Af hverju er sumu fólki sama þótt ég reyki, og leyfi öðrum að reykja heima hjá mér, en vill alfarið banna mér að reykja, og leyfa öðrum að reykja, í öðru húsnæði í minni eigu, einfaldlega vegna þess að þar rek ég kaffihús?
Category: Deiglupistlar
Eftir örfáar vikur verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, hin fyrsta í sögu lýðveldisins. Mikilvæg álitamál eru uppi varðandi atkvæðagreiðsluna og málskotsréttinn sem forsendu hennar.
Undanfarið hefur töluvert verið rætt um undirskriftalista á netinu og virkni þeirra. Yfirleitt hefur þetta verið undir merkjum þess að listarnir séu töluvert óöruggari en það sem gengur og gerist almennt með slíka lista.
Þær hugmyndir sem fram eru komnar um lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslum eru afar vitlausar. Í þessu tilfelli er auðvelt fyrir alla kjósendur að átta sig á hversu vitlausir þessir ólíku þröskuldar eru: Jafnvitlausir og prósentutalan sem til þeirra svarar.
Frá því að forsetinn beitti neitunarvaldi sínu á fjölmiðlalögin í síðustu viku eru nokkur atriði sem hafa verið að bögglast fyrir þjóðinni. Í fyrsta lagi hefur undanfarin ár og áratugi ævinlega verið talað um neitunarvald forsetans til dæmis skrifaði Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði bók fyrir tíu árum síðan um þróun íslensku stjórnarskrárinnar þar sem talað er um þennan rétt sem neitunarvald eða synjunarvald, en í sjálfu sér skiptir það ekki máli þar sem að neita og synja er í sjálfu sér sami hluturinn.
Ronald Reagan, ein elskaðasta en jafnframt umdeildasta persóna síðustu áratuga, lést í gær eftir áralanga baráttu við Alzheimer’s sjúkdóm. Hann var 93 ára að aldri. Hans verður minnst fyrir mikla mælsku, húmor og sem öflugs baráttumanns fyrir frjálshyggju og gegn kommúnisma.
Síðastliðinn miðvikudag varð grundvallarbreyting á íslenskri stjórnskipan. Ekki var það stjórnarskrárgjafinn sem stóð að þeirri breytingu heldur tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson um breytinguna á blaðamannafundi á Bessastöðum.
Rúmlega milljón manns hefur verið hrakin frá heimilum sínum og eru á flótta og allt að þrjátíu þúsund hafa drepist í Darfur-héraði í vesturhluta Súdan.
Helgarnestið er að þessu sinni tileinkað blíðunni, ís á Austurvelli og ómálefnalegri umfjöllun um æðstu ráðamenn landsins.
Daglega notum við lykilorð, t.d. til að komast inn á tölvurnar okkar, lesa tölvupóstinn okkar, fara inn á bankann og vefsíður sem við höfum áhuga á, og til að fá aðgengi að ýmissri þjónustu sem er að finna á netinu.
Forseti Íslands neitaði nú á miðvikudag að undirrita lög í fyrsta skipti í sögu lýðveldissins. Miklar deilur eru óhjákvæmilegar í kjölfar slíkrar synjunar enda hafa fjölmiðlar nú sett í fluggírinn. En er allt að verða vitlaust?
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því yfir að hann hyggðist leggja nýsamþykkt lög um fjölmiðla í dóm þjóðarinnar, skv. 26. gr. stjórnarskrá, var ljóst að í hönd fer eitt mesta umrótarsumar frá stofnun lýðveldisins. Áður bragðdauf kosningabarátta til forseta mun efalaust snúast um þessa embættisgjörð og mikill hamagangur er fyrirsjáanlegur í kringum væntanlega þjóðaatkvæðagreiðslu.
Gagnrýni á félagsmálaráðherra vegna breytinga á húsnæðislánakerfinu hefur beinst að þeirri staðreynd að ríkið veitir fjármálafyrirtækjum aukina samkeppni á lánamarkaði með ríkistryggðum lánum. En hvaða áhrif hafa þessar breytingar, úr húsnæðislánum í peningalán, á húsnæðismarkaðinn sjálfan?
Það styttist óðum í kosningar til Evrópuþingsins, en 10. júní næstkomandi ganga íbúar Evrópusambandsins að kjörborðinu og velja fulltrúa sína á þingið. Áhugi almennings á kosningunum virðist hins vegar vera takmarkaður.
Þverganga Venusar mun eiga sér stað 8. júní næstkomandi. Það sem menn kalla þvergöngu Venusar er þegar Venus gengur fyrir sólu, en þá sést plánetan sem lítill depill á sólinni. Þetta á sér stað á 122 ára fresti, og svo aftur 8 árum síðar.
Síðastliðin ár hafa ríki OECD, þ.á.m. Ísland, unnið að umbótum á opinberum rekstri, en verkefnið hefur verið kallað nýskipan í ríkisrekstri. Mikilar breytingar hafa orðið á stjórnsýslu íslenska ríkisins frá því verkefnið fór af stað undir styrkri stjórn ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar.
Ríkisstjórn Bush hætti við að afnema skatta á arðgreiðslur milli fyrirtækja þegar henni var bent á mikilvægi þeirra í því að koma í veg fyrir hringamyndun. Bush lækkaði þess í stað eingöngu skatta á arðgreiðslur til einstaklinga.
Nýlega hefur borið á umræðu um hvort heppilegt sé fyrir Íslendinga að halda áfram vísindaveiðum á hrefnu. Þar takast á tvenn andstæð sjónarmið. Annars vegar eru það aðilar í ferðamannaiðnaðinum sem telja að veiðarnar geti haft vond á áhrif á greinina og hins stuðningsmenn veiðanna sem vilja meina að með réttu átaki væri hægt að koma í veg fyrir skaðann og jafnframt að kynna hvalkjöt sem matvöru.
Í hugvekju á hvítasunnudegi fjallar sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson um kirkjuna, réttlætið og friðinn. „Allir þeir sem leggja lífinu lið og verja hið smáa gegn vargi og vá, þeir hafa hlotið gjöf andans og leggja mennskunni lið,” segir hann meðal annars.
Skipan Öryggisráðsins endurspeglar valdahlutföll eins og þau voru í heiminum í lok seinni heimstyrjaldar. Heimurinn hefur hins vegar breyst mikið og sífellt fleiri ríki gera kröfur um breytta skipan ráðsins.
