Séríslenskir stafir í lénum

Undanfarið hefur verið töluverð umræða um lén með íslenskum stöfum og að aðilar hafi ekki verið að nýta sér að skráningu á lénum með séríslenskum stöfum. Fyrirtæki hefur tekið að sér að benda á þetta með því að skrá nokkur algeng lén eins og RÚV.is og senda áminningar í fjölmiðlum.

Undanfarið hefur verið töluverð umræða um lén með íslenskum stöfum og að aðilar hafi ekki verið að nýta sér að skráningu á lénum með séríslenskum stöfum. Fyrirtæki hefur tekið að sér að benda á þetta með því að skrá nokkur algeng lén eins og RÚV.is og senda áminningar í fjölmiðlum.

Töluverð umræða hafði farið um þessi lén, meðal annars vandamál við póstsendingar með þeim en margir póstþjónar höndla ekki þessa séríslensku stafi. Fyrstu 6 mánuðina eftir að skráning hófst (júlí 2004) höfðu aðilar með skráð lén forgang að þessum sérstöku lénum, en eftir það getur hver sem er skráð hvaða lén sem er. Hingað til hefur gilt að fyrstu kemur, fyrstu fær. Þannig hefur það hvatt menn til að fylgjast með því hvað er í gangi í þessum málum og skrá sér þau lén sem þeim tengjast.

Hins vegar eru nokkrar reglur um takmarkanir á þessu:

i) lén er eins og skrásett vörumerki sem orðmerki hjá Einkaleyfastofu og vörumerki hafi verið skráð áður en léni var úthlutað og

ii) að sá sem lénið skráði hafi ekki lögmæta hagsmuni af notkun lénsins og

iii) að sá sem lénið skráði hafi ekki verið í góðri trú um rétt sinn til lénsins þegar sótt var um skráningu þess.

Sem dæmi má taka eftirtalin atriði sem talin eru benda til að ekki hafi verið sótt um lén í góðri trú um rétt til lénsins:

i) að lén hafi verið skráð í þeim tilgangi að selja, leigja eða veita öðrum aðila aðgang að léninu fyrir verð sem er sannanlega hærra en sem nemur kostnaði við skráningu og endurnýjun léns eða

ii) lén hafi verið skráð í þeim eina tilgangi að hindra samkeppnisaðila í að skrá sama lén

Þessar reglur hafa reynst ágætlega og hefur t.d. ekki komið fram markaður að neinu marki hér á landi með lén, líkt og gerst hefur erlendis. Þar hafa fyrirtæki þurft að greiða milljónir til að fá lén með vörumerkjum þeim tengdum til sín eða standa í kostnaðarsömum málaferlum. Þar er þó um mjög margar endingar á lénum að ræða og fyrirtæki hafa orðið að skrá vörumerki sitt í mörgum löndum og mismunandi formum svo þau verði ekki misnotuð. Dæmi um slíka misnotkun er „whitehouse.gov“, heimasíða forsetans hins vegar geta menn skemmt sér á „whitehouse.org“. Annað dæmi er „martinlutherking.com“ en það er klám síða, og hins vegar „martinlutherking.org“ tengt samtökum klu klux klan. Hvorug tengist raunverulegum boðskap Marin Luther Kings. Þetta gæti ekki átt sér stað á Íslandi miðað við þær reglur sem gilda í dag.

Á undanförnum árum hefur þjónusta ISNIC batnað til muna, sem dæmi er að aðilar geta sjálfir breytt upplýsingum um sig á netinu án endurgjalds. Hins vegar má ýmislegt batna t.d. er kærugjald út fyrir öll velsæmismörk (74.700 kr.). Eins og um önnur fyrirtæki sem eru með einokunarstöðu getur ISNIC leyft sér ýmislegt. Stærsta ástæðan fyrir þessari gagnrýni sem nú er á ISNIC er komin til vegna kynningarátaks hjá netfyrirtæki, sem er að leita sér að kastljósi fjölmiðla í smá tíma.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.