Dan Quale, andans jöfur

sdfdÉg veit að þú telur þig skilja það sem þú last, en ég er ekki viss um að þú áttir þig á að það sem þú heldur að þú hafir lesið var ekki það sem ég meinti.

„What a waste it is to lose one’s mind. Or not to have a mind is being very wasteful. How true that is.“

Í bókaverslunum er vart þverfótað fyrir hvers kyns ritum sem eiga það sammerkt að gera lítið úr núverandi forseta Bandaríkjanna. Enda er ástæðan ærin og tækifærin sjálfsagt ekki færri. Það væri samt svolítið þreytt — jafnvel ofnotað — að teygja lopann með upptalningu á öllum þeim aragrúa öfugmæla sem hann hefir látið frá sér fara. Hins vegar geta allir sómakærir lesendur Deiglunnar glaðst yfir því að George W. Bush er sennilega ekki alveg jafnorðóheppinn og hann virðist vera við fyrstu hlustun. Þannig vill nefnilega til að lunginn af þeim fleipum sem honum eru eignaðar eiga rætur sínar að rekja til stórmeistarans Dan Quale, fyrrum varaforseta Bandaríkjanna. Gefum honum orðið í smá stund til að lesendur átti sig betur á hlaupvídd kappans: „I have made good judgements in the past. I have made good judgements in the future“, sem var vissulega rétt hjá Quale enda er hann í huga margra einhver eftirminnilegasti varaforseti síðari tíma.

Að grunni til var Quale algert idjót — það verður bara að segjast eins og er. Slíkt er alltaf verra ef menn vilja láta taka sig alvarlega enda hefir fennt alveg furðufljótt í spor þessa ands jöfur. Rifjum þetta nú aðeins upp…

„Republicans understand the importance of bondage between a mother and child.“ — er sennilega ein frægasta málsgreinin sem eignuð hefir verið George W. Bush. Hún er hins vegar rangfeðruð enda uppspuni okkar manns frá rótum.

Fimbulfamb R-listans um skuldasöfnun borgarinnar má sín lítils gagnvart útskýringum Quale á umhverfisvernd: „It isn“t pollution that’s harming the environment. It“s the impurities in our air and water that are doing it“. Sem í lauslegri þýðingu á R-lista-mállýsku myndi útleggjast eitthvað á þennan veginn: „Það er ekki skuldasöfnun sem er að sliga borgarbúa. Borgarstjórnin eyðir bara langt um efni fram.“

Okkar maður stóð til reiðu að útskýra samband orsakar og afleiðingar í kjölfar King-óeirðanna sem brutust út í Los Angeles-borg: „ „When I have been asked during these last weeks who caused the riots and the killing in L.A., my answer has been direct and simple: Who is to blame for the riots? The rioters are to blame. Who is to blame for the killings? The killers are to blame.“

Hvað áhrærir landfræði: „I love California. I practically grew up in Phoenix“.

Til að fagna geimförunum úr Appollo 11 geimferðinni steig Dan Quale rogginn í pontu, horfði yfir áhorfendaskarann, leit síðan leiftursnöggt á geimfarana og sagði: „My fellow astronauts…“

Að endingu er rétt að efna til verðlaunagetraunar á meðal lesenda Deiglunnar. Ef einhver telur sig geta skýrt fyrir pistlahöfundi hvað Dan Quale átti við þegar hann lét eftirfarandi málsgrein frá sér fara fær vegleg verðlaun fyrir viðvikið: „The Holocaust was an obscene period in our nation’s history. I mean in this century’s history. But we all lived in this century. I didn’t live in this century.“

Sennilega er leitun að öðrum eins öfugmælum.

Nú ef eitthvað var missagt í þessum stutta pistli segi ég bara eins og Quale sagði eftirminnilega: „I stand by all the misstatements that I have made.“

Dan Quale er repúblikani.

Latest posts by Halldór Benjamín Þorbergsson (see all)