Ævintýraleg óstjórn

Það er full ástæða til að mæla með hinum fróðlegu og vönduðu þáttum Egils Helgasonar um Siglufjörð og síldina. En það sem vantar í þættina er kannski einna helst meira af gagnrýnum sjónarmiðum um það hvernig menn hugsuðu og byggðu (ekki) upp sjávarútveg á sínum tíma hér á landi.

Það er full ástæða til að mæla með hinum fróðlegu og vönduðu þáttum Egils Helgasonar um Siglufjörð og síldina. En það sem vantar í þættina er kannski einna helst meira af gagnrýnum sjónarmiðum um það hvernig menn hugsuðu og byggðu (ekki) upp sjávarútveg á sínum tíma hér á landi.

Minningar eiga það til að vera í rósrauðum bjarma og það væri alls ekki jafngott sjónvarpsefni að segja sögu síldaráranna í gegnum hagtölur. En það blasir í raun við, þó ekki sé hamrað á því sérstaklega, að þessi síldarútgerð er ærið frumstæð, byggir á rányrkju og að þarna er trauðla verið að búa til gæðavöru. Hinar rómuðu síldarstúlkur unnu jafnan sína vinnu utandyra, á hafnarbakkanum og verklagið svo að segja óbreytt áratugum saman. Matvælavinnsla utandyra er reyndar mestmegnis ólögleg í dag, og væri sjálfsagt talin hneyksli.

Eitt af undrum efnahagsmálanna eru að þjóðir sem eru ríkar af auðlindum verða ekkert endilega auðugri, heldar geta allt eins orðið fátækari. Fáar þjóðir eiga meira af hvers kyns auðlindum en Rússar, en þó er landsframleiðsla á mann ein sú lægsta í Evrópu. Danmörk er ólíkt öðrum Norðurlöndum ærið snauð af auðlindum frá náttúrunnar hendi, en stendur jafnfætis þeim efnahagslega.

Rányrkjan og ofveiðin sem Íslendingar stunduðu stóran hluta 20. aldarinnar var ekki tilkomin af þekkingarleysi, þó það hafi spilað inn í. Fyrst og fremst var veiðiskapurinn knúin áfram af gegndarlausum offjárfestingum, oftast fyrir opinbera eða hálfopinbera peninga, enda var fjármagni stýrt pólitískt. Efnahagshugmyndir Íslendinga voru, þrátt fyrir svokallað kalt stríð, hvorki til hægri né vinstri þegar sjávarútvegur var annars vegar. Aðalatriðið var moka sem mestum fisk úr sjónum. Aflagetan var aðalatriðið og tæknistigið lágt. Störfin voru í sjálfu sér ekki vel launuð – nema að fólk gat unnið mikið og slitið sér út.

Mikið af afla fór í bræðslu!

Menn þurfa ekki að líta svo á að innleiðing kvótakerfis hafi verið nauðsynlegt skilyrði þess að skikkur kæmist á sjávarútveginn – en með því urðu þó skýr skil. Fyrst þá var hugað að því að nytja auðlindina af einhverri skynsemi, bæði með því að hætta (eða draga úr) ofveiði, en líka upp á að nytja auðlindina af skynsemi. Fjárfesta í nýsköpun, tækni og þekkingu, byggja upp gæði og traust, sem og góð viðskiptatengsl við þá markaði sem greiða hæstu verðin. Og að byggja upp á allri virðiskeðjunni – á því byggir auðlegð þjóða, frekar en auðlindunum sem slíkum. Síldarævintýrið er ágætis dæmi um það hvernig auðlindir geta skapað efnahagslegan kúltúrvanda í atvinnulífinu. Íslendingar urðu fyrst í fremstu röð í sjávarútvegi þegar þeir hættu að hafa nóg af fiski.

Latest posts by Guðmundur Rúnar Svansson (see all)

Guðmundur Rúnar Svansson skrifar

Mundi hóf að skrifa á Deigluna í mars 2001.