Skáldsögur og fyrirtækjagreiningar

Í gær kom út nýtt verðmat á Actavis frá KB-banka. Í því segir að verðmatsgengi Actavis sé 33,1 kr. á hlut og mælt með sölu á bréfum félagsins, væntanlega vegna þess að gengi þess á markaði í gær var 37,40 kr. á hlut eftir 3,61% lækkun yfir daginn, sem rakin er beint til verðmatsins.

Í gær kom út nýtt verðmat á Actavis frá KB-banka. Í því segir að verðmatsgengi Actavis sé 33,1 kr. á hlut og mælt með sölu á bréfum félagsins, væntanlega vegna þess að gengi þess á markaði í gær var 37,40 kr. á hlut eftir 3,61% lækkun yfir daginn, sem rakin er beint til verðmatsins.

En hvað er verðmat. Ég hef nú ekki fylgst lengi með hlutabréfamarkaðnum hérna á Íslandi en mér skilst að verðmat sé svona skýrsla sem bankarnir semja og gefa út til þess að finna út hvort þeir eigi að kaupa eða selja í fyrirtækjum á hlutabréfamarkaðnum. Í því eru upplýsingar um eignir, veltu, veltufjármuni, P/E hlutfall og allskonar svona tölur sem bara sumir vita hvað þýða. Það inniheldur upplýsingar um innri vöxt og væntan vöxt, markmið félaga og framlegð og allt sett saman í eina stóra góða jöfnu og út úr henni fæst gengi. Og það er það sem allir (sem eitthvað fylgjast með hlutabréfaverði) skoða þegar verðmatið kemur út.

En hvers vegna skrifa bankarnir svona skýrslur? Það er svo sem skiljanlegt að bankarnir vilji hafa einhverjar greiningar á fyrirtækjunum sem þeir eru að versla með fyrir milljarða daglega svo þeir hafi einhverja hugmynd um hvers virði fyrirtækin eru. En eftir að hafa skrifað greininguna gefa bankarnir þær bara út á heimasíðum sínum svo að Pétur og Páll úti í bæ geti skoðað þær og séð hvort þeir eigi að kaupa í ákveðnu félagi eða selja. Hvers vegna gera þeir það? Það kostar ekkert að skoða þessi verðmöt – ég fór inn á heimasíður Landsbankans, Íslandsbanka og KB-banka og náði í verðmöt fyrir Actavis, ekkert mál.

Hvernig fá bankarnir þá borgað fyrir að gera þessar skýrslur? Ekki eru þeir að gefa okkur eitthvað – okkur þessum svokölluðu litlu fjárfestum? Það getur ekki verið.

Ætli skýringin sé ekki sú að þeir gefi út svona skýrslur til að hafa áhrif á verð einstakra félaga. Þeir gefa út lágt verðmat, þá lækkar gengið, þá kaupa þeir í félaginu og svo kemur allt í einu hátt verðmat. Bankarnir þrír höfðu þrjú mismunandi verðmöt á Actavis, LÍ fékk út 37,1, ÍSB fékk 35,4 og KB eins og áður sagði 33,1. Ætli hagsmunir bankanna af gengi Actavis séu þá ekki mismunandi?

Staðreyndin er sú að þessar verðmatsskýrslur bankanna eru ekkert annað en skáldsögur og ættu að lesast sem slíkar. Maður veit ekkert hvert markmið bankanna er þegar þeir gefa þær út, enda skiljanlegt að vera tortrygginn þegar þeir eru beggja vegna borðsins.

Það kæmi mér sossum ekkert á óvart að KB-banki keypti svolítið í Actavis á næstu vikum.

Latest posts by Jón Helgi Erlendsson (see all)