. Það er engu að síður heldur ógeðfelld tilhugsun að vita til þess að í 50% tilvika má finna gróðrastíu sjúkdómsvaldandi baktería í hálsbindum lækna.
Nú líður að lokum þinghalds og Alþingi kemur ekki saman á ný fyrr en í október. Oft gýs upp umræðan um að stytta eigi frítíma þingsins – en slík umræða byggist á þeim misskilningi að þingmenn framleiði verðmæti í vinnunni sinni. Oftast nær er hið gagnstæða staðreynd.
Síðastliðinn laugardag birti Fréttablaðið athyglisverða könnun sem sýndi að einungis þriðjungur þjóðarinnar styddu ríkisstjórnina en 69,1 prósent væru andvíg. Ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt könnuninni, fengi Sjálfstæðisflokkurinn einungis um 25 prósent fylgi sem myndi teljast til tíðinda í ljósi fyrri úrslita.
Allsherjarnefnd vill að starfsreynsluskilyrði til að öðlast réttindi til að verða héraðsdómslögmaður verði fellt út úr frumvarpi til breytinga á lögum um lögmenn nr. 77/1998. Nefndin taldi að umrætt skilyrði hefði verið til þess fallið að takmarka aðgang að lögmannastéttinni. Ekki stæðu rök til þess að festa slíkt skilyrði í lög.
Oft er sagt að menn vilji vera fluga á vegg, en ólíklegt er að margir vilji vera sú fluga sem fjallað verður um í þessum pistli, en hann fjallar um það afar vandasama verk sem almennileg hönnun salernisskála er.
Saga sú af dauðadæmdri þrá og deilum manna um auð og völd, sem á dánarbeði valda endi fá, er ein af þeim sem sögð er hér í kvöld.
Pistlahöfundur lýsir sig hér með algjörlega vanhæfan til umræðu um efni þessa pistils.
Það vakti mikla athygli þegar hópur friðarsinna víðsvegar að úr heiminum ákvað að gerast „mannlegir skildir” í Írak í aðdraganda innrásar bandamanna í fyrra. Meðal þessara friðarsinna var Ruth Russell, áströlsk tveggja barna móðir, sem vakti heimsathygli þegar opið bréf hennar til forsætisráðherra Ástralíu birtist í dagblöðum víða um heim. Í viðtali við Baldur Arnarson og Zoë Robert segir Ruth m.a. frá stríðsglæpum bandarískra hermanna fyrstu daganna eftir fall Baghdad, og framlagi Dags Ingvarsonar og Íslands til friðarmála í borginni skömmu fyrir innrás bandamanna. Deiglan birtir nú þetta viðtal fyrst íslenskra fjölmiðla.
Á seinustu dögum hafa tveir menntaskólar tilkynnt að þeir ætli að bjóða upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs. Þetta aukna framboð er mjög jákvætt og gefur góðan undirbúning undir almenna styttingu námsins.
<%image(frettir/baghdad_2.jpg|203|152|Írak)%>– Sagði George W. Bush, þegar hann var spurður um lestrarvenjur sínar. Þær eru þó ekki til umfjöllunar í þessum pistli, heldur forsetatíð George Bush. Senior og junior. Like father, like son.
Algeng ranghugmynd um fjármál er að verðbréf séu áhættuminni til lengri tíma þar sem flökt í verði verðbréfa núllist út yfir tíma. Því miður virðist þessi misskilningur svo útbreiddur að jafnvel mikilvægar fjármálastofnanir falla í þessu gryfju þegar þær ráðleggja viðskiptavinum sínum.
Hvað eiga gríska meyjarhofið Parþeon, fimm arma stjarna, Mona Lisa, hús Sameinuðu þjóðanna í New York og fibonacci tölur sameiginlegt? Svarið er að ein tala tengir þær allar saman, nefnilega 1,618. En hvernig má það vera?
Í forsetatíð Bush hefur utanríkisstefnunni verið stjórnað af litlum hópi svokallaðra ný-íhaldsmanna, sem hafa umbylt stærsta og jafnframt eina risaveldi heimsins, yfir í hálfgert skrímsli sem fer sínu fram á alþjóðavettvangi líkt og fíll í postulínsbúð. – Er eitthvað til í þessu? Og er stefna þeirra orðin gjaldþrota eftir hrakfarirnar í Írak?
Á miðvikudaginn í næstu viku verða úrslitin í bandarísku Idolkeppninni sýnd beint í Bandaríkjunum. Margar hafa bent á undarlegar niðustöður í keppninni hingað til. Hafa nú komið upp fjölmargar raddir frá almenningi um að það fái litlu um það ráðið hver fari með sigur af hólmi. Hins vegar séu það aðilar með tölvur og netið að vopni sem ráði meira um það sigri.
Tjáskipti fólks hafa á undanförnum árum verið að færast í síauknum mæli úr samskiptum augnliti til augnlitis eða um síma, yfir á ritað mál. Það er því ekki úr vegi að staldra aðeins við og huga að einhverjum velsæmisreglum eða góðum siðum í netpósts- og textasendingum manna á milli.
