Nýtt blað – fyrstu viðbrögð

Fyrir helgi fékk ég fyrstu útgáfu af nýju blaði, Blaðinu. Hérna var hefðbundið léttmetisblað á ferðinni með fáum nýjungum eða breytingum frá því sem maður hefur séð. Eini munurinn var að blaðið var með póstinum þegar heim var komið úr vinnunni í stað þess að vera með Fréttablaðinu um leið og maður vaknaði.

Fyrir helgi fékk ég fyrstu útgáfu af nýju blaði, Blaðinu. Hérna var hefðbundið léttmetisblað á ferðinni með fáum nýjungum eða breytingum frá því sem maður hefur séð. Eini munurinn var að blaðið var með póstinum þegar heim var komið úr vinnunni í stað þess að vera með Fréttablaðinu um leið og maður vaknaði.

Þeir sem hefja útgáfu Blaðsins eru reynsluríkir menn í þessum bransa og hafa alveg örugglega gert skotheldar áætlanir um það hvernig eigi að reka svona blað. Sjálfsagt treysta menn á að blokkir óvilhallar baugsveldinu muni beina auglýsingafjármunum sínum í þessa átt, og einnig vegna þeirrar staðreyndar að það muni koma inn á hvert heimili og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Það sem verður þeim líklega erfiðast er að klífa er dreifileiðin, en með því að dreifa blaðinu með póstinum fá flestir Blaðið sent heim til sín seinni part morguns eða síðar. Flestir munu því sjá þetta blað um leið og þeir koma heim seinni partinn. Hins vegar er blaðið gefið út um morguninn og því líklega engar fréttir sem ekki voru ekki að finna í Fréttablaðinu fyrr um morguninn. Menn þurfa svo að meta hvort hraðinn sé orðin það mikill í dag að það skipti máli.

Hins vegar verður Blaðinu dreift í fyrirtæki en það er markaður sem Fréttablaðið hefur algjörlega sleppt. Það er því líklega sá staður sem flestir munu sjá þetta blað og það mun liggja í kaffistofum fyrirtækjanna. Þar mun líklega liggja einn helsti styrkur Blaðsins.

Annar markaður sem enginn hefur raunverulega nýtt sér er að dreifa svona blaði í skólana, en víða erlendis er metróblöðunum dreift m.a. í skólum. Þessu blaði er víst að beint töluvert að ungu fólki. Til þess að ná greiðlega til þessa hóps þyrfti ekki meira en að senda bílstjóra hring með blaðið í helstu háskóla og framhaldsskóla. Þar myndi blaðið verða lesið upp til agna. Hvað gerir fólk ekki til þess að sleppa við að hlusta á kennarana?

Helsta spurningin hjá mér núna er þó hvernig getur maður komið í veg fyrir að maður fái þetta blað heim til sín. Nóg er af ruslpóstinum samt, að ekki eigi að bæta við heilu dagblaði, uppfullu af auglýsingum. Þótt ég sé ekki einn af þeim sem almennt er á móti því að fá til mín auglýsingabæklinga er ég hræddur um að þetta nýja blað muni einmitt fylla kvótann, þar sem leiðin mun líklega liggja beint úr póstkassanum og í blaðagáminn án mikillar skoðunar.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.