Nei þýðir Nei, Nauðgun er glæpur

V-dagurinn er hreyfing og skipulagt framtak til þess að binda endi á ofbeldi gegn konum fyrir fullt og allt. V-dagurinn hefur sýn á þjóðfélag þar sem konur geta lifað frjálsar og öruggar. V-dagurinn er bylting sem vill efla vitund manna um málefnið sem er svo brýnt. V-dagurinn er í dag

Ég er sko vinur þinn

Í dag er V-dagurinn og því er mikilvægt að við lítum aðeins á þau málefni sem þar ber http://www.vdagur.is/ hæst. Ég vona að flestir viti um hvað V-dagurinn snýst en ef ekki þá er hér stutt lýsing á því . V-dagurinn er hreyfing og skipulagt framtak til þess að binda endi á ofbeldi gegn konum fyrir fullt og allt. V-dagurinn hefur sýn á þjóðfélag þar sem konur geta lifað frjálsar og öruggar. V-dagurinn er bylting sem vill efla vitund manna um málefnið sem er svo brýnt.

Viðhorfsbreyting fólks er eitthvað sem ber hæst í þessari baráttu því mikið virðist bera á því í dómum dómstóla landsins að viðhorfin séu mjög gamaldags. Það skiptir máli hvernig stúlkan er klædd, í hvaða ástandi hún var og hver tengls nauðgarans og fórnarlambsins voru. Dómarar verða að kynna sér málið til hlýtar eins og gefur að skilja. En erfitt er að samþykkja það að ef stúlka er ölvuð og ræður ekki við árásarmanninn eða hún er talin gefa vini sínum undir fótinn að það sé mælt til refsilækkunar eða sýknunar.

En við verðum að byrja á okkur sjálfum. Ég tel að margir hafi á eitthverjum tímapunkti bent á stelpu og sagt hún er nú að bjóða upp á að það verði ráðist á hana. Eða ef maður heyrir enn eina nauðgunarsöguna af verslunarmannahelginni og maður lætur út úr sér var hún drukkin eða dauð? Málið er hins vegar að það er ekki hægt að bjóða upp á að láta nauðga sér. Það er einfaldlega í engu tilfelli réttlætanlegt að taka manneskju og á svipstundu svipta henni öllu því frelsi sem hún á.

Staðreyndirnar tala sínu máli. Á árunum 1993-2000 voru 59 karlmenn ákærðir fyrir nauðgun. Þar af fóru 56 mál fyrir héraðsdóm en 3 mál voru afturkölluð eða var vísað frá. Sakfellt var í 37 (66%) málum en sýknað í 19 (34%) málum. Árið 1998 voru 96 kynferðisbrot kærð til lögreglu, árið 1999 fjölgaði þeim í 119, árið 2000 voru kærurnar 149 og árið 2001 voru 175 kynferðisbrot kærð til lögreglu á landinu öllu.

Fjöldi dóma hefur hins vegar verið svipaður öll árin, ef undan er skilið árið 2001. Þannig féllu 24 dómar árið 1998, 22 dómar árið 1999, 24 dómar árið 2000 og 36 dómar árið 2001. Fleiri konur í heiminum láta lífið eða missa heilsuna af völdum ofbeldis sem einhver sem þær þekkja hefur framið, heldur en af völdum krabbameins, hernaðarátaka, malaríu og umferðarslysa samanlagt.

Hvað er svo hægt að gera í stöðunni? Horfum við framan í óendanlegar tölur sem bara hækka með hverju árinu og ekkert batnar? Er ekkert sem við getum gert? Leiðin að hinu fullkomna jarðlífi er kannski ekki fullmótuð enn en nauðgun er glæpur og því má aldrei gleyma. Opin umræða er af hinu góða og við verðum að standa vörð um rétt okkar því enginn má brjóta á rétti þínum eða þinna.

Látum í okkur heyra því þessu má aldrei gleyma. Mættu í Íslensku Óperuna í kvöld og taktu þátt í V-deginum 2005. Húsið opnar 20:00 og nánari upplýsingar eru á http://www.vdagur.is/

Sumir eiga bara séns í dauðar stelpur

Heimildir vdagurinn.is

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.