Jólaundirbúningur

Það tímabil sem fólk eyðir í jólaundirbúning hefur lengst. Áður fyrr var það óskráð regla að byrja ekki spila jólalögin fyrr en 1. desember en nú eru ljósvakar byrjaðir.

Nú er rétt mánuður til jóla og þeir sem eru ekki enn byrjaðir að huga að jólainnkaupum ættu að fara að gera það. Margt hefur breyst frá því er áður var og jólaskrautið í Kringlunni er búið að hanga upp í a.m.k. 3 vikur en jólin í IKEA byrjuðu fyrir mánuði síðan. Það tímabil sem fólk eyðir í jólaundirbúning hefur lengst. Áður fyrr var það óskráð regla að byrja ekki spila jólalögin fyrr en 1. desember en nú eru ljósvakar byrjaðir. Verslunareigendur bíða spenntir eftir jólunum líkt og aðrir en ástæðurnar eru aðrar. Það er nefnilega spáð Íslandsmeti í innkaupum fyrir þessi jól og verslunareigendur geta ekki annað en verið bjartsýnir á vertíðina.

En hvernig er hægt að gera góð og hagstæð innkaup og eyða sem minnstum tíma í búðunum?

1.Gera lista yfir hugmyndir handa vinum og ættingjum. Byrja strax í janúar að skrifa hjá sér ef góð hugmynd fæst.

2.Sumarfríið. Byrja að kaupa jólagjafir í sumarfríinu erlendis þegar gengið er hagstætt og verðið þarlendis hagstæðara en innanlands.

3.Internetið. Nú er hægt að kaupa allt milli himins og jarðar á internetinu. Það sparar tíma að geta setið heima við tölvuna, skoðað úrvalið og verslað. Einnig hefur Shop USA fært okkur Íslendinga nær Bandaríkjunum og sérstaklega eru stærri leikföng ódýarari í gegnum þá verslun heldur en beint úr búð hérlendis. En til að allt sé komið í tæka tíð til landsins þá þarf að versla í tíma. Ódýrast er auðvitað að láta senda þetta á hótel ættingja í fríi í Ameríku og láta þá taka þetta með sér heim. Krossa síðan fingur að tollurinn horfi framhjá úttroðnum töskum.

4.Byrja tímanlega og ljúka jólainnkaupum í síðasta lagi viku fyrir jól. Gjafirnar verða dýrari eftir því sem kaupandinn verður örvæntingarfyllri.

5.Síðustu dagana fyrir jól skal eytt í sjálfan sig og njóta þess að vera til.

Ungt fólk er duglegt að nýta sér tæknina við verslun. Með því að versla í gegnum Internetið spörum við okkur tíma við búðarráp sem fellur sérstaklega karlmönnum illa í geð og þægindin við að fá vöruna heim að dyrum. Fólk þarf líka að kanna hvað er hagstætt að kaupa erlendis og hvað ekki. Einnig ef keyptar eru gjafir erlendis er oft betra að vera með á hreinu hvað fólk á og á ekki. Einna hentugast getur verið að versla fyrir börn erlendis. Nú er bara að setjast niður, skrifa lista og hefjast handa. Gleðileg jól.

Latest posts by Rúna Malmquist (see all)