Þekktu óvin þinn

Þú þarft að þekkja óvin þinn er oft sagt. Undirritaður hefur oft velt sér upp úr áróðurs tækni, og er sannfærður um að þetta sé sterkasta vopn yfirvalda til að rugla í fólki! Til að fyrirbyggja það að þú lesandi góður blekkist ætlar undirritaður að segja þér lítið frá þessu vopni svo auðveldara sé fyrir þig að átta þig á hættunni sem leynist allstaðar.

Þú þarft að þekkja óvin þinn er oft sagt. Undirritaður hefur oft velt sér upp úr áróðurs tækni, og er sannfærður um að þetta sé sterkasta vopn yfirvalda til að rugla í fólki! Til að fyrirbyggja það að þú lesandi góður

blekkist ætlar undirritaður að segja þér lítið frá þessu vopni svo auðveldara sé fyrir þig að átta þig á hættunni sem leynist allstaðar.

Áróður er markviss og einhliða efnistúlkun í þeim tilgangi að móta, viðhalda eða breyta viðhorfum, skoðunum eða trú fjöldans. Hann getur ýmist verið beinn og opinskár eða dulbúinn. Áróður miðast við fjöldann. Hann er einhliða efnistúlkum og miðar að því að móta skoðanir þeirra.

Hitler skrifaði um áróður í bókinni Mein Kampf á sínum tíma. Ætlar undirritaður að draga út meginefni 6. kafla bókarinnar því enn í dag er þetta undirstaða alls nútíma áróðurs.

1.Áróður á að miða við fjöldann, sem hefur fremur litla menntun, en ekki við menntamenn, þar sem áróður er list en ekki vísindi. Listin verður alltaf að stefna að tilfinningu, ekki rökhyggju fólks. Það þarf að

sannfæra fólk á grundvelli tilfinninga.

2.Áróður má ekki vera flókinn, þar sem áróðurinn á að miðast við fjöldann og fjöldinn hefur þröngt hugarsvið, skilningur hans er takmarkaður og gleymska mikil. Nauðsynlegt er að endurtaka aftur og aftur. Stöðug og

regluleg endurtekning er mikilvægasta regla áróðursins.

3.Nauðsynlegt er að halda sér við einhliða efnistúlkun. Alls ekki vega og meta mótrök. Fullyrða bara og dæma aðeins eina hlið málsins.

4.Viðhorf fjöldans til málefna er ekki flókið heldur einfalt og algjört. Það snýst bara um fáa afgerandi möguleika, svo sem svart og hvítt, ást eða

hatur, rétt eða rangt, en aldrei að hálfu leyti um eitthvað. Þess vegna á ekki að dóla sér við eitthvað málefni sem skiptir ekki máli. Dæmi; Annað

hvort ertu vinur eða óvinur. Aldrei fara meðalveginn. Dæmi: Annað hvort ertu vinur eða einhver. Það á ávallt að skella allri skuldinni á óvininn og aldrei tala vel um hann. En jafnframt aldrei illa um samherja.

5.Áróður þarf alltaf að vera samkvæmur sjálfum sér. Áróðursvélin má aldrei tala í kross heldur þarf alltaf að segja það sama en má nota misjöfn orð og tjáningarform. Sífelld endurtekning er mjög mikilvæg til árangurs.

6.Í áróðri þarf að halda sér við það smáa og endurtaka það stanslaust.

7.Enda þótt fjöldinn, sem áróðurinn miðast við hafi þrönt hugarsvið, skilningur hans sé takmarkaður, gleymska mikil og áhugi takmarkaður fyrir smámunum, þá er samt hættulegt að mála rangar myndir á vegginn, ef staðreyndir um hið gagnstæða blasa við.

8.Þar sem áróður er leið að markmiðinu til að sannfæra fólk um gildi þess, sem stefnt er að, eða fá það til að trúa því, sem túlkað er, verður að nota áróðursaðferðir afstæðar til lokamarkmiðanna, sem stefnt er að, og

fórna því, sem réttlætanlegt er að fórna fyrir það. Ef takmarkið er t.d. tilvera félagshóps eða þjóðar, þá helgar þetta mikla markmið hvaða hagnýtanleg áróðursmeðul sem tiltæk eru.

Undirritaður sér mikið sameiginlegt með áróðurstækni íslenskra stjórnmálaflokka og þessara 8 reglna sem Hitler lagði fram á sínum tíma. Vörum okkur á hættunni.

Heimildir:

Adolf Hitler: Mein Kampf, bls. 227- 242. Þessir 8 þættir eru að sjálfsögðu mikið styttir og endursagðir, en reynt er að draga fram áherslunar í hverjum þeirra. )

Ómerktar bls. Fundnar í geymslu hjá Afa gamla um áróður.

aron@deiglan.com'
Latest posts by Aron Ólafsson (see all)