Netsíður stjórnmálamanna

Bloggið hefur náð gríðarlegum vinsældum hér á landi og líklega eiga Íslendingar heimsmet í því miðað við höfðatölu eins og svo mörgu öðru. Stjórnmálamenn hafa í aukum mæli notað þessa aðferð til að nálgast fjölmiðla og kjósendur. Þó má spyrja sig hvort þetta sé gagn eða böl, þar sem þessi skrif hafa oft verið notuð gegn mönnum.

Bloggið hefur náð gríðarlegum vinsældum hér á landi og líklega eiga Íslendingar heimsmet í því miðað við höfðatölu eins og svo mörgu öðru. Stjórnmálamenn hafa í aukum mæli notað þessa aðferð til að nálgast fjölmiðla og kjósendur.

Þegar þessar síður hjá stjórnmálamönnum eru skoðaðar kemur fljótt í ljós að þær eru ótrúlega misjafnar. Sumar eru leifar þess þegar framundan voru prófkjör eða kosningar voru í nánd, og eru lítið annað en hefðbundið “net-rusl”, leifar af efni sem er fyllir netið og gagnast mest sagnfræðingum seinni tíma. Í þessum hópi eru líka síður ýmissa sem ákváðu að byrja en misstu svo móðinn eftir mislangan tíma og standa þannig óhreyfðar.

Hinir eru þeir sem skrifa reglulega, kannski einu sinni í viku eða dag og viðhalda síðunum sínum mjög veglega, með nýju efni, ræðum, greinum og öðru sem frá þeim kemur. Þessar síður verða oft mjög góður og fróðlegur gagnabanki um viðkomandi. Ekki síst verður þetta skemmtilegt fyrir viðkomandi stjórnmálamann þar sem hann getur vísað á einum stað á alla slíka vinnu sem hann hefur lagt í. Efnistökin eru gríðarlega misjöfn hjá þessum hópi og misjafnt hvernig fólk velur að snúa sér að viðfangsefninu, þannig skrifa sumir mest um eigið líf en sleppa að fjalla mikið um stjórnmál. Aðrir segja ekkert af sjálfum sér en setja eingöngu fram skoðanir sínar, svo eru þeir auðvitað sem blanda þessu saman.

Fyrir stjórnmálamenn sem ætla að gera svona vel er töluvert mikið sem þarf að ákveða áður en lagt er af stað. Þannig þarf fólk að vera búið að gera sér grein fyrir hlutum eins og hverjir eiga að lesa síðuna, um hvað á að skrifa, hvað á oft að skrifa eða hvað verkefnið á að kosta? Sumir hafa fengið með sér í lið bestu netgúrúa og keypt dýra þjónustu og komið með síður þar sem hugsað er út í alla hluti eins og aðgengi og stíl. Aðrir hafa ákveðið að skella sér af stað með því að skrá sig á ókeypis síður, þar sem nóg er að ákveða að hefja skrif og byrja svo að skrifa.

Fyrir fjölmiðla geta þessar síður verið gríðarlega mikilvægar, þar sem þær verða oft gagnabanki um skoðanir viðkomandi. Fjölmiðlamenn sem eru undir gríðarlegri tímapressu geta notað svona síður til að finna efni í fréttir og vita nokkurn veginn hvaða skoðun eða hvað þeir eru að fá þegar þeir leita til viðkomandi. Margar þessar síður bjóða upp á skráningu á póstlista og senda út tilkynningar sem fjölmiðlamenn nota oft og vekja nægja athygli til að birtast í fjölmiðlum.

Fyrir almenning getur þetta jafnframt mjög mikilvægt þar sem aðgengi að skoðnum viðkomandi þingmanna. Þannig er kominn vettvangur til að lesa um viðkomandi og fá kynningu á viðkomandi. Hægt er að lesa um þau mál sem viðkomandi setur á oddinn og fylgjast með starfinu um leið og það gerist en ekki bara heyra um það “10 mínútum” fyrir kosningar. Hægt er að skoða ræður og skrif langt aftur í tímann. Jafnframt er hægt að benda viðkomandi stjórnmálamanni á efni eða þætti sem betur mega fara.

Í það heila hljóta vefsíður stjórnmálamanna að teljast mjög jákvæðar, þeir þurfa hins vegar að gefa sér tíma í að hugsa og skipuleggja það sem þeir ætla að gera með síðurnar og þær skoðanir sem þeir setja fram þar. Því á sama tíma og þetta gagnast stjórnmálamönnum eru þeir að mynda grunn sem andstæðingar viðkomandi geta sótt í og notað gegn viðkomandi. Um þetta á eins og annað efni sem þeir senda frá sér að ef ekki er rétt að staðið og þær skoðanir sem eru settar þar fram standast ekki nánari skoðun getur þetta skaðað viðkomandi.

Ýmis blogg:

www.ekg.is

www.sigurjon.is

www.astamoller.is

www.sturla.is

www.haddi.is

www.bjorn.is

blog.central.is/arni_thor

www.althingi.is/hjalmara

www.agustolafur.is

www.bjorgvin.is

www.gudmundsson.net

www.althingi.is/arj

www.lara.is

www.simnet.is/hnefill

www.xb.is/dagny

www.eldhorn.is/hjorleifur

www.jafnadarmenn.is/svanfridur

www.althingi.is/magnush

www.althingi.is/johanna

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.