Andvölvuspá ársins 2006

Eins og venja er við tíðahvörf líkt og eiga sér stað um þessar mundir er rétt að staldra við og líta aðeins um öxl ellegar reyna að sjá inn í framtíðina. Það er nefnilega svo merkilegt að um áramót verður framtíðin að nútíðinni og þátíðin telst endanlega liðin en eins og allir vita kallast þessar tíðu breytingar á tíðinni einmitt tíðahvörf.

Eins og venja er við tíðahvörf líkt og eiga sér stað um þessar mundir er rétt að staldra við og líta aðeins um öxl ellegar reyna að sjá inn í framtíðina. Það er nefnilega svo merkilegt að um áramót verður framtíðin að nútíðinni og þátíðin telst endanlega liðin en eins og allir vita kallast þessar tíðu breytingar á tíðinni einmitt tíðahvörf.

Ritstjórn Flugufótsins hefur í tilefni tíðahvarfa ávallt leitað aðstoðar bestu spámiðla þessa lands og framandi þjóða við að spá fyrir um óorðna tíð. Vegna óviðráðanlegra orsaka þurfti Vala Koskinkorva spámiðill að boða forfall á síðustu stundu en blaðamenn Flugufótsins áttu að hitta hana í gærkveldi. Hún fékk þó ungan mann til að hlaupa í skarðið fyrir sig.

Sá yngisfýr er þó frá öðrum efnisheimi. Heimi sem er gerður úr jáeindum og öðrum andeindum eða svo kölluðum andheimi. Býr hann í And-Skotlandi á And-Jörðu í þeim heimi. Þessi And-Skoti ætlar að spá fyrir um framtíðina fyrir lesendur Deiglunnar að þessu sinni. En eins og gefur að skilja spáir hann ekki fyrir um þá hluti sem hann telur að gerist á næsta ári heldur einungis um þá hluti sem hann telur að gerist ekki.

Ristjórn Flugufótsins hitti piltinn í hádeginu á gamlársdag þar sem hann var klæddur gífurlega sterkum segulsviðsgalla því að ef að efniseindir úr hans heimi komast í snertingu við eindir vors heims er voðinn vís. Sökum þessa var ritstjórnarmeðlimum ráðlagt að vera ekki með úr eða aðra hluti viðkvæma fyrir sterku segulsviði á sér. And-Skotinn talar heldur ekki í samfelldu máli heldur pungar hann út úr sér spádómum í punktaformi. Þurftu blaðamenn að hafa sig alla við til að hripa niður and-spádóma piltsins. Blaðamenn viðurkenna að þeir skildu ekki allt sem and-skoski pilturinn sagði en þeim fannst þeir engu að síður skyldaðir til að leyfa lesendum að rýna í spádómana því hver veit nema hinn nýi Nostradamus sé hér á ferð.

– Björn Ingi mun EKKI fá sæti í borgarstjórn.

– Ísland mun EKKI verða Evrópumeistari í handbolta.

– Unnur Birna mun EKKI verja titil sinn sem ungfrú heimur.

– Ritstjórar DV munu EKKI verða óumdeildir á nýju ári.

– Steinunn Valdís mun EKKI sitja áfram sem borgarstjóri á næsta ári.

– Íslensk fyrirtæki munu EKKI hætta útrás til annarra landa og síðasta yfirtaka íslensks fyrirtækis hefur EKKI átt sér stað.

– Kaupa skal ei nema kaupandi ei á morgun komi.

– EKKI er allt vont þó ei boði gott fyrir framsóknarflokkinn.

– Guðni Ágústsson mun EKKI hætta að tala eins og afdalabóndi frá seytjándu öld og hann mun heldur EKKI fara að verða skynsamur í stefnu sinni í landbúnaðarmálum.

– Íslenska krónan mun EKKI halda áfram að styrkjast á næsta ári.

– Sjaldan er oft sjaldan nánast aldrei.

– Halldór Ásgrímsson mun EKKI verða farsæll forsætisráðherra.

– Framsóknarflokkurinn mun EKKI mælast yfir 10% í skoðanakönnunum á næsta ári.

– Ísland mun EKKI vinna Eurovision.

– EKKI skal búast við stórkostlegum afrekum Íslendinga á vetrarólympíuleikunum.

– Röðin 1, 2, 3, 4, 5 mun EKKI koma í lottó á árinu.

– Séð og heyrt mun EKKI hætta að fjalla um Loga Bergmann og Svanhildi Hólm.

– EKKI skal búast við engum jarðskjálfta á landinu á árinu 2006.

thorlindur@deiglan.com'
Latest posts by Flugufóturinn (see all)