Lausnir í sjónmáli

Á morgun verður gengið til kosninga til sveitarstjórnar. Í Reykjavík bíður stórt verkefni að bæta þjónustuna við yngstu borgarbúanna. Allir flokkar vilja lækka eða gefa frjáls leikskólagjöld en er það lausnin?

Á morgun verður gengið til kosninga til sveitarstjórnar. Hér í Reykjavík er mörgu lofað og það er víst að nóg hægt að bæta í Reykjavík eftir 12 ára valdatímabil vinstri manna. Mál ungra og aldaðra Reykvíkinga hafa verið efst á baugi. R-listinn lofaði gjaldfrjálsum leikskóla á sl. ári og hefur fyrsta stigið þegar verið tekið. R-lista flokkarnir hafa allir á sinni stefnuskrá að lofa gjaldfrjálsum leikskólum.

Vinstri grænir segja í stefnuskrá sinni að leikskólinn verði að fullu gjaldfrjáls og uppbyggingu hans haldið áfram frá lokum fæðingarorlofs. Framsóknarmenn kynna til sögurnar fjölskyldugreiðslur 50.000 krónur til foreldra barna frá 9 mánaða aldri fram að leikskólavistun. Samfylkingin vill tryggja örugg úrræði fyrir börn frá lokum fæðingarorlofs, það vilja þeir gera með því að fjölga leikskólaplássum fyrir yngsta hópinn og styrkja dagforeldrakerfið. Frjálslyndir vilja einnig styrkja dagforeldrakerfið og að börn komist inn á leikskóla eins árs og sé gjaldfrjáls frá 2 ára aldri.

Sjálfstæðisflokkurinn vill að foreldrar hafi val um örugga vistun fyrir börn sín frá því að fæðingarorlofi lýkur. Þeir vilja auka stuðning borgarinnar við starfsemi dagforeldra og auka ungbarnadeildir við leikskóla sem reknir eru af borginni. Sjálfstæðismenn vill að öll börn, hvort sem að þau séu í leikskóla reknum af borginni eða einkaaðilum, njóti sama stuðnings. Sjálfstæðismenn lofa að lækka leikskólagjöld um 25% þann 1. september nk. nái þeir völdum í borginni og einnig að foreldrar muni ekki greiða fyrir nema 1 barn í einu á leikskóla.

Foreldrar vilja eiga val. Val um að vera með barn hjá dagmömmu, á einkareknum leikskólum eða hjá leikskólum borgarinnar. Foreldrar vilja geta treyst á að þjónustuna sé til staðar og óaðfinnanleg. Foreldrar vilja lausnir þegar fæðingarorlofi lýkur. Sjálfstæðismenn ætla að gefa borgarbúum þessar lausnir og val þannig að hver og einn velji þá dagvistun sem þeim og barni þeirra hentar. Lausnin felst ekki í að gera leikskólana gjaldfrjálsa í raun eykur það enn frekara vanda leikskólana. Áður en hægt er að gera leikskólana gjaldfrjálsa verður fyrst að leysa vandamálin sem fyrir eru. Sjálfstæðismenn eru þeir einu sem lofa ekki gjaldfrjálsum leikskóla en þeir lofa að lækka gjöldin. Einnig styðja þeir barnmargar fjölskyldur með því að vilja að einungis sé greitt fyrir eitt barn í einu.

Mikið verk er framundan til að bæta þjónustuna við yngstu borgarbúana. Markmið R-listans og þar með þeirra þriggja flokka sem að honum stóðu var að börn byrjuðu 18 mánaða á leikskólum. Það markmið hefur ekki náðst. Börn hafa flest fengið leikskólapláss um 24 mánaða aldur eða 6 mánuðum seinna en markmið R-listans er. Fjölmargir leikskólar borgarinnar gátu ekki veitt fulla þjónustu um tíma síðastliðinn vetur sökum manneklu. Hlutfall faglærðra starfmanna er mjög mismunandi eftir leikskólum borgarinnar. Sum staðar eru einungis deildarstjórar á deildum faglærðir. Þetta er bara það sem er nú er að hjá leikskólum borgarinnar. Þá á eftir að leita lausna fyrir borgarbúa á aldrinum 9-18 mánaða.

Ef svona er staðan, er lausnin þá að gera leikskólana gjaldfrjálsa? Nei, gefum Sjálfstæðisflokknum tækifæri til að hjálpa okkur til að eiga léttara líf í borginni.

p.s. minni á að það er ekkert sem er frítt. Skattgreiðslur borgarbúa fara í að greiða leikskólana.

Latest posts by Rúna Malmquist (see all)