Hver er rétta niðurstaðan?

Lögfræði og lagaleg álit hafa mikið verið til umræðu að undanförnu í tengslum við nýju útgáfu fjölmiðlafrumvarpsins svonefnda. Hafa margir lögfræðingar verið kallaðir fram á sjónarsviðið, eða komið þangað sjálfir ótilkvaddir, og greint frá niðurstöðum sínum um það hvort Alþingi sé heimilt að stjórnlögum að samþykkja fjölmiðlafrumvarpið í núverandi útgáfu. Lögfræðilegar niðurstöður þessa fólks eru ærið mismunandi.

Blátt áfram átakið

Mörgum til ánægju var hið nýja fjölmiðlafrumvarp ekki á dagskrá Kastljóssins á þriðjudagskvöld. Annað umræðuefnið þáttarins var þó síður en svo skemmtiefni en það var kynferðisleg misnotkun barna

Evrópusambandið og fjárlagahallinn

Á þriðjudaginn skilaði Evrópudómstóllinn niðurstöðu sinni í deilu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við ráðherraráðið.

Vafravandræði

Í síðasta pistli fjallaði ég um leiðir til þess að framlengja líf tölvupósts sem samskiptaforms. Nú verður fjallað um hvernig hægt er að gera notkun á veraldarvefnum bærilega.

Konurnar frá Juárez

Konurnar frá JuárezÞar sem ég beið á rútustöð í Sevilla síðastliðna páska greip ég kæruleysislega eitt spænskt glanstímarit hjá blaðasalanum og hugsaði mér gott til glóðarinnar.

Fresta kosningum?

Samkvæmt Newsweek hafa hugmyndir um hugsanlega frestun forsetakosninga í Bandaríkjunum í tilfelli hryðjuverkaárása fengið alvarlega skoðun. Þótt engar líkur geti talist á að slíkt verði að veruleika vekur það mann til umhugsunar hversu langt slík hugmynd hefur náð.

Vafasamur glæpabani

Í síðustu viku var ársskýrsla lögreglunnar fyrir árið 2003 kynnt. Við það tilefni sá lögreglustjórinn í Reykjavík, Böðvar Bragason, ástæðu til að ganga fram fyrir skjöldu með tillögu um að settur yrði tölvukubbur í alla bíla landsins til þess að skrá upplýsingar um akstur og ökulag.

Þessi maður er ekki hægt!

Auðvelt er að færa rök fyrir því að þýska stálkempan, Michael Schumacher, sé einn fremsti íþróttamaður sögunnar. Hann er alla vega sá íþróttamaður sem er fremstur í sinni íþróttagrein þessa stundina og þarf að fara aftur til daga Michael Jordans til að finna raunhæfan samanburð. Vinsælustu greinar íþróttanna, fótbolti, körfubolti, tennis og golf eiga ekki sambærilega stjörnu.

Útfærsla þýska kerfisins fyrir Ísland

Þýska kerfið svokallaða er blandað kosningakerfi þar sem þingmenn eru kosnir í einmenningskjördæmum en landslistum er beitt til að ná fram jöfnuði milli framboða á landsvísu. Vinsældir þess hafa verið að aukast á undanförnum árum og það m.a. tekið upp í Ástralíu og Skotlandi. Undanfarnar vikur hefur höfundur dundað sér við útfæra þessa hugmynd fyrir íslenskar aðstæður. Afraksturinn má lesa í grein dagsins.

Skattar á arðgreiðslur milli fyrirtækja: Svör við nokkrum mótrökum

Hugmyndin um að nota skatta á arðgreiðslur milli fyrirtækja til þess að draga úr hringamyndun í viðskiptalífinu hefur verið gagnrýnd á ýmsan hátt síðan ég setti hana fram fyrr á þessu ári. Hér svara ég helstu mótrökunum sem notuð hafa verið í þeirri gagnrýni.

Groddaskapur

AlþingiSkelfilegt er að fylgjast með groddaskapnum sem einkennir málsmeðferð ríkisstjórnarinnar á fjölmiðlalögunum. Málið er allt hið vitlausasta og öfugsnúið því meirihluti þjóðarinnar virðist í grunninn fylgjandi lagasetningu á fjölmiðla.

Í minningu Guðna rektors

Þær fréttist bárust í gær að Guðni Guðmundsson, fyrrum rektor Menntaskólans í Reykjavík, væri látinn 79 ára að aldri. Svipmikill maður hefur kvatt.

Fangavörður – Fangi

Fréttaflutningur af misþyrmingum bandarískra hermanna á föngum í Írak hefur vakið viðbjóð og reiði fólks, hvort sem er í Bandaríkjunum eða annars staðar. Fyrst bárust fréttir frá Abu Ghraib fangelsinu, síðan frá fleiri stöðum í Írak og nú nýlega hafa borist fregnir af svipuðum misþyrmingum frá fangelsinu á Bagram flugvelli nálægt Kabúl ásamt fleiri fangelsum í Afganistan.

Íslenski hlutabréfamarkaður í sókn

Fyrir rétt um ári síðan var íslenskur hlutabréfamarkaður að rétta úr kútnum eftir nokkrar uppákomur. Skráðum fyrirtækjum hefur fækkað en Úrvalsvísitalan hækkar stöðugt. Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur slitið barnskónum og unglingsárinn eru tekin við. Nú þarf bara að gera unglinginn að manni.

Öryggi og reynsla Bandaríkjanna

Um þessar mundir vantar ekki framboðið af bókum um Bandaríkin og utanríkisstefnu þess. Eins og gefur að skilja, eru gæðin æði misjöfn og flestar þeirra skilja lítið eftir sig. Það ætti þó að vera lítið deilt um gæði nýjustu bókar hins virta bandaríska sagnfræðings, John Lewis Gaddis, sem kom út fyrir skemmstu; Surprise, Security and the American Experience.

Alnæmi um allan heim

Í nýútgefinni skýrslu UNAids kemur fram að á síðasta ári hafi um fimm milljónir manna greinst með HIV veiruna. Í dag er talið að 38 milljónir manna séu smitaðar af þessari ólæknandi vá. En hvert er upphaf þessa mannskæðasta veirufaraldurs sögunnar?

Evrópumeistarar?

Grikkir unnu EM 2004 og öllum virðist standa á sama. Vel gert hjá Grikkjum en hver á heiðurinn að titlinum?

Frjáls fjallamennska

HerðubreiðHvort sem lagt er af stað í göngu á Hvannadalshnjúk snemma morguns eða gengið upp á Esju eftir lok vinnudags er náttúran ótæmandi brunnur af skemmtilegum upplifunum. Náttúruna má nálgast með ýmsum hætti.

Réttast að hætta við fjölmiðlalög

Nú þegar hefur miklum tíma og pólitískri orku verið varið í umræðu um fjölmiðlalög. Deiglan telur að nýtt frumvarp sé lítið betra en hið gamla. Réttast hefði verið að leyfa kosningu að fara fram um lögin eða að draga það alveg til baka svo Alþingi og ríkisstjórn geti farið að snúa sér að þarfari málum – svo sem eins og skattalækkunum.

Af majónesi og öðrum undrum

Þá er ein mesta ferðahelgi ársins að baki. Af þeim sem lögðu land undir fót virðist leið flestra hafa legið á suðurlandið enda úr nógu að velja. Hvort sem leiðin lá á Humarhátíð á Höfn í Hornafirði, Goslokahátíð í Eyjum, SMS hátíð í Galtalæk eða Landsmót hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu þá eiga flestir það sameiginlegt að hafa komið heilir heim.