Málefnaleg umfjöllun og Meistari Tom Lehrer

Nútíminn með allri sinni tæknivæddu alþjóðahyggju umburðarlyndi og pólitískri rétthugsun hefur oft takmarkað skemmtanagildi. Umburðarlyndi fyrir náunganum og pólitísk rétthugsun í dægurmálum líðandi stundar gera háðfuglum og spéfuglum nánast ómögulegt að koma með kvikindislegar satýrur eða húmoreskur um málefni líðandi stundar. Krafan um hlutlægni og að fjalla málefnalega um dægurflugur takmarkar skoðanaskipti oft á tíðum

Engri kvöldstund er sóað með Tom Lehrer!

Nútíminn með allri sinni tæknivæddu alþjóðahyggju umburðarlyndi og pólitískri rétthugsun hefur oft takmarkað skemmtanagildi. Umburðarlyndi fyrir náunganum og pólitísk rétthugsun í dægurmálum líðandi stundar gera háðfuglum og spéfuglum nánast ómögulegt að koma með kvikindislegar satýrur eða húmoreskur um málefni líðandi stundar. Krafan um hlutlægni og að fjalla málefnalega um dægurflugur takmarkar skoðanaskipti oft á tíðum

Auðvitað er ofangreint ekki án undantekninga, en þær undantekningar eru sjaldséðar og jafnvel fágætar. Þeir sem víkja frá ofangreindu eru og stimplaðir vitleysingar, afturhaldssinnar og fordómabullur.

Eins og undirritaður verður að ofangreindu lesnu.

Því er ekki úr vegi að kynna örlítið um bandaríska spéfuglinn Tom Lehrer til sögunnar. Tom Lehrer sem fæddist 1928 lauk BA gráðu í stærðfræði frá Harvard og kenndi allan sinn starfsferil grunnkúrsa í því fagi við ýmsa háskóla í Bandaríkjunum. Milli 1950-1960 samdi hann gamanvísur við vinsæl lög og fór á milli borga í Bandaríkjunum og Evrópu og skemmti fólki.

Tom Lehrer var kaldhæðinn með afbrigðum í lögum sínum og gerði stanslaust grín að viðkvæmum samfélagsmálum í textum sínum. Sem dæmi má nefna texta eins og: Poisoning Pigeons In The Park, The Masochism Tango, It Makes A Fellow Proud To Be A Soldier, Oedipus Rex, So Long, Mom (A Song for World War III) og The Folk Song Army

Á hápunkti kalda stríðsins samdi hann texta sem ber heitið: We Will All Go Together When We Go, en textinn fjallar um kosti þess þegar þriðja heimsstyrjöldin sem háð er með kjanorkusprengjum verður. Slíkt var Tabú á tímum Kúbudeildunnar. Fyrsta erindið er svo hljóðandi:

“When you attend a funeral,

It is sad to think that sooner or

Later those you love will do the same for you.

And you may have thought it tragic,

Not to mention other adjec-

Tives, to think of all the weeping they will do.

But don’t you worry.

No more ashes, no more sackcloth.

And an armband made of black cloth

Will some day never more adorn a sleeve.

For if the bomb that drops on you

Gets your friends and neighbors too,

There’ll be nobody left behind to grieve.”

En Lehrer gerði grín að ýmsu fleira í textum sínum eins og í MLF Lullaby ( MLF stendur fyrir Multi-Lateral-Force” þar sem grín er gert að samstarfi vestrænna þjóða gegn kommúnisma og skotið föstum skotum á Þjóðverja:

“Sleep, baby, sleep, in peace may you slumber,

No danger lurks, your sleep to encumber,

We’ve got the missiles, peace to determine,

And one of the fingers on the button will be German”

Afar umdeilt var á þessum tíma að einn af aðalhöfundum geimferðaáætlunar Bandaríkjanna var hinn þýskættaði vísindamaður Dr. Werner Von Braun, sem hafði starfað að eldflaugarannsóknum Þjóðverja í síðari heimsstyrjöld. Tom Lehrer fjallaði um hann í texta sínum Werner Von Braun, sem við fyrstu sýn virðist koma vísindamanninum til varnar:

“Gather round while I sing you of Wernher von Braun,

A man whose allegiance

Is ruled by expedience.

Call him a Nazi, he won’t even frown.

„Ha, Nazi Schmazi,“ says Wernher von Braun.

Don’t say that he’s hypocritical,

Say rather that he’s apolitical.

„Once the rockets are up, who cares where they come down?

That’s not my department,“ says Wernher von Braun.

Some have harsh words for this man of renown,

But some think our attitude

Should be one of gratitude,

Like the widows and cripples in old London town

Who owe their large pensions to Wernher von Braun*.

You too may be a big hero,

Once you’ve learned to count backwards to zero.

„In German oder English I know how to count down,

Und I’m learning Chinese,“ says Wernher von Braun”

En í raun var hér um að ræða beitta gagnrýni á vísindamanninn en ekki hrós.

Ósvífnir, beinskeyttir og fyndnir textar Toms Lehrer falla hins vegar alltaf undir það að vera sneyddir pólitískri rétthugsun og því að vera málefnalegur. Því eru þeir í raun og veru klassískir í dag og skiptir ekki öllu máli þrátt fyrir að það ástand og það þjóðfélag sem þeir voru samdir fyrir sé löngu liðið. Góður húmor og dálítið illkvittinn stendur alltaf fyrir sínu

Helgarnestið hvetur lesendur sína til þess að festa kaup á geisladiskum með tónlist og textum Toms Lehrer og heitir því að fáir verða að því sviknir.

Góða helgi!

Latest posts by Ari Karlsson (see all)

Ari Karlsson skrifar

Ari hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2005.