Dagur í lífi Turing-prófs fallista

Breski stærðfræðingurinn Alan Turing hefur verið nefndur faðir tölvunarfræðinnar. Eitt af eftirminnilegri verkum hans var framsetning á prófi sem sker úr um hvort tölva hafi náð mannlegri greind. Hugmyndin er sáraeinföld: Maður skiptist á skriflegum skilaboðum við ósýnilegan viðræðenda (t.d. með tölvupósti eða tölvuspjalli). Ef maðurinn getur ekki gert greinarmun á því hvort hann er að ræða við tölvu eða manneskju, þá hefur tölvan staðist Turing-próf.

Breski stærðfræðingurinn Alan Turing hefur verið nefndur faðir tölvunarfræðinnar. Eitt af eftirminnilegri verkum hans var framsetning á prófi sem sker úr um hvort tölva hafi náð mannlegri greind. Prófinu lýsti hann í grein sem nefndist „Tölvur og greind“ og birtist árið 1950. Hugmyndin er sáraeinföld: Maður skiptist á skriflegum skilaboðum við ósýnilegan viðræðenda (t.d. með tölvupósti eða tölvuspjalli). Ef maðurinn getur ekki gert greinarmun á því hvort hann er að ræða við tölvu eða manneskju, þá hefur tölvan staðist Turing-próf.

Ár hvert er svokölluð Loebner keppni haldin, þar sem Turing próf er lagt fyrir bestu gervigreindarforrit veraldar. Turing sjálfur spáði því að árið 2000 yrðu til tölvur sem gætu blekkt 30% mennskra dómara í 5 mínútur. Ekki hefur þó enn þá komið fram forrit sem staðist hefur prófið, en sumar tilraunirnar eru lygilega góðar.

Ekki þarf að taka fram að fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um gagnsemi Turing prófsins. Það er t.d. ekki sjálfgefið að forrit, sem getur kjaftað skammlaust um veðrið, búi yfir öðrum þáttum mannlegrar greindar og svo eru auðvitað til manneskjur sem varla geta haldið uppi samræðum. Það má því gera ráð fyrir að nokkrir efasemdamenn hafi glott út í annað yfir óförum Jasons nokkurs Striegel.

Jason þessi hafði, eins og svo margir, skráð sig á MSN spjallnetið og notaði það til samræðna við vini og kunningja í gegn um tölvuna sína. Skyndilega fór að bera á því að alls ókunnugt fólk fór að stofna til undarlegra samræðna við hann:

heltannadur86: svo þú ert kynlífsforrit?

jmstreigel: uhum, nei. hver í andsk. ert þú?

heltannadur86: jú víst! ég fann MSN nafnið þitt á vefsíðu

jmstreigel: það er nú ljómandi, en ég er nokkuð viss um að þú ert að rugla mér saman við einhvern annan.

heltannadur86: bara venjulegt forrit þá?

jmstreigel: neibs, ég er mennskur

heltannadur86: endaþ?

jmstreigel: nei takk.

heltannadur86: hvað?

jmstreigel: ég hef ekki áhuga á samræðum sem byrja á stöfunum „endaþ“

heltannadur86: gerðu það, segðu eitthvað sexy

jmstreigel: í alvöru talað. ég held þú farir nafnavilt

heltannadur86: ég vissi það!!!

heltannadur86: þú ert greinilega forrit!

Frekari fróðleikur:

Færsla Wikipedia um Alan Turing

Greinasafn Alans Turing

Loebner keppnin

Jabberwacky gervigreindin

A.L.I.C.E gervigreindin

Blog síða Jasons Striegels