Skotnar snyrtivörur

Nýlega fjallaði breska blaðið The Guardian um sölu á collageni frá Kína. Það sem vakti athygli var ekki það hversu almenn notkun Collagens er orðin í lýtaaðgerðum og snyrtivörum sem slétta húðina og stækka varir heldur hvernig það er framleitt og úr hverju. Collagen frá Kína virðist vera unnið úr föngum eftir að þeir eru skotnir.

Nýlega fjallaði breska blaðið The Guardian um sölu á collageni frá Kína. Það sem vakti athygli var ekki það hversu almenn notkun Collagens er orðin í lýtaaðgerðum og snyrtivörum sem slétta húðina og stækka varir heldur hvernig það er framleitt og úr hverju. Collagen frá Kína virðist vera unnið úr föngum eftir að þeir eru skotnir.

Collagen er prótein í húðinni og eitt helsta efnið í liðaböndum og sinum. Collagen er teygjanlegt en með aldrinum minnkar magn collagens i húðinni og það veldur hrukkumyndum. Collagen meðferð eykur fyllingu og sléttir húð en veitir ekki varanlegan árangur og því þarf að endurteknar meðferðir til að viðhalda eftirsóknarverðum árangri.

Það collagen sem framleitt er á Vesturlöndum er yfirleitt framleitt af líftæknifyrirtækjum. Algengt er að efnið sé unnið úr skinni af nautgripum eða þá safnað frá fólki sem gefur hluta af húð sinni. Mikill verðmunur er á collageni framleiddu á Vesturlöndum og því frá Kína. Verðið á collageni í Kína er innan við 5% af verði vörunnar á Vesturlöndum.

Í umfjöllun The Guardian um sölu á collageni frá Kína kom fram að Kínversku framleiðendur efnisins töldu að notkun húðar af líflátnum föngum væri ekkert til að gera veður út af enda væri algengt að líffæri þeirra væru notuð eftir aftöku þeirra. Kínverskir framleiðendur efnisins upplýstu hugsanlega kaupendur um framleiðsluaðferðirnar þegar blaðamenn kynntu sig sem hugsanlega kaupendur efnisins. Slík viðhorf til hráefnisvinnslu koma einkennilega fyrir sjónir á Vesturlöndum þar sem mörgum býður við því að nota snyrtivörur unnar úr föngum eða fóstrum.

Þegar The Guardian grennslaðist opinberlega fyrir um framleiðsluna á collagen við fyrrnefndan söluaðila neitaði hann að húðin úr látnum sakamönnum væri notuð, þrátt fyrir að hafa sagt annað við hugsanlegan kaupanda á vegum blaðsins. Söluaðilinn taldi hins vegar að algengt væri hjá sambærilegum fyrirtækjum að nota húðina úr sakamönnum. Hann greindi frá því að verið væri að þróa aðferðir til vinna collagen úr fóstrum sem hefði verið eytt. Einnig sagði hann frá því að kínversk stjórnvöld hefðu beðið fyrirtækin í bransanum að láta lítið fyrir því fara hvert hráefnið væri.

Sumar af vörum fyrrnefnds framleiðanda hafi nú þegar verið innfluttar í Evrópu en ekki var ljóst hvort vörur í Evrópu innihaldi collagen úr látnum kínverskum föngum.

Viðskipti við þjóðir sem ekki virða mannréttindi eru varhugaverð. Íslendingar sem og aðrar Vestrænar þjóðir mega ekki láta skjótfenginn gróða ganga fyrir á kostnað mannréttinda. Frjáls viðskipti án hindrana við aðrar þjóðir eru mjög mikilvæg en við megum hins vegar ekki sofna á verðinum og líta fram hjá því þegar mannréttindabrot eru framin.

Latest posts by Berglind Hallgrímsdóttir (see all)