Bóluefni með 75% virkni dugar

Hvernig hefði Covid-19 faraldurinn gengið fyrir sig ef bóluefni með 75% virkni hefði komið á markað í byrjun sumars? Væri það nóg til að slá á faraldurinn?

Undirritaður gerði tilraun til að svara þessari spurningu. Gögn yfir fjölda veika, látna og læknaða á heimsvísu voru sótt á síðuna Humanitarian Data Exchange.

Reiknað var með að öll samskipti manna á milli hefðu verið eins, ekkert hefði breyst nema að bóluefni væri komi á markað í sumar og allt mannkynið hefði verið bólusett á augabragði í júlíbyrjun.

Hvað áhrif hefur bóluefni með 75% virkni? Það er ekki bara þannig að faraldurinn er 25% af því sem hann væri ella. Sá sem hefði smitað átta manns smitar nú aðeins tvo. Þessi tveir smita líka færri en áður. Þannig hefur bóluefnið margfeldisáhrif og faraldurinn getur auðveldlega dáið út þrátt fyrir að bólufefnið virki ekki fyrir alla.

Svona lítur dæmið út ef bóluefnið er með 75% virkni: Bláa línan sýnir þróunina eins og hún hefur verið, en sú appelsínugula hvernig faraldurinn hefði þróast með 75% bóluefni.

Jafnvel bóluefni með 50% hefði náðst að slá á faraldurinn með tíma. En það myndi taka talsver lengri tíma. Og tökum eftir að hér erum við að reikna með sömu takmörkunum og hafa gilt um allan heim á þessu ári.

Bóluefni með 25% virkni drepur ekki faraldurinn en heldur fjölda sýktra í jafnvægi:

Jafnvel 10% virkt bóluefni hefði gert eitthvað gagn og fækkað þeim sem eru veikir hverju sinni um nokkrar milljónir.

Tekið skal fram að undirritaður er enginn faraldursfræðingur eða tölfræðingur og líkönin ekki hugsuð til að byggja ákvarðanir um framtíð heimsins á. En það má samt nota þau til glöggvunar. Boðskapurinn er að bóluefni með 75% dugar til slá á faraldurinn og jafnvel bóluefni með minni virkni myndi duga, en það myndi bara taka lengri tíma.

Undirliggjandi líkan má nálgast hér:

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.