Ríkisstyrkt hryðjuverk

Árið 1979 var íranska keisaranum steypt af stóli af skrítnum kokteill kommúnista, umbótasinna og Islamista. Ayatollah Khomeini tók við völdum í landinu og stofnaði íslamskt lýðveldi sem byggðist á íhaldssömum íslömskum lögum og klerkastjórn. Eftir byltinguna varð útbreiðsla á hinni íslömsku byltingu stór hluti af utanríkisstefnu Írans og litu stjórnvöld á það sem skyldu að styðja íslamska öfgahópa.

Árið 1979 var íranska keisaranum steypt af stóli af skrítnum kokteill kommúnista, umbótasinna og Islamista. Ayatollah Khomeini tók við völdum í landinu og stofnaði íslamskt lýðveldi sem byggðist á íhaldssömum íslömskum lögum og klerkastjórn. Eftir byltinguna varð útbreiðsla á hinni íslömsku byltingu stór hluti af utanríkisstefnu Írans og litu stjórnvöld á það sem skyldu að styðja íslamska öfgahópa.

Eftir byltinguna varð útbreiðsla á hinni íslömsku byltingu stór hluti af utanríkisstefnu Írans og litu stjórnvöld á það sem skyldu að styðja íslamska öfgahópa sem vildu bylta stjórnvöldum í heimalandinu. Ayatollah Khomeini lýsti því meðan annars yfir eftir að hann tók við völdum að:

We should try hard to export our revolution to the world … we [shall] confront the world with our ideology.

Til að taka af allan vafa þá var settur eftirfarandi texti í stjórnarskrá Íslamska Lýðveldisins þar sem kallað er á her Írans að:

extend the sovereignty of God’s law throughout the world.

Írönsk stjórnvöld hafa alltaf litið á hryðjuverk sem lögmæta leið til að ná fram hugmyndafræðilegum og taktískum markmiðum sínum þ.e. að “útbreiða byltinguna”. Þetta hefur aðallega lýst sér í stuðningi við hin ýmsu íslömsku samtök, aðallega í Mið-Austurlöndum, sem hafa verið að ráðast gegn Ísrael en Íran viðurkennir ekki tilvist þess.

Íran hefur aðallega notað alræmdar hersveitir svokallaðra byltingarvarða og ráðuneyti upplýsinga og öryggis til að framkvæma þessa stefnu. Hafa þessar stofnanir verið ítrekað flæktar í skipulagningu og stuðning við hin ýmsu samtök sem nota hryðjuverk til að vekja athygli á málstað sínum. Hefur stuðningurinn meðal annars falið í sér fjármögnun, þjálfun og útvegun vopna og sprengiefnis. Listinn yfir samtök sem Íran hefur stutt er langur og inniheldur m.a. Líbanönsku Hizballah, HAMAS, Palsestínsku Islamic Jihad og PLO.

Bandaríkin fóru fyrst að bendla Íran við hryðjuverk árið 1984 í valdatið Ronalds Reagans. Í dag lítur Bandaríkjastjórn á stjórnvöld í Íran sem stærsta stuðningsaðila við alþjóðleg hryðjuverk. Bandaríkjastjórn lítur sérstaklega alvarlegum augum á stuðning Írans við HAMAS og hina Palenstínku Islamic Jihad þar sem þessi samtök hafa litið á það sem hluta af stefnu sinni að ráðast gegn saklausum borgurum í Ísrael með sjálfsmorðssprengingum.

Írönsk stjórnvöld hafa ekki farið leynt með stefnu sína og hafa ítekað hótað nágrönnum sínum í gegnum árin. Í desember 2002 skoraði Hashemi Rafsanjani, einn af valdamestum klerkum Írans, á öll múslímsk ríki að nota kjarnorkuvopn gegn Ísrael. Á sama hátt hefur Mahmoud Ahminejad, núverandi forseti Írans, ítrekað hótað Ísrael og vöktu ummæli hans um að Ísrael skyldi þurrkað út af kortinu hörð viðbrögð frá alþjóðasamfélaginu.

Það ætti því ekki koma neinum á óvart að alþjóðasamfélagið hafi titrað þegar Mahmoud Ahminejad lýsti því yfir skömmu eftir að hann var kjörinn til valda að írönsk stjórnvöld myndu byrja aftur að gera tilraunir með kjarnorku. Ekki nóg með að landið væri yfirlýstur styrktaraðili hryðjuverka heldur lýsti Ahminejad því yfir að tilraunirnar væru undir forystu yfirmanna í byltingarhernum. Sömu manna og eru að skipuleggja, þjálfa og styðja hryðjuverk þ.á.m. að útvega hryðjuverkamönnum vopn til að nota gegn saklausum borgurum. Það er því staðar bein tenging á milli kjarnorkuáætlunarinnar og hryðjuverkamanna.

Hverjum sem skoðar stefnu og fortíð stjórnarinnar í Íran má vera ljóst að landinu er ekki treystandi fyrir kjarnorkuvopnum. Nánast hver einasta tækni sem landinu hefur áskotnast hefur endað í höndum hryðjuverkamanna, svo framarlega sem unnt væri að nota hana gegn saklausum borgurum.

Það er virðingarvert að alþjóðasamfélagið hefur lagt mikið á sig til að semja friðsamlega við írönsk stjórnvöld um að láta af þessum tilraunum og leyfa alþjóðakjarnokrkmálastofnuninni að ganga úr skugga um að Íranir séu ekki að þróa kjarnorkuvopn. Því miður hafa samningarviðræðurnar skilað litlu og verða þær raddir sífellt háværarari að íranir hafi engan áhuga á því að stöðva tilraunirnar heldur séu einfaldlega að taka þátt í samningarviðræðunum til að kaupa tíma til að ná að klára þær.

Aðgerðir alþjóðasamfélagsins í málefnum Írans eru til mikillar fyrirmyndar. Það á alltaf að fullreyna allar friðsamlegar leiðir til að leysa alþjóðavandamál. En þolinmæðin hlýtur brátt að vera á þrotum.

Latest posts by Andri Óttarsson (see all)

Andri Óttarsson skrifar

Andri hóf að skrifa á Deigluna í mars 2001.