Sumarið er tíminn

Daginn tekið að stytta. Í gær voru sumarsólstöður, eða sumarsólhvörf, þegar dagurinn er lengstur. Íslendingar ættu nú að vera orðnir vanir því að á sumrin séu næturnar bjartar og dagarnir langir en það gildir nú ekki um alla.

Íran og kjarnorkuvopn

Í október á síðasta ári töldu Bretar, Frakkar og Þjóðverjar sig hafa náð samkomulagi við Írani, sem mundi fá þá til hverfa frá öllum hugmyndum um þróun kjarnorkuvopna. Núna, átta mánuðum seinna, hefur hins vegar orðið minna úr efndum Írana, en til stóð – þeir hafi aðeins verið að kaupa sér lengri frest.

Getur forseti Íslands skuldbundið íslenska ríkið að þjóðarétti?

Mikið hefur verið rætt um hver völd forsetans séu að undanförnu. Hefur sú umræða aðallega snúist um heimild hans til að synja lögum frá Alþingi staðfestingu. Í næstu setningum verður kastljósinu beint frá áhrifum forsetans á innanríkismálum að mögulegum áhrifum forsetans á alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins.

Lokað á sunnudögum

Atvinnuþjófnaður útlendinga er einhver mesta og langlífasta sem þvæla fundin hefur verið upp. Sú ranghugmynd að atvinna sé takmörkuð auðlind sem flytjist á milli manna, kynþátta og landsvæða hefur oft verið rædd á þessu vefriti og jörðuð í hvert skipti, enda ekki erfitt verk. En þrátt fyrir að vera álíka fölsk og tilgátan um flatneskju jarðar virðist atvinnuþjófnaðarkenningin njóta sívaxandi vinsælda hjá ráðamönnum ýmissa þjóða.

Auga fyrir auga

Á Íslandi virðist sú skoðun útbreidd að lagareglan “auga fyrir auga og tönn fyrir tönn” varpi mikilvægu ljósi á aðgerðir Ísraelsríkis. Áróður á þessum nótum er ótrúlega ósanngjarn.

Orkuveituhagfræði

Titill pistilsins gæti gefið von um að fjallað yrði um einhverskonar hagfræði orkunotkunar. Ekki var þó hugmyndin að gerast svo háfleygur heldur frekar að fjalla um afar sérstaka siði sem virðast ráða ríkjum í okkar ágæta opinbera fyrirtæki Orkuveitu Reykjvíkur og virðist lítið tengjast hagfræði.

Þingræði og þjóðaratkvæðagreiðslur

Sú ákvörðun forsetans að synja lögum undirskriftar hlýtur að vera fordæmisgefnandi og því mun þjóðaratkvæðagreiðslum fjölga mikið, a.m.k. miðað við þær röksemdir sem forsetinn gaf. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru ekki slæmar, en eru tíðar þjóðaratkvæðagreiðslur slæmar?

Sömu lög fyrir alla?

Kanadamenn standa frammi fyrir um margt merkilegu álitaefni þessa dagana, sem vakið hefur heitar umræður og ekki síður spurningar um fordóma í þjóðfélaginu. Hópur múslima vill fá að styðjast við löggjöf múslima sín á milli.

Látum þær endast

Nýjustu tölvurnar eru flottar en til hvers að kaupa sér nýja tölvu annað hvert ár. Virkuðu ekki stýrikerfin eða ritvinnsluforritin fyrir tveimur árum?

Köld vatnsgusa

Almenningur í aðildarríkjum ESB sýndi algjört áhugaleysi á sameiginlegum stjórnmálum sambandsins í nýafstöðnum kosningum til Evrópuþingsins. Hver eru skilaboðin til evrópskra stjórnmálamanna?

Það er að hefjast hátíð!

Þetta ár, eins og öll önnur ár, kemur 17. júní, og hann nálgast óðfluga. Dagskráin í höfuðborginni er vegleg í ár enda ekki við öðru að búast á ári 100 ára afmælis heimastjórnar. Pistlahöfundur hefur nú sjaldnast eytt þessum merka degi í Reykjavík, enda mikil flökkukind og flestum sumrum ævinnar verið eytt annars staðar en í borginni. Það er þó eitt sem víst er og það er að 17. júní fer aldrei fram hjá manni sé maður á annað borð staddur á landinu. Íslendingar sjá um það!

Gleymdur merkisdagur

Ritstjórn Morgunblaðsins skammaði stúdenta heldur harkalega í leiðara þann 6. júní sl. Þar sagði m.a. að stúdentum hefði verið treyst fyrir því að halda fullveldisdaginn, 1. desember, í heiðri en aldrei náð deginum á flug. Tilefnið var sjómannadagurinn og hátíðarhöld í kringum hann.

einkamal.is

Það er langur vegur frá þeim dögum þegar piltar báðu feður um hönd stúlkna til dagsins í dag þar sem umtalsverður hluti þeirra sem þreifa sig áfram í tilhugalífinu leita á náðir stefnumótamiðlunar á netinu. Frat eða frábært mál?

Skammhlaup í rafmagnslýðræði

Georgíumaður nokkur, J. V. Djugashvili að nafni, lagði stund á tilraunastjórnskipun á fyrri helmingi tuttugustu aldar. Eftir honum eru höfð fleyg orð: „Það er ekki fjöldi atkvæða sem telur, heldur hver telur atkvæðin.“

List eða tímaeyðsla?

Er knattspyrna list eða sóun á tíma og peningum? Pistlahöfundi er Evrópumótið í knattspyrnu hugleikið að þessu sinni.

VLFÁF

Það hefur sjaldan gefið neitt góða raun að ætla sér að koma einhverju í verk á föstudögum. Þeir sem standa í fyrirtækjarekstri eða hvers konar bissness vita hve ómögulegt það er að fá starfsfólk til hrista úr sér uppsafnaða áfengisspennu vikunnar og koma einhverju, bara einhverju í verk.

Fyrir fimmtán árum

4. júní síðastliðinn var atburðanna á Torgi hins himneska friðar minnst um allan heim. Á þessum degi fyrir 15 árum hafði fjöldi fólks komið saman á torginu af frumkvæði stúdenta, til að krefjast umbóta í átt til lýðræðis og til að gagnrýna stjórn kommúnista í Kína.

Genalækningar…framtíðin eða fjarlægur draumur?

Genalækningar eru sú lækningameðferð sem hvað mestar vonir hafa verið bundnar við í framþróun læknavísinda á liðnum árum. En eru þær framtíðin, eða bara fjarlægur draumur?

Viðvarandi ábyrgðarleysi kennaraforystunnar

Að óbreyttu hefst enn eitt kennaraverkfallið 20. september næstkomandi. Hugarfar forystumanna kennara í baráttu fyrir bættum kjörum skjólstæðinga sinna er í senn úrelt og skaðlegt.

Útflutningur hugbúnaðar

Á þriðjudaginn birti Seðlabanki Íslands árlega skýrslu sína um útflutning hugbúnaðarfyrirtækja árið 2003. Miðað við þessar tölur frá Seðlabankanum má segja að íslenskum hugbúnaðarfyrirtækjum hafi ekki gengið of vel að selja sínar vörur á erlendri grundu. Sé þetta skoðað í alþjóðlegu samhengi kemur Ísland betur út.