Arftakinn í Alþjóðabankanum

George W. Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi nýlega Paul D. Wolfowitz til að taka við af James Wolfensohn sem forseti Alþjóðabankans. Hörður Ægisson skrifaði nýlega hér á Deigluna um forsetatíð Wolfensohn. Það er því kannski við hæfi að skoða hvað væntalegur arftaki hans tekur með sér í nýja starfið.

Riddarinn sjónumhryggi í landi hinna hugumprúðu

Fyrir nákvæmlega 400 árum kom fyrri hluti skáldsögu Miguel de Cervantes um don Quixote de la Mancha – don Kíkóta – út. Í tilefni af afmælinu eru eflaust margar uppákomur, en ein vissulega óvæntari og áhugaverðari en aðrar.

En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn. Jóh. 16. 33.

Í dag fagna kristnir menn upprisu Jesú Krists frá dauðum. Í tilefni þessarar hátíðar langar mig að fjalla á persónulegan hátt um uppáhalds textann minn í Biblíunni, sem á vel við á þessum degi. Það er von mín að þessi umfjöllun megi verða til þess að lesendur festi hugann á þessum páskadegi við það sem mestu máli skiptir í lífinu. Að við megum fagna upprisu Jesú Krists af hjarta með fullvissu um elsku hans og fyrirheit og von um elíft líf með honum.

Alþjóðabankinn undir stjórn Wolfensohn

Í byrjun sumars mun Paul Wolfowitz væntanlega taka við sem forseti Alþjóðabankans af James D. Wolfensohn, núverandi forseta bankans. Það er því við hæfi að líta stuttlega yfir þann tíma sem Wolfensohn hefur stýrt bankanum. Nýleg bók Sebastians Mallaby kemur þar að góðum notum.

Páskahugvekja

“Á Valhúsahæðinni er verið að krossfesta mann”

„Það er enn verið að krossfesta mann. Það sjáum við og heyrum dögum oftar. Sannleikurinn er fótum troðinn og umburðalyndi á oft erfitt uppdráttar. Þar eru margir sekir og þeir margir sem líða undan ofbeldinu og miskunnarleysinu,“ segir Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson meðal annars í páskahugvekju á Deiglunni.

Gervigreind

Umræða um gervigreind skýtur upp kollinum með reglulegu millibili og stundum í óvenjulegu samhengi. Sem dæmi má nefna fyrirlestur dr. Kristins R. Þórissonar í Klink og Bank síðastliðið sumar um gervigreind og gagnvirka listsköpun! En oftast virðist gervigreind fá athygli almennings þegar frumsýndar eru Hollywood myndir á borð við iRobot, Terminator N og Matrix.

Réttarstaða geimfara II

Í fyrsta pistli mínum um réttarstöðu geimfara kom samningurinn um rannsóknir og not ríkja af himingeimnum, tungli og stjörnum við sögu. Í þessum pistli verður fjallað nánar um efnisreglur samningsins.

Blautir stóriðjudraumar stjórnmálamanna

Áhersla íslenskra stjórnmálamanna á stóriðjuframkvæmdir er með hreinum ólíkindum. Viljum við ekki frekar hátæknifyrirtæki sem skapa tekjur úr þekkingu starfsfólks í stað hráefnisfyrirtækja sem skapa tekjur úr báxíti?

Gervigreind



Umræða um gervigreind skýtur upp kollinum með reglulegu millibili og stundum í óvenjulegu samhengi. Sem dæmi má nefna fyrirlestur dr. Kristins R. Þórissonar í Klink og Bank síðastliðið sumar um gervigreind og gagnvirka listsköpun! En oftast virðist gervigreind fá athygli almennings þegar frumsýndar eru Hollywood myndir á borð við iRobot, Terminator N og Matrix.

Háskóli Vestfjarða – nei takk

Á undanförnum misserum hafa sumir Vestfirðingar haldið á lofti kröfu um að stofnaður verði sjálfstæður háskóli á Ísafirði. Út frá sjónarmiði háskólamenntunar í landinu er þetta hið versta mál.

Einum vitleysingi meira

Í gær fjölgaði Íslendingum um einn þegar Alþingi veitti Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt. Nú verður spennandi að sjá hve vel honum Bobby gangi að aðlagast íslenskri menningu, læra tungumálið og skila sínu framlagi til samneyslunnar.

Prófsteinn á utanríkisstefnu ESB

ESB tók við friðargæslu af NATO í Bosníu í desember og er það af mörgum talinn prófsteinn á hvort sameiginleg utanríkis- og varnarstefna sambandsins geti gengið.

Metnaðarfull leiðindi

Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar standa alltaf frammi fyrir ákveðnum vanda: Hvort eiga þær að að sýna nákvæmlega það sama og einkareknu stöðvarnar eða einbeita sér að svokallaðri „metnaðarfullri“ dagskrá, þ.e.a.s. dýrum, óhagkvæmum þáttum sem allt of fáir nenna að horfa á?

Deilir ei meir

Deili var lokað á miðnætti en Deilir var samansafn tengipunkta, þar sem fólk gat hist og sótt efni svo sem tónlist, forrit og beint af öðrum notendum. Þessir tengipunktar hafa verið gríðarlega vinsælir og hafa þúsundir manns sótt þá á degi hverjum.

(Afreks)mannaklúbburinn

sdfdÍ drepleðinlegu helgarnesti dagsins er fjallað um hátíðarkvöldverð sem haldinn verður til heiðurs afreksmanninum Ólafi Ragnari Grímssyni á Waldorf-Astoria hótelinu í New York-borg annað kvöld.

Eilífðarbras

sdfdEr möguleiki á að okkar kynslóð lifi svo lengi að elstu menn muni ekki muna neitt?

Misskilningur andstæðinga heimsvæðingar

Á síðustu árum hefur andstæðingum hnattvæðingar farið fjölgandi og nú er svo komið að í hvert skipti sem stofnanir á borð við Alþjóðabankann, Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO) eða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) funda, mæta tugþúsundir ungmenna til þess að mótmæla alþjóðavæðingu. En hverju eru þeir í raun og veru að mótmæla ?

Leiga eða að eiga

Yfirleitt er talað um að það sé dýrara að leigja en kaupa, hins vegar hefur íbúðaverð þotið upp að undanförnu og þegar það gerist á svo skömmum tíma nær leiguverð oft ekki að fylgja með.

Dvínandi áhugi

Hefur ungt fólk almennt áhuga á stjórnmálum eða stendur minni kynslóð bara á sama? Ástæðan fyrir þessum vangaveltum er að ég sá um daginn innskot hjá Íslandi í dag þar sem var tekin smá könnun á því hvort að unga fólkið þekkti ráðherrana í ríkisstjórninni.

Útrás í Heimsklassa

Fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári ákvað ég að reyna að taka upp nýjan lífsstíl. Ég ákvað að fara að hreyfa mig og styrkja, létta mig og liðka. Reyndar hafði ég reynt áður að taka mig á í heilsusamlegu líferni en einhvernvegin tókst mér alltaf að snúa mér aftur að hamborgurunum.