Mikið hefur verið rætt um vandamál sem tengjast ruslpósti og margskonar vírusum á veraldarvefnum. Annað mein, ekki síður líklegt til mikils skaða og óþæginda, hefur þó skotið upp kollinum í umræðu um vandamál vefsins.
Category: Deiglupistlar
Olíuverð fór yfir 45 dali tunnan á bandaríkjamarkaði í gær og hefur aldrei verið hærri síðan núverandi viðmiðunarkerfi var tekið upp árið 1980. Olían hækkar og hækkar með versnandi heimsástandi, en með nýjum úrlausnum við eldsneytisframleislu væri hugsanlega hægt að bæta ástandið.
Hvað á að gera og ekki að gera þegar risastór dreki tekur sér bólfestu á nálægum hnetti og ógnar öryggi jarðarbúa? Lesendur Deiglunnar fá praktísk ráð á þessum góðviðrisdegi.
Bandaríska kosningakerfið er á margan hátt sérstakt. Því er oft haldið fram að einmenningskjördæmi festi í sessi tveggja flokka kerfi. Ýmsar rannsóknir benda vissulega til þess að svo sé. Hins vegar hefur sú þróun hvergi leitt til jafnmikillrar tveggja flokka einokunar og í Bandaríkjunum. Vandinn felst í því að flokkarnir tveir hafa sniðið kosningakerfið algjörlega að sínum þörfum.
Það er víst óhætt að fullyrða að nýjasta mynd Micheal Moore, Fahrenheit 9/11, sé að gera allt vitlaust. En nær myndin að skapa eitt mesta ,áróðursmoment’ allra tíma og skila tilætluðum árangri?
Það er alvarlegt umhugsunarefni að fylgi sjálfstæðisflokksins meðal ungs fólks skuli vera í sögulegu lágmarki á sama tíma og frelsi til athafna og tækifæri fyrir dugmikla einstaklinga einkenna tíðarandann. Þetta ástand er sannarlega öfugsnúið en því miður er það ekki tilviljun. Skýringanna er að leita í starfi ungra sjálfstæðismanna síðustu misseri.
Í Morgunblaðinu í dag var fjallað um allsérstakan fund sem átti sér stað fyrir norðan. Hvorki meira né minna en fimm norrænir forsætiráðherrar hittust til að ræða sín á milli samstarf um norræna drykkju. Eins og það sé ekki nógu slæmt að Íslendingar hafi tekið þátt í þessari vitleysu þá fengum við að vita að frumkvæðið hafi verið okkar.
„Áður fyrr dugði manninum að hafa líkama og sál. Nú á dögum þarf hann líka að hafa vegabréf, annars er ekki farið með hann eins og mannlega veru.“
Þeir sem deila þeirri skoðun að aukin fríverslun meðal ríkja heimsins sé af hinu góða, ættu að gleðjast yfir þeim niðurstöðum sem fram koma í ítarlegri könnun, sem unninn var fyrir bandarísku stofnunina The German Marshall Fund of the United States, og birt var í síðasta mánuði.
Það væri nú hellt í bakkafullan lækinn að ætla að stofna til ritdeilu við Múrinn þessa dagana. Múrverjar hafa að undanförnu verið fullfærir um það sjálfir og tekist kröftulega á, án utanaðkomandi aðstoðaðar. Er Múrinn fyrsta sjálfbæra vefritið?
Það er oft hvimleiður fylgifiskur hormónaróts unglingsáranna, að fram koma hinar ýmsu gerðir af þrymlabólum. Raðgreining á genamengi bakteríu nokkurrar hefur afhjúpað bæði áður óþekkta bóluvaldandi eiginleika hennar sem og möguleika á nýjum meðferðarúrræðum.
Íslenska kvennaknappspyrnan hefur verið á uppleið að undanförnu. Liðið er komið í umspil um sæti á öðru stórmóti í röð og framhaldið lofar góðu. Það er því spurning hvort ekki væri flott að nýta skriðþungann og halda úrslitakeppni EM kvenna á Íslandi í nálægri framtíð.
Það eru mikil gleðitíðindi að samningar um alþjóðlega fríverslun séu komnar á rekspöl á ný. Sú þróun er líklegri en flest annað til að draga úr fátækt í heiminum og auka jafnrétti heimsbúa til þess að öðlast tækifæri til lífshamingju.
Þónokkur umræða hefur verið um kynjahlutföll í stjórnum skráðra félaga í Kauphöll Íslands. Á vormánuðum sýndi úttekt viðskiptablaðs Morgunblaðsins að hlutfall kvenna í stjórnun félaga í úrvalsvísitölu aðallista Kauphallar Íslands væri aðeins 2,3%.
Í vikunni kom út blað Frjálsrar Verslunar, sem sýnir tekjur 2400 einstaklinga. Í kjölfarið hefur skapast nokkur umræða um þá staðreynd að þessi listi birtir aðeins upplýsingar um útsvar, en ekki aðra skatta á borð við fjármagnstekjuskatt. Fyrir löngu er orðið tímabært að lækka skatta á einstaklinga en skilar það sama árangri og þegar skattar voru lækkaðir á fyrirtæki á sínum tíma?
Í undirblaði Fréttablaðsins „Öllu“ birtast stundum stuttar kynningargreinar um hinar og þessar áfengistegundir. Hverjum sem rýnir í þessar „greinar“ má þykja ljóst að þær eru kostaðar af umboðsaðilum viðkomandi drykkja. Þannig hefur greinastúfurinn um Egils Pilsner, ódýrasta bjórinn í Ríkinu, birst tvisvar að minnsta kosti, eflaust oftar. Hins vegar má segja að menn hafi nú sett nýtt met með kynningar“grein“ sem birtist í blaðinu fyrir helgi.
Þau tíðindi bárust í síðustu viku að neyðarkall hefði borist frá hálendinu gegnum talstöð þess efnis að tuttugu manns hefðu veikst þar hastarlega og fengið niðurgang eftir að hafa innbyrt einhver kynstri af kjúklingabitum. Talið var að annaðhvort væri um að ræða hóp Frakka, eða hóp krakka, og þótti hinn fyrrnefndi hópur líklegri.
Í kringum umræðu um fjölmiðlafrumvarpið tókst jafnvel vinstrigrænum að beita fyrir sér frjálshyggjurökum af og til. Nýlegar yfirlýsingar Árna Þórs í fjölmiðlum, varðandi Austurbæjarbíó og strandsiglingar Eimskipafélagsins sýna svo ekki sé um villts að þeim stutta hlutverkaleik er lokið.
Stúdentaráð undir forystu Vöku vann áfangasigur þegar menntamálaráðherra lýsti því yfir um miðjan mánuðinn að ekki yrðu tekin upp skólagjöld í grunnnámi á háskólastigi. Allt frá því að Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands viðraði hugmyndina um skólagjöld í fyrra hefur verið mikil umræða um hvort ætti að leggja þau á. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði í kjölfar ræðu Páls, að skólagjöld kæmu hugasanlega til greina og málið yrði skoðað. Stúdentaráð tók strax harða afstöðu gegn öllum slíkum hugmyndum.
Verslunarmannahelgin er venjulega stærsta ferðahelgi landsins og má gera ráð fyrir að stór hluti Íslendinga sé nú við akstur á þjóðvegum landsins á leið á vit ævintýranna. Í slíkum umferðarþyngslum er mikilvægt að ökumenn séu meðvitaðir um það að þeirra hlutverk á meðan á akstrinum stendur er að koma sér og farþegum sínum heilum á áfangastað og aftur heim.
