Þann 1. júlí síðastliðinn hófst skráning á lénum með sér íslenska stafi og geta menn nú skráð lén eins og tómas.is og svo framvegis. Enn sem komið er hafa lén með þessum séríslenskum stöfum miklar takmarkanir en vonandi mun það breytast.
Category: Deiglupistlar
Sérstaða Íslands er hugtak sem oft ber á góma og furðuoft á æðstu stöðum. Sjálfur hef ég átt erfitt með skilja hvað fælist í umræddri sérstöðu, enda missti ég eflaust af einhverju fyrstu átta æviárin meðal ég bjó í útlöndum.
Knattspyrnan er harður heimur þar sem peningar skipta sífellt meira máli. Leikmenn ganga kaupum og sölum og laun þeirra hækka sífellt, en þessi þróun er við það að sliga fjárhag vel flestra evrópskra knattspyrnufélaga.
Úrvalsvísitalan heldur áfram að hækka og virðist fátt benda til þess að hlutabréf fari að lækka. Að undanförnu hefur vísitalan verið drifin áfram af gengishækkunum í bönkum og fjárfestingafélögum.
Í dag fer fram útför Árna Ragnars Árnasonar alþingismanns. Hans verður saknað, enda fór þar maður sem þurfti ekki á sviðsljósi og myndavélum að halda til að vinna góð verk.
„Þetta er ólöglegur innflutningur,“ sagði tollvörður á Keflavíkurflugvelli alvarlegum augum við mig þegar ég kom heim frá Kaupmannahöfn um helgina. „Hvað áttu við?“ spurði ég forviða og skelkaður í senn. „Það er ólöglegt að koma með salami álegg inn í landið.“
Hvað er besta bókin sem þú hefur lesið? Besta myndin sem þú hefur séð? Besti geisladiskur sem þú hefur hlustað á? Út frá hvaða forsendum? Skiptir það máli? Þótt valið geti verið erfitt er áhugavert að velta slíku fyrir sér, og velja svo það besta.
Flokkadrættir í bandarískum stjórnmálum eru nánast alveg hættir að orsakast af mismunandi efnahag fólks. Í dag eru það deilur milli „þekkingarelítunnar“ og „businesselítunnar“ sem móta stjórmálabaráttuna.
Menn úti í löndum reyna nú að fá stofnanda ESB gerðan að dýrlingi. Hvað segir það um viðkomandi, trúa þeir því að ESB sé kraftaverk?
Í helgarnesti dagsins er fjallað um þá fordæmalausu ákvörðun stjórnvalda að banna berbrjósta stúlkum að spóka sig á ylströndinni í Nauthólsvík.
Myndbandaleigur virðast starfa eftir annarri stefnu gagnvart viðskiptavinum sínum en önnur þjónustufyrirtæki. Háar sektir og skrítin skilyrði einkenna viðskiptahætti þeirra og hafa dregið verulega úr ánægju pistlahöfundar af vídeóglápi.
Fíknin hlýtur að teljast meðal helstu veikleika mannanna. Er fíknin fyrirbrigði af félagslegum toga eða óumflýjanleg fyrir suma m.t.t erfða?
Í pistli mínum þann 1. júlí var lýst efasemdum yfir því að hlutabréf myndu halda áfram að hækka eins mikið síðari hluta ársins og þau gerðu á þeim fyrri. Í dag er útlit fyrir að þessi spá mín standist ekki enda hefur hlutabréfaverð haldið áfram að hækka hratt undanfarnar sex vikur.
Þá fyrst þú hefir tapað öllu ertu frjáls til flestra verka.
Af einhverjum ástæðum virðist krauma í framsóknarkonum um þessar mundir. Þær virðast telja sig hafa fengið vísbendingar um það að ein þeirra, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, verði sett af í ríkisstjórnaruppstokkuninni 15. september nk. og við það geti þær ekki sætt sig. Allt er þetta í senn merkilegt og margbrotið.
Hversu undarlegt er það að fá ekki að sitja í rólegheitum ÚTI eftir kl. 22:00 í miðbæ Reykjavíkur í veðursæld sem á sér einungis stað nokkrum sinnum á öld?
Í sjónvarpsfréttum RÚV var í vikunni fjallað um hrísgrjónafjall sem „liggur undir skemmdum“ í Indónesíu. Stjórnvöld þar vilja ekki hleypa grjónunum inn í landið, þrátt fyrir að margt fólk eigi ekki nóg til hnífs og skeiðar, vegna þess að slíkt gæti ógnað landbúnaði landsins. Fréttastofa RÚV ætti kannski að líta sér nær?
Ef að líkum lætur þá stefnir í enn eitt verkfall grunnskólakennara nú í haust. Kennarar eiga gildan verkfallssjóð og komi til verkfalls gæti það orðið lengra en fyrri kennaraverkföll.
Góða veðrið hefur gert íslenskum lopapeysuframleiðendum lífið leitt að undanförnu og hefur aðgerða af hálfu ríkisvaldsins verið krafist.
Í dag hefjast ólympíuleikarnir í Grikklandi og er helgarnesti dagsins smurt næfurþunnt í tilefni þess.
