Höfum það stafrænt

Undanfarið hefur orðið gríðarleg aukning á stafrænum myndavélum. Leitin að réttu vélinni er algjör frumskógur, en í þessum pistli verður farið í nokkrum orðum um helstu þætti sem gott er að hafa í huga við val á réttu vélinni.

Leyndarmál

Árið 1971 lak Daniel Ellsberg The Pentagon Papers í fjölmiðla í Bandaríkjunum. Í ljós koma að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafði með kerfisbundnum hætti logið að almenningi varðandi Vietnam stríðið. Ellsberg hefur nú skrifað frábæra bók þar sem hann lýsir reynslu sinni af Vietnam og því að vinna í Pentagon á þessum árum.

Brotthvarf friðarhöfðingja

Stuttu eftir kosningarnar lýsti Ólafur Ragnar Grímsson yfir mikilli ánægju með 85% gildra atkvæða og tók fram að þetta væri meiri stuðningur en nokkur forseti í lýðræðisríki gæti gert sér vonir um. En var þetta svo mikill stuðningur og er rétt af forsetanum að gefa það í skyn að mikill meirihluti þjóðarinnar styðji hann?

Grikkir redda rokkurum

Metallica aðdáendur geta andað léttar. Nú þarf enginn að hafa áhyggjur af því að missa af skemmtilegum úrslitaleik EM á sunnudaginn.

Skapar fegurðin hamingjuna?

„Skapar fegurðin hamingjuna?“ spurði Bubbi í samnefndu lagi. Hefðbundin þjóðhagfræði byggir á þeirri forsendu að svarið við annarri spurningu, nefnilega þeirri um hvort peningar skapi hamingjuna, sé jákvætt. En ýmislegt bendir til að svo sé ekki, sem setur hagfræðinga í ákveðinn bobba.

Hálfs árs uppgjör hlutabréfamarkaðarins

Nú þegar fyrsti dagur júlímánaðar er genginn í garð er ekki úr vegi að kíkja stuttlega yfir gengi nokurra félaga á hlutabréfamarkaðinum á fyrri helmingi ársins. Í hvaða félögum hefði borgað sig að fjárfesta um síðustu áramót og í hverjum ekki? Eða hefði kannski verið skynsamlegast að ávaxta pund sitt með öðrum hætti?

Brotlending

sdfdMatti Nykänen, Finninn fljúgandi sem öðlaðist heimsfrægð á níunda áratugnum fyrir glæsiskíðastökk sín, kallar svo sannarlega ekki allt ömmu sína.

Sýklar svara fyrir sig

Í viðtali við The New York Times árið 1945 varaði vísindamaðurinn Alexander Fleming við því að misnotkun á pensilíni gæti valdið viðnámi sýkla við lyfinu. Aðeins fjórum árum eftir að hafist var handa við að fjöldaframleiða pensilín tóku menn eftir því að sýklar spruttu upp á sjónarsviðið sem höfðu myndað mótstöðu.

Rafrænar kosningar

Undanfarið hefur töluvert verið rætt um kostnað við kosningar í kjölfarið á neitun forseta að skrifa undir fjölmiðlalögin. Spurning er hvort ekki væri hægt að notast við rafrænar kosningar og hvort slíkt myndi ekki spara fé og fyrirhöfn.

Tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu

Tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslunnar um gildi laga um eignarhald á fjölmiðlum hefur ekkert með innihald laganna að gera. Málið snýst um hvernig fyrirkomulagi lagasetningarvalds á Íslandi verði háttað í kjölfar þeirrar misgjörðar Ólafs Ragnar Grímssonar að beita málskotsréttinum.

Engin gúrkutíð í vændum

Sumrin eru iðulega sá tími í íslenskum fjölmiðlum þar sem hvað minnst er að frétta. Að minnsta kosti þurfa frétta- og blaðamenn á þeim tíma að hafa meira fyrir því að afla frétta en endranær. Sumrin eru stundum nefnd gúrkutíð á fjölmiðlunum. Sumarið 2004 virðist ætla að verða frávik frá þessu. Tæplega er hægt að segja að þetta sumar muni gúrkan verða allsráðandi.

Málsvörn Ólafsnauts

Það eru ýmsar hvatir sem ráða því hvernig menn ráðstafa atkvæði sínu. Sumir kjósa bara þann sem er þeim skyldastur meðan aðrir kjósa eitthvað flippað, bara til að vera öðruvísi en allir hinir. En vissulega var það ekki auðvelt val sem margir stóðu fyrir seinasta laugardag. Á að láta sig hafa að kjósa skásta kostinn bara því að hinir eru enn þá síðri eða á sitja hjá og láta heilshugar vinstrilúða kjósa Ólaf og afstýra slysi? Sá sem þetta skrifar valdi fyrri kostinn en álasar ekki þeim sem völdu þann síðari.

Góð og gild rök Björns Inga varðandi Íraksstríðið

Í marsmánuði fór fram málstofa í lagadeild Íslands þar sem umræðuefnið var framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Framsögumenn voru Björn Ingi Hrafnsson aðstoðarmaður utanríkisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna.

Jacek Kuron (1934-2004)

Í dag kvöddu Pólverjar Jacek Kuron, einn mesta og heiðarlegasta mann sem Evrópa hefur af sér alið. Jacek Kuron hafði barist gegn alræðisstjórn kommúnista af mikillri hörku en jafnframt skynsemi. Þúsundir manna, fulltrúar allra flokka og helstu trúarbragða fylgdu honum seinasta spölinn.

Frískur og fjörugur með Hemma Gunn

Hermann Gunnarson eða Hemmi Gunn er líklega þekktari fyrir kúnstir með bolta og þáttastjórnun heldur en listsköpun. Hemmi Gunn hefur hins vegar gefið út hljómplötur. Önnur þeirra er í miklu uppáhaldi hjá undirrituðum. Ber hún nafnið Frískur og fjörugur og er til marks um dúndrandi snilli mannsins á listasviðinu.

Rakhnífur Vipuls

Tölvupóstur og veraldarvefurinn eru þær uppfinningar sem áttu stærstan þátt í að gera Internetið, net allra neta, að veruleika. Nú er svo komið að meirihluti tölvupóst er ruslpóstur af ýmsu tagi og margir eru þeirrar skoðunar að kerfinu sé ekki viðbjargandi.

Enn alast víkingar á Íslandi

VíkingarVið erum víkingaþjóð með merka sögu og arfleið sem einkennist af hetjuskap, hugrekki og sjálfstæðisþörf. Djarfhuga forfeður okkar undu sér eigi við ok erlendra konunga og voru óhræddir við að halda í hættulega útrás og kanna ókunn lönd. Saga þeirra er ef til vill blóði drifin en við erum stolt af arfleið okkar og varðveitum ímynd þeirra.

Framhaldsskólum bjargað…

Menntamálaráðherra hefur nú í einni svipan leyst fjárhagsvanda framhaldsskólanna. Hvers vegna er ekki það sama uppi á teningnum þegar kemur að efsta skólastigi landsins?

SpaceShipOne

Eins og greint var frá á forsíðu Fréttablaðsins á sunnudaginn að þá hefur fyrsta einkageimferjan verið smíðuð. SpaceShipOne eins og hún er kölluð er smíðuð af Bandaríkjamanninum Burt Rutan og mun ná um 100km hæð yfir jörðu.

Þegar minnihlutinn ræður

Um helgina verður gengið til atkvæða í forsetakosningum. Fátt virðist geta komið í veg fyrir endurkjör Ólafs Ragnars Grímssonar þótt skoðanir séu skiptar um hann. En þótt nánast sé öruggt að enginn frambjóðandi fái fleiri atkvæði, gæti nú gerst að þegar tillit er tekið til atkvæða til mótframbjóðenda, auðra seðla, og þeirra sem sitja heima, fái Ólafur ekki atkvæði meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá. Hvað þá?