Stolnir tölvupóstar

Undanfarið hefur farið fram töluverð umræða um tölvupóst og öryggi hans. Svo virðist sem ýmsir haldi að mjög auðvelt sé að nálgast tölvupósta hvort sem þeir eru sendir eða mótteknir. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta er ekki einfalt og menn þurfa að hafa töluverða kunnáttu til að brjótast inn í slík kerfi, hins vegar er oftar um kæruleysi eiganda póstsins að ræða.

Undanfarið hefur farið fram töluverð umræða um tölvupóst og öryggi hans. Svo virðist sem ýmsir haldi að mjög auðvelt sé að nálgast tölvupósta hvort sem þeir eru sendir eða mótteknir. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta er ekki einfalt og menn þurfa að hafa töluverða kunnáttu til að brjótast inn í slík kerfi, hins vegar er oftar um kæruleysi eiganda póstsins að ræða.

Í þeirri umræðu sem hefur verið í gangi undanfarið hefur helst mátt skilja að um fólskulegar árásir háþróaðra tækniglæpamanna sem geta “stolið” tölvum og tölvupóstum sé að ræða. Slíkt þarf þó ekki og að vera og er reyndar heldur ólíklegt. Margar aðrar aðferðir eru mögulegar og er ætlunin að nefna nokkrar hérna.

Flestir nota þau innbyggðu tölvupóstforrit sem koma með Windows (outlook – forritin). Þessi forrit safna saman öllum innsendum og útsendum skeytum. Jafnvel þótt fólk ætli sér að eyða póstum úr þessum forritum, gleymir það oft að eyða skeytum sem það sjálft hefur sent frá sér. Gestir á heimilum, vinnufélagar eða aðrir sem komast í tæri við viðkomandi tölvu geta auðveldlega afritað þessi gögn, sé tölvan ekki læst með lykilorði.

Hjá þeim sem nota vefpósta, bjóða vafrar upp á að vista lykilorð, þannig að um leið og viðkomandi fer inn á síðuna, birtist lykilorðið fyrir þann sem fer í tölvu viðkomandi. Auðvelt er að fara inn á síðuna þar sem pósturinn er vistaður (t.d. hotmail eða gmail). Í framhaldi er hægt að skoða og áframsenda þann póst sem þar er að finna.

Þriðja leiðin er að giska á lykilorðið, en í könnun sem var gerð fyrir nokkru kom í ljós hversu auðvelt var að fá lykilorð upp úr fólki, auk þess hversu augljós þau voru oft. Þá voru menn að tala um lykilorð eins og “password”, uppáhalds íþrótta liðið sitt, nafnið sitt, náskyldur ættingi, heimilisfang auk nokkurra slíkra atriða. Með því að renna í gegnum þessi atriði er búið að ná að fara yfir mjög stórt hlutfall lykilorða. Þegar það er komið er hægt að skrá sig inn á póstþjón viðkomandi og sækja þann póst sem er geymdur þar, þetta oft takmarkað við póst sem hefur borist á seinustu klukkustundum og ekki póstur sem hefur verið sendur af viðkomandi.

Fjórða leiðin er kæruleysi í áfram sendingum, en oft er fólk með heila spjall þráð í einum pósti og framsendir með öllu. Margir hafa lent í því að senda pósta á rangan aðila, t.d. gleyma einum staf.

Fimmta leiðin eru tengingar við spjallforrit eins og msn, en ef viðkomandi notar hotamail eru tengingar beint úr msn yfir í hotmail aðgang viðkomandi (sama á við um yahoo og google talk). Oft skráir fólk sig inn kæruleysislega víða án þess að skrá sig út þegar það fer eða geymir lykilorðið inni í msn-inu, sem óviðkomandi sem kemur að tölvunni getur notað til að komast yfir tölvupóst eða samtöl.

Í þessum pistli er eingöngu tæpt á nokkrum atriðum varðandi tölvupóst og öryggi hans, fyrir þá sem vilja vera öruggir er einfaldasta leiðin að nota einfaldlega ekki tölvupóst um viðkvæm gögn. En fyrir þá sem vilja auka öryggi sitt er til ókeypis dulkóðunar hugbúnaður, setja flókin password (sjá t.d. pistilinn lok, lok og læs), eyða pósti eftir lestur (bæði úr inboxi og sent boxi), að senda ekki á óviðkomandi aðila eða nota bara alls ekki tölvupóst til að senda viðkvæmar upplýsingar. Að lokum þá er einföld leið sem sjaldan er bent nógu oft á, að ef menn vilja tryggja gögnin sín er einfaldast að taka reglulega afrit og geyma á öruggum stað eins og í bankahólfi.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.