Njótið helgarinnar!!

Nú er föstudagur og helgin framundan. Tíminn eftir hádegi á föstudögum er samkvæmt reynslu pistlahöfundar oft frekar afkastalítill hvað varðar vinnu eða önnur skylduverk en þeim mun meira afkastamikill hvað varðar skipulagningu þessara örfáu frídaga sem framundan eru. Hvað ætlarðu að gera um helgina? Hvert á að fara? Hvað á að borða? Eða jafnvel drekka?

Nú er föstudagur og helgin framundan. Tíminn eftir hádegi á föstudögum er samkvæmt reynslu pistlahöfundar oft frekar afkastalítill hvað varðar vinnu eða önnur skylduverk en þeim mun meira afkastamikill hvað varðar skipulagningu þessara örfáu frídaga sem framundan eru. Hvað ætlarðu að gera um helgina? Hvert á að fara? Hvað á að borða? Eða jafnvel drekka?

Pistlahöfundur er mikill talsmaður þess að gera sér dagamun, hvenær sem færi gefst. Svo vill til að færið gefst oftar um helgar en á öðrum dögum og því vill bregða við að helgarnar verði mikill tími nautna og dekurs.

Í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni, eða Sex and the City, er að finna ágætis fyrirmyndir fyrir konur, eða jafnvel karlmenn, um hvernig gera á vel við sig í hópi góðra vina, en frítími þeirra kvenna sem þar er fjallað um fer að miklu leyti í dýrindis málsverði á veitingahúsum, afslöppun í almenningsgörðum eða heilsulindum, eða jafnvel kokteiladrykkju í fínum kjól á góðum bar.

Carrie Bradshaw og vinkonur hennar í Beðmálum í borginni hafa greinilega verið fyrirmyndir fleiri kvenna en einungis pistlahöfundar þar sem bareigendur um allan heim hafa haldið því fram að sala drykkjarins Cosmopolitan hafi aukist samhliða vaxandi vinsældum þáttanna, en það má segja að sá drykkur hafi verið eins konar einkennisdrykkur þeirra stallsystra.

Hér að neðan má finna uppskrift að Cosmopolitan. Pistlahöfundur hvetur alla til að skella í einn slíkan þegar vinnudeginum líkur í dag og drekka með honum í sig rétta andann fyrir helgina, þann sem einkennist af viljanum til að njóta lífsins og gera vel til sjálfan sig -jafnvel af engu tilefni öðru en því að þurfa ekki að mæta aftur til vinnu fyrr en á mánudag.

Góða helgi.

Cosmopolitan

4 cl Stolichnaya

2 cl Cointreau

6 cl Trönuberjasafi

1 cl Límónusafi

Sítrónubörkur

Latest posts by Ásdís Rósa Þórðardóttir (see all)

Ásdís Rósa Þórðardóttir skrifar

Ásdís Rósa hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2003.