Opinberun einkalífs

Það er ekkert nýtt að fólk komi á forsíðu blaða landsins til að segja frá lífi sínu ýmist til þess að segja hvað líf þeirra hafi verið erfitt síðustu ár en síðan gerðist kraftaverkið og ég hef aldrei verið hamingjusamari. Forsíðumyndin er yfirleitt manneskja sem brosir út að eyrum og reynir að sýna hvað hefur breyst í lífi hennar.

Það er ekkert nýtt að fólk komi á forsíðu blaða landsins til að segja frá lífi sínu ýmist til þess að segja hvað líf þeirra hafi verið erfitt síðustu ár en síðan gerðist kraftaverkið og ég hef aldrei verið hamingjusamari. Forsíðumyndin er yfirleitt manneskja sem brosir út að eyrum og reynir að sýna hvað hefur breyst í lífi hennar. Hver kannast ekki við fyrirsagnirnar ,,Ástfangin upp yfir haus”, ,,Missti 30 kíló”og ,,Nýtt líf hafið”. Hver er ástæðan fyrir því að fólk vill opinbera einkalíf sitt svona?

Á Íslandi eru til nokkurs konar blöð og tímarit, ,,konu tímarit”, ,,slúður blöð”, fréttablöð, ,,Gula pressan”, bílablöð og ,,Karla blöð”. Hvers vegna eru bara reynslusögur í þessum svokölluðu ,,Konu blöðum”? Jú vegna þess að þetta selur þau. Ég svo sem skil það að fólk vilji oft lesa reynslusögur af fræga fólkinu sem býr á Íslandi en afhverju vill fólk koma í blað og segja frá öllu sem að því snertir? Fyrir mér er þetta einum of, því í þessum greinum er greint frá öllu niður í smæsta smáatriði allt til að gera hlutina aðeins fegurri og betri fyrir einstaklinginn.

Reynslusagan er yfirleitt þannig að lýst er tímabili í lífi einstaklingsins eða einstaklinganna þar sem allt var svo slæmt að útlit var fyrir að það myndi ekki líta glaðan dag aftur. Annað gerðist og það…..,,ég fann ástina”, ,, ég uppgötvaði Danska kúrinn” og ,,fékk nóg og fór í meðferð”. Síðan er aðdragandanum lýst, hversu hræðilegt allt var og hvernig umhverfið var þegar ljósið færðist yfir og hversu yndislegt lífið sé núna. En hver er tilgangurinn, hugsar fólk ekki út í það að ef hlutirnir klikki að það verði erfiðara að takast á við það fyrst maður var nú forsíðufrétt um málið?

Það er eins og persónur leiti sér huggunar með það eitt að markmiði að vera umfjöllunarefni, þar sem hugsunin um jákvæða eða neikvæða umfjöllun er ekki inni í myndinni. Það hefur svo sannarlega sýnt sig að lífið er ekki á dans á rósum þó að maður geti gerst ,,forsíðufrétt” hvað þá að verða á milli tannanna á hinum almenna borgara því forsíðufréttin getur leitt af sér vandamál sem hefðu ekki verið ef enginn forsíða hefði verið.

Oftar en ekki breytast hlutirnir og máltækið segir að enginn veit sögu sína fyrr en hún er öll. Því vil ég benda fólki að hugsa málið vel áður en það skellir sér á forsíðu ,,Konublaðs” því það getur allt breyst eftir forsíðuna.

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.