Ótrúlega óhæf borgarstjórn

Ef veitt væru verðlaun fyrir heimsins lélegustu borgarstjórn þá er vel líklegt að borgarstjórn Reykjavíkurborgar myndi mæta árlega, í sínu fínasta pússi, til að veita verðlaununum viðtöku. Mætti jafnvel hugsa sér að verðlaunin yrðu fljótlega skýrð í höfuðið á borgarstjórn Reykjavíkur.

Ef veitt væru verðlaun fyrir heimsins lélegustu borgarstjórn þá er vel líklegt að borgarstjórn Reykjavíkurborgar myndi mæta árlega, í sínu fínasta pússi, til að veita verðlaununum viðtöku. Mætti jafnvel hugsa sér að verðlaunin yrðu fljótlega skýrð í höfuðið á borgarstjórn Reykjavíkur.

Að öllu gamni slepptu þá er ljóst að borgarstjórnin ætti slík verðlaun fyllilega skilið því ástandið á borginni er núna þannig að það er erfitt að taka eitthvað ákveðið atriði úr þegar gagnrýna á borgarstjórn Reykjavíkur, hæfileikaleysið er nær algert og klúðrið takmarkalaust.

Auðvitað byrja menn þó á að nefna fjármálin. Það skilur nefninlega enginn hvernig í ósköpunum það er hægt að auka skuldir eins sveitafélags um 1100% á meðan íbúunum fjölgar bara um 11%! Það væri eðlilegt ef 11% fjölgun íbúa hefði leitt af sér 11% aukningu skulda. Það kostar fjárfestingu að byggja upp ný hverfi en á móti koma auknar skatttekjur.

Ríkisstjórnin undirritaði víst viljayfirlýsingu á dögunum um að kaupa hlut Reykjvíkurborgar í Landsvirkjun. Ágiskað kaupverð er í kringum 40 milljarðar. Hvað ætlar síðan Reykjavíkurborg að gera fyrir þessa gríðarlegu fjárhæðir? Lækka skatta?Ó nei! Borgin fær ekki krónu af þessum pening því hún hafði hreinlega sleppt því að greiða í lífeyrissjóð starfsmanna sinna og mun ríkisstjórnin grípa inn í og borga lífeyrissjóðsgjöld starfsmanna Reykjavíkur. Allt kaupverðið mun fara í þetta.

Fjárhagsstaða Reykjavíkur er stundum borin saman við önnur sveitafélög. Sú staðreynd að það sé yfirleitt reynt að bera höfuðborg landsins saman við önnur sveitafélög sýnir hversu langt niður í svaðið borgin er komin.Frá því að við fengum sjálfstæði hafa landsmenn verið samtaka um að byggja upp öfluga höfuðborg og hafa dælt peningum til Reykjavíkur í formi skatta til uppbyggingar. Dæmi eru Háskóli Íslands, Landsspítali Háskólasjúkrahús og öll ráðuneyti. Síðan eru menn að reyna að bera saman Reykjavíkurborg, sem allt Ísland hefur greiðir rentu til, saman við bæjarfélög sem eru með nær engan iðnað eða stjórnsýslu? Brandarinn er síðan að Reykjavíkurborg stendur sig yfirleitt afleitlega í samanburði við nágrannasveitafélög.

Fyrir stuttu síðan þá réði Jón Helgi Guðmundsson forstjóri Norvik hf hana Ásdísi Höllu Bragadóttir bæjarstjóra Garðabæjar sem forstjóra yfir Byko samstæðunni. Að sögn þá leitaði Jón að leiðtoga sem gæti komið fyrirtækinu í fremstu röð.

Það verður að teljast afar hæpið að Jón hafi haft einhverja borgarfulltrúa R-listans á lista yfir vænlega umsækjendur. Kjósendur í Reykjavík virðast því miður ekki sammála.

Latest posts by Óli Örn Eiríksson (see all)

Óli Örn Eiríksson skrifar

Óli Örn hóf að skrifa á Deigluna í september 2004.