McSlæða

Um daginn keypti undirritaður sér kaffi á Aðaljárnbrautastöðinni í Kaupmannahöfn. Eins og sönnum fjölmenningarsinnuðum kapítalista sæmir var kaffið keypt í McDonalds. Þótt kaffið hafi verið ágætt var það þó höfuðklæðnaður starfstúlkunnar sem gladdi hjarta undirritaðs. Þetta var blá höfuðslæða með kunnuglegum gulum „M“-um á víð og dreif.

Um daginn keypti undirritaður sér kaffi á Aðaljárnbrautastöðinni í Kaupmannahöfn. Eins og sönnum fjölmenningarsinnuðum kapítalista sæmir var kaffið keypt í McDonalds. Þótt kaffið hafi verið ágætt var það þó höfuðklæðnaður starfstúlkunnar sem gladdi hjarta undirritaðs. Þetta var blá höfuðslæða með kunnuglegum gulum „M“-um á víð og dreif.

Slíkar vinnustaðaslæður eru ekki einsdæmi hér í Danmörku. Árið 2000 vann ung írösk stúlka mál gegn Magasin í Óðinsvéum. Hún hafði verið rekin fyrir að neita taka af sér hijab-slæðuna. Dómsmálið hafði auðvitað mikið fordæmisgildi, héðan í frá þurfa fyrirtækin að taka tillit til þess, ef konur hafa þessar tilteknu ósk um höfuðklæði.

Nokkur stærri fyrirtæki hafa brugðist við með því að búa til sérstakar fyrirtækjahöfuðslæður, þannig geta kvenkyns starfsmenn McDonald’s nú valið milli McDonald’s derhúfunnar eða McDonald’s slæðunnar. Reyndar þegar litið er á þessa valkosti verður ljóst hve mikið bull allt tal um slæðu sem kúgunartákn kvenna er. Hvaða kona klæðist gulblárri derhúfu ótilneydd?

Reyndar hef ég, líkt og eflaust einhverjir aðrir, blendnar tilfinningar til dómsmála svipaðra þeim sem og hér var minnst á að ofan. Vissulega finnst mér forkastanlegt að einhver skuli reka starfsmann einungis fyrir að bera saklausan fatnað sem hvorki truflar neinn né skaðar. Hins vegar er alltaf spurning hvað dómstólum komi það við hver og af hverju er ráðinn eða rekinn hjá einkafyrirtækjum. En þá kemur næsta spurning: Hversu mikið fífl má einhver vera í nafni frelsisins? Værum við sáttir ef einhver neitaði lituðu fólki um afgreiðslu? Og væri þá fyrir okkur, neytendur, að sniðganga viðkomandi aðila, eða þarf aðkomu dómsstóla til.

Í öllu falli þá held ég að vænlegast til árangurs sé ef fyrirtækins sjálf sýni gott frumkvæði, áður en þau eru rassskelld af yfirvöldum. McDonald’s til dæmis mótaði sína stefnu í slæðumálum vel hálfu ári áður en ofannefndur Magasin-dómur féll. Eins og áður sagði sér fyrirtækið þeim kvenstarfsmönnum sínum sem það vilja fyrir sérstökum McDonald’s slæðum sem þær geta borið í stað derhúfanna ljótu.

Þetta framtak McDonald’s er auðvitað til fyrirmyndar. Fyrirtækinu tókst þannig að koma til móts við menningalega sérstöðu sumra starfsmanna sinna án þess að gera þeim þó hærra undir höfði en öðrum. Skyndibitakeðjan var þannig eitt fyrsta stórfyrirtækið í Danmörku til að stíga þetta jákvæða skref.

Auðvitað munu danskir alterglóbalistar og aðrir ekki hætta að hatast við McDonald’s þrátt fyrir þetta eða önnur jákvæð tilþrif í þágu starfsmanna sinna. Áfram munu einhverjir róttæklingar brenna fána þessa fyrirtækis sem virðist hafa helst það til saka unnið að vera bandarískt og skila hagnaði. Enginn brennir enn þá fána Magasin.

Kannski þykir enn í lagi að vera í eigu Íslendinga.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.