Fallega hálsskrautið

Síðastliðið sumar varð pistlahöfundur vitni af minkadrápi og varð heldur brugðið. Þekking pistlahöfundar á dýrinu var ekki mikil, takmarkaðist við loðið fallegt dýr sem einnig er fallegt hálsskraut. Strax í kjölfar angistar pistlahöfundar við dráp “fallega hálsskrauts dýrsins” kom frétt í útvarpinu frá landbúnaðarráðuneytinu þess efnis að ráðuneytið ætlaði að veita styrk til sveitarfélaganna við veiðar á mink og ref vegna stækkunar stofa þeirra dýra. Við þetta sljákkaði heldur í æsingi pistlahöfundar vegna aftöku fallega hálsskrautsins og sá frekar eftir skinninu eftir frekari umhugsun.

Síðastliðið sumar varð pistlahöfundur vitni af minkadrápi og varð heldur brugðið. Þekking pistlahöfundar á dýrinu var ekki mikil, takmarkaðist við loðið fallegt dýr sem einnig er fallegt hálsskraut. Strax í kjölfar angistar pistlahöfundar við dráp “fallega hálsskrauts dýrsins” kom frétt í útvarpinu frá landbúnaðarráðuneytinu þess efnis að ráðuneytið ætlaði að veita styrk til sveitarfélaganna við veiðar á mink og ref vegna stækkunar stofa þeirra dýra. Við þetta sljákkaði heldur í æsingi pistlahöfundar vegna aftöku fallega hálsskrautsins og sá frekar eftir skinninu eftir frekari umhugsun.

Minkurinn hefur haft áhrif á íslenskt vistkerfi þó hann sé ósérhæfður í fæðuleit. Erfitt er að meta hversu mikil þau áhrif eru, en líklega hafa þau verið mest fyrst eftir að minkurinn breiddist um landið. Við ákveðnar aðstæður getur minkur valdið verulegum skaða á dýralífi og er það ástæða þess að hann er veiddur. Fiskar eru mikilvægasti fæðuflokkurinn fyrir mink og er mikill meirihluti fæðunnar á ársgrundvelli. Fuglar eru þó einnig mikilvæg fæða, sérstaklega að vori- og sumarlagi. Minkur getur valdið miklum usla á æðavarpi og á rjúpnalandi og til þess dæmi að minkurinn hafi lagst á lömb.

Landbúnaðarráðuneytið kom á fóti nefnd um minkinn árið 2003 og skilaði nefndin tillögum um rannsóknir og veiðar á honum árið 2004. Nefndinni var m.a. falið að fjalla um stöðu minks í íslenskri náttúru, útbreiðslu og stofnstærð hans og tjón af hans völdum. Tillögur komu fram um nauðsynlegar aðgerðir til þess að draga úr tjóni af völdum minks, hvernig staðið skuli að veiðum og hvort og hvernig takast megi að takmarka útbreiðslu minks eða útrýma honum úr náttúru landsins. Nefndin lagði til að stefnt yrði að útrýmingu minks eða verulegri fækkun hans og taldi eðlilegt að um rannsóknir og veiðar á mink yrði sett sérstök löggjöf sem tæki til tiltekins tíma og að sá tími yrði notaður til þess að afla þekkingar um það hvort og þá hvernig yrði hægt að stuðla að útrýmingu minks. Þá samdi nefndin drög að frumvarpi að lögum um rannsóknir og veiðar á mink.

Þó ekki líti út fyrir að ráðuneytið sé komið eitthvað meira áleiðis varðandi tillögurnar frá nefndinni er það vissulega fagnaðarefni að ríkið skuli taka við sér og sameinast sveitarfélögunum við að takmarka þennan vágest í íslenskri náttúru. Eftir að hafa aflað sér upplýsingar um þenna varg, eins og hann er kallaður hefur pistlahöfundur ekki eins mikla samúð með dýrinu þó fallegt sé. Tekið skal fram að pistlahöfundur hefur fjárfest í einu “fallegu hálsskrauti”.

Latest posts by Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir (see all)