Coka-Cola jólasveinn

Jólasveinninn eins og við þekkjum hann, feitur og kátur er ameríski “kók” jólasveinninn. Rauðu fötin, rauða húfan, svarta svera beltið, sótugu stígvélin, rjóðu kinnarnar, glaðværu augun, skæru hvítu tennurnar – allt er þetta hluti af auglýsingaherferð Coca-Cola fyrirtækisins í upp hafi fjórða áratugarins.

Jólasveinninn eins og við þekkjum hann, feitur og kátur er ameríski “kók” jólasveinninn. Rauðu fötin, rauða húfan, svarta svera beltið, sótugu stígvélin, rjóðu kinnarnar, glaðværu augun, skæru hvítu tennurnar – allt er þetta hluti af auglýsingaherferð Coca-Cola fyrirtækisins í upp hafi fjórða áratugarins.

Í lok 19. aldar var kók drykkurinn nýr og auglýstur sem einskonar meðal eða hressingar drykkur. Höfuðverkurinn og þreytan hverfa eins og dögg fyrir sólu, var sagt í auglýsingum en markaðssetningin fór að mestu fram í gegnum lyfsala sem voru á prósentum. Það er þó ekki furða að fólk yrði vart við hressileika, enda var Kóka-baunin hluti af uppskriftinni fram til ársins 1903 (en drykkurinn ber enn nafn hennar). Þegar kóka-baunin vék tók kaffein-baunin við og hefur verið þar æ síðar.

Um 1930 var fyrirtækið komið í talsverð vandræði þar sem vinsældum drykksins hafði hrakað umtalsvert. Gosdrykkjasala hafði minnkað mikið í Bandaríkjunum og sérstaklega yfir vetramánuðina. Nauðsynlegt var að semja nýja viðskiptaáætlun – og nýja auglýsingaherferð.

Árið 1931 breytti Coka-Cola algjörlega um stefnu og hætti að tala um meðal eða hressingar drykk, heldur var nú um að ræða fjölskyldu drykk. Þekktir listamenn voru fengnir til þess að teikna og hanna nýja auglýsingaherferð. Það sem upp úr stóð í þessari herferð var teikning af hinum glaðværa jólasveini sem færði fjölskyldunni hamingjuna í kók flösku. Það var Svíinn Haddon Sundblom sem teiknaði hann og átti hann eftir að starfa við auglýsingagerð fyrirtækisins næstu 35 árinn. Upp úr þessu fór fyrirtækið líka að nota rauða litinn sem sinn einkennislit og er hann eitt helsta einkenni vörumerkisins í dag.

Auðvitða er ekki hægt að segja að Coca-Cola eigi jólasveininn. Út um allan heim eru þjóðsögur af mönnum og fyrirbærum sem gegna því hlutverki að færa börnum gleði yfir jólahátíðina. Hér á Íslandi eru það að sjálfsögðu jólasveinanir þrettán, heilagur Nikulás frá Litlu-Asíu (14. aldar biskup), Kolyada frá Rússlandi og svo mæti lengi telja. Í Hollandi heitir maðurinn Sante Klaas (í raun sá sami og í Litlu-Asíu) og býr hann á Norðurpólnum, flýgur um á sleða með átta hreindýr, skríður niður um skorsteina og fyllir sokka af gjöfum. Það voru svo hollenskir innflytjendur sem kynntu þennan karl fyrir Ameríku, enn það var Coka-Cola fyrirtækið sem hannaði útlit hans.

Hér er á ferðin ein merkilegasta auglýsingaherferð sem sögur fara af, en það hlýtur að teljast gott í auglýsingaheiminum að verða hluti af menningu og sögu stórs hluta mannkynsins á tiltölulega skömmum tíma. Á móti á segja að þetta útlit jólasveins hafa öðlast sérstakt líf og klofið sig frá vörumerkinu Coka-Cola og hafi því ekki lengur sama gildi.

Staða Coca-Cola var gríðarlega sterk á 8. og 9. áratugnum þar sem fyrirtækið bar höfuð og herðar yfir alla samkeppnisaðila sína. En eins og oft vill verða við slíkar aðstæður þá urðu menn kærulausir og héldu að hlutirnir gerðust að sjálfu sér. Pepsi-kynslóðin óx upp og staða Coca-Cola hefur ekki verið verri síðan í upphafi fjórða áratugarins. Þá er það bara spurning hvort nýtt kraftaverk sé í vændum.

Latest posts by Torfi Kristjánsson (see all)

Torfi Kristjánsson skrifar

Torfi hóf að skrifa á Deigluna í október 2002.