Einelti er helvíti á jörðu

Einelti er líklegast ein af þeim erfiðustu lífreynslum sem fólk getur lent í. Einelti getur skaða fólk fyrir lífstíð.Einelti getur verið andlegt og líkamlegt og oft er það andlega enn erfiðara því það er yfirleitt erfiðara á lækna sár sálarinnar en sár líkamans.

En hvað er einelti?

Einelti er líklegast ein af þeim erfiðustu lífreynslum sem fólk getur lent í. Einelti getur skaðað fólk fyrir lífstíð. Einelti á sér reyndar stað á fleiri lífsskeiðum en hjá börnum og unglingum, því gamalt fólk og fullorðið fólk beitir einelti oft. Einelti getur verið andlegt og líkamlegt og oft er það andlega enn erfiðara því það er yfirleitt erfiðara að lækna sár sálarinnar en sár líkamans.

En hvað er einelti?

Það getur verið allt frá því að skilja út undan þ.e.a.s. að neita um aðgang að samfélagi jafningja, hrinda, sparka, berja, klípa og klóra. Síðan eru verri hlutir eins og að tala illa um einhvern, ógna, hæðast með orðum, halda einhverjum föstum eða loka einhvern inni gegn vilja hans, eyðileggja fyrir einhverjum reglubundið, tala niðrandi til manneskjunnar og særandi athugasemdir um viðkomandi sem geta verið hluti af eineltinu. Þetta er allt misjafnlega átakanlegt en ef þetta spinnur sig saman getur maður svo sannarlega séð að þetta getur haft mjög eyðileggjandi áhrif á fólk, viðkvæmar sálir jafnt sem sterkar. En þetta fær mann einmitt til að hugsa um hvað er það sem leiðir fólk í það að gera þessa hluti og hverjir eru það sem gera þetta?

Það sem einkennir þau börn sem leggja í einelti umfram önnur börn er árásarhneigð og jákvæð viðhorf til ofbeldis og ofbeldisverka. Þessi börn eru skapbráð og vilja stjórna öðrum. Öfugt við það sem oft hefur verið haldið fram af sálfræðingum og barnageðlæknum, að þessi börn séu í raun hrædd og óörugg undir yfirborðinu, kemur í ljós við athuganir að þau eru í meðallagi og yfir meðallagi örugg með sig miðað við jafnaldra. Þessi börn eru líklegri en önnur til að lenda í útistöðum við kerfið á fullorðinsárum. Það virðist sem þessi börn hafi ekki fengið eins ákveðin skilaboð og önnur börn frá nánasta umhverfi sínu um muninn á réttu og röngu. Það virðist einnig sem að þessi börn hafi þolað,,harðari“ uppeldisaðferðir af hálfu foreldra en börn almennt. Er hér meðal annars átt við beitingu líkamlegra refsinga og reiði. Því þarf að sjá til þess að við berum kennsl á þetta vandamál strax og leyfum því ekki að grassera lengi því það hjálpar gerandanum ekki neitt heldur leiðir það jafnvel til verri hluta seinna á lífsleiðinni.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að nokkur sameiginleg einkenni þolenda, sem geta hugsanlega útskýrt af hverju sumir krakkar eru lagðir í einelti en ekki aðrir.

Börn sem verða fyrir einelti eiga það oft sameiginlegt að vera óöruggari, hræddari, hlédrægari, viðkvæmari, hæglátari, varkárari eða hæverskari en börn almennt. Einnig hefur komið í ljós að þessi börn eiga hlýrra og nánara samband við foreldra sína en önnur; þá sérstaklega við móður. Einnig einkennir það þessi börn frekar en önnur að þau stríða ekki öðrum, eru ekki árásargjörn og eru í eðli sínu mótfallin ofbeldi og beita ógjarnan ofbeldi sjálf við lausn ágreinings.

Þó svo að gerendur útskýri eineltið oft með vísun í ýmis ytri einkenni þolenda hafa rannsóknir sýnt að þolendur eru yfirleitt ekki frábrugðnir öðrum krökkum í útliti. Eini marktæki munurinn er að þolendur eru yfirleitt líkamlega veikbyggðari en jafnaldrar þeirra. Það skiptir ekki öllu máli hvers eðlis ofbeldið er. Hvort það er líkamlegt eða andlegt. Það sem er verst er ofbeldi sem á sér stað aftur og aftur þannig að þolendur lifa sjaldnast glaðan dag. Einelti hefur sömu áhrif og annað ofbeldi. Fórnarlambið missir smátt allan þrótt, gleði og lífsvilja og kennir sjálfu sér jafnvel um hvernig komið er.

Þeir sem verða fyrir einelti eru því oft einmanna og yfirgefnir í skólanum. Þeir hafa neikvæða sjálfsmynd og álíta sig heimska, mislukkaða og lítið aðlaðandi.

En þrátt fyrir að við vitum svo marga hluti um einelti þá er eins og skólakerfið hafi ekki úrræðin til þess að vinna í þessum málum. Ef barn lendir í einelti þá á skólakerfið að bregðast rétt við og vera með tækin til þess að koma í veg fyrir að eineltið haldi áfram. En þetta er ekki til.

Þegar Ásta Ragnheiður bar upp á Alþingi spurningu um hvort Tómas Ingi Olrigh hygðist styrkja gerð heimildarmyndarinnar Einelti- Helvíti á jörð, var svar hans eftirfarandi:

,,Það má segja herra forseti að viðbrögð við þessum vanda, sem er alvarlegur vandi og snertir sjálfar undirstöður lýðræðisins, þurfi að vera á tvenns konar sviði. Annars vegar þurfum við að hafa kerfi innan skólanna sem kann að bregðast við þessum vanda og bregst rétt við honum… Það skiptir miklu máli að snúa sér til foreldranna og barnanna sjálfra.

Til þess þurfum við fólk sem hefur hæfileika til að sannfæra fólk um, bæði foreldra og nemendur, hvert sé vandamálið í hnotskurn og það sé mikilvægt fyrir alla aðila, ekki síst þá sem að stunda eineltið að brjótast út úr þessum vanda. Þá eru það einmitt einstaklingar eins og þeir sem hafa verið nefndir hér sem hafa mikla hæfileika til að ná til fólks og sannfæra það og vinna gott verk þar…

Ég mun ýta undir samstarf að þessu tagi og ég mun styrkja það. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að við virkjum á þessu sviði… einstaklinga sem eru reiðubúnir til að láta gott af sér leiða. Það þarf að vinna þetta mál á tvennum vígsstöðum og hinir áhugasömu einstaklingar eru hluti af þessu liði, þessu sjálffróða liði sem vill láta gott af sér leiða í þessum efnum. Ég vil vinna með þeim.“

Nú vil ég leggja til að það verði gerð herferð hjá grunnskólum landsins að finna leiðir til þess að reyna að eyða ofbeldi úr skólunum okkar. Eins og hefur komið fram í þessari grein liggur vandinn oft heima fyrir og það þarf að líta svolítið í eigin barm og finna rót vandans því annars leysist þetta ekki. Stoppum einelti því einelti er svo sannarlega …

Helvíti á jörðu.

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.